Melkorka - 01.06.1961, Qupperneq 17

Melkorka - 01.06.1961, Qupperneq 17
skuli ekki vera enn meiri en liún er, en auð- vitað er það vegna þess að Portúgalar merg- sjúga nýlendur sínar. Þaðan streymir sá auður, sem ásamt hernum og kaþólsku kirkjunni heldur stjóm Salazar við völd. Og þegar ég geng um gamla bæjarhlut- ann í Lissabon, sem mörgum ferðamönn- um þykir svo „maleriskur" af því að göt- urnar eru svo þröngar og fólkið svo fátækt, minnist ég þess að þetta er sá eini hluti borgarinnar, sem ekki hrundi til grunna í jarðskjálftanum mikla árið 1775. Og víst hefur hann einhvern sjarma, J^essi gamli bær. Þótt hann sé fyrst og fremst merktur örbirgðinni, þar sem berfætt börnin hlaupa um betlandi, farlama fólk réttir fram hnýtta hönd og örvæntingarfull og vonlaus köll hinna blindu skera hlustir manns, þá em þessi gömlu hús og öngstræti svo hrein og vel umgengin, og smíðajárnsljóskerin eru svo falleg, en fersk hafgolan andar inn yfir sólsteikta borgina. Það er eins og það sé hátíð í höndfarandi. Kannski á líka einhver dýrlingurinn afmæli á morgun. Þeir eiga einhver ókjör af dýrlingum, Portúgalar. Og nafngiftirnar lijá þeim eru furðulegar. Ætt- ir kenna sig gjarnan við einhvern helgan mann, og götur heita nöfnum eins og Heil- ags-líkama-gata. En Portúgalar eru nreð afbrigðum þrifin þjóð, og ekki hittir maður viðmótsþýðara fólk og lijálpsamara við útlendan ferða- mann. Ein er sú stétt, sem setur mikinn svip á daglegt líf í Lissabon; það eru fisksölukon- urnar. Fyrir rnorgun þyrpast þær liundr- uðum saman niður að fiskmarkaðnum við höfnina. Þar hafa fiskkaupmennirnir skipt með sér aflanum og síðan taka Jrær til við dreifinguna. Með dálitla tágakörfu á höfð- inu, kúffulla af nýjum fiski, ganga þær um alla borgina kallandi og bjóðandi fisk við hvers manns dyr. Þær þurfa að fara margar ferðir, og göturnar eru brattar og ltarðar undir fæti, sumar leiða smábörn sér við hönd. Fætur þessara kvenna eru bólgnir og Jrreyttir, en þrátt fyrir allt eru Jiær liressi- legar í bragði og minna jafnvel dálítið á að- sópsmiklar síldarkonur á Siglufirði. Þær búa flestar í sama liverfi, Madragoa, þar lyktar allt af fiski. Tvær eru þær byggingar í Lissabon, sem allir ferðamenn ættu að skoða, Jeronymus- klaustrið og Belémsturninn, báðar eru þær Jnonimus- klnustrifí. melkorka 5.3

x

Melkorka

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.