Melkorka - 01.06.1961, Blaðsíða 19

Melkorka - 01.06.1961, Blaðsíða 19
Ályktun frá M. F. I. K. Framh. af bls. 40 inni. En það má hinsvegar öllum Ijóst vera að slikar stöðvar, sem hér um rreðir, eru ekki til þess œtlaðar og geta aldrei orðið „vörn" fyrir það land, sem hýsir þær, en eru frekleg ógnun við þau riki, sem „könnunin" beinist að, og kallar þannig geigvænlega hœttu á gagn- ráðstöfunum yfir þau lönd, þar sem slíkar könnunar- sveitir eru staðsettar. Fyrir því beinir fundur í Menningar- og friðarsam- tökum islenzkra kvenna enn einu sinni þeirri áskorun til íslenzku þjóðarinnar að fljóta ekki sofandi að feigð- arósi, lieldur gera sér grein fyrir þeirri geigvænlegu hættu, sem tilveru hennar er búin af herbækistöðvum í landinu. Fundurinn varar einnig við þeirri uggvænlegu braut, sem þeir stjórnmálamenn ganga, sem læddu herfjötr- um á þjóðina fyrir 10 árum síðan, undir því yfirskini að öryggi þjóðarinnar heimtaði „hervernd", en leyfa það 10 árum síðar að þjóðinni fornspurðri og án þess að hafa samráð við Alþingi, að hér séu engar þær sveitir hersins staðsettar, sem hugsanlegar væru til „varnar" í ófriði, en einungis þær sveitir, sem beinlínis eru framvarðasveitir ógnana og njósna gegn öðrum ríkjum. Fundurinn mótmælir harðlega þessum ráðstöfunum Bandaríkjahers á íslandi, og bendir á að ríkisstjórn ís- lands hlýtur að teljast ábyrg fyrir þeirri auknu hættu, sem þjóðinni er búin vegna þeirra, en samkvæmt varn- arsamningnum milli íslands og Bandaríkja Norður- Ameríku er það háð samjrykkt íslands á hvern hátt hagnýtt er sú aðstaða til hernaðarþarfa, sem ísland veitir Bandaríkjunuin." Te Ósætt te inniheldur talsvert magn af görvunarsýru og er þess vegna ágætis fegrunarmeðal og því ágætt að baða andlitið úr því við og við. Einnig er gott ef augun eru þreytt að baða lokuð augnalokin úr köldu te. Vitið þið að tennurnar verða mjallahvítar ef maður burstar þær með natron, ])ó má ekki nota það nema einu sinni til tvisvar í víku. Við svita undir örmum og á fótum er ágætt að púðra yfir með natron og á eftir nicð talkútn. Þar sem konur láta til sín taka 1 Sovétríkjunum fá 80 stúdentar af hverjum hundrað laun frá ríkinu. 26 af hverjum hundrað verkfræðingum eru konur, 30 af hverjum hundrað vísindamönnum, 70 af hverjum hundrað kennurum og 75 af hverjum hundrað læknum eru konur. /•----------------------------------------------------------------------------------\ MELKORKA kemur út þrisvar d ári. Verð árgangsins fyrir áskrifendur er 30 krónur. í lausasölu kostar hvert hefti 15 krónur. Gjalddagi er 1. marz ár hvert. Öll bréfaviðskipti varðandi innheimtu og afgreiðslu til áskrifenda og útsölumanna utan Reykjavíkur annazt Þóra Vigfúsdóttir, Þingholtsstræti 27, Reykjavík. Afgreiðsla fyrir Reykjavík og nágrenni er l Bókabúð Máls og menningar, Skólavörðustíg 21. Nokkur eintök af fyrri árgöngum ritsins eru enn fáanleg. ÚTSÖLUMENN MELKORKU Ester Karvelsdóttir, Ytri-Njarðvík. Gerður Sæmundsdóttir, Vinaminni, Ólafsvík. Guðrún Albcrtsdóttir, Hverfisgötu 9, Siglufirði. Hólmfríður Jónsdóttir, Nesveg 20, Norðfirði. Kristjana Flclgadóttir, Ásgarðsveg 15, Húsavík. Rut Guðmundsdóttir, Sunnubrut 22, Akranesi. Sigríður Gísladóttir, Borg, Mrum, Borgarfirði. Sigríður Lindal, Steinholti, Dalvik. Sigríður Sæland, 1-lverfisgötu 22, Hafnarfirði. Sigurður Árnason, verkstjóri, Hveragerði. Unnur Þorsteinsdóttir, Vatnsdalshólum, Mýrdal. Þóra Stefánsdóttir, Egilsstaðaþorpi. Þórdís Einarsdóttir, Lindarbrekku, Eskifirði. Á ofangreindum stöðum geta konur gerzt áskrifendur að Melkorku. PRENTSMIÐJAN HÓLAR H-F V.__________________________________________^ Melkorka 55

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.