Melkorka - 01.06.1961, Side 7
Allt þetta elur á því viðhorfi telpnanna,
að þeim sé ætlað að vera upp á náð annarra
komnar og að í raun og veru sé hjónaband-
ið þeirra eina ,,atvinnugrein“.
Ég get ekki látið hjá líða að benda á eitt
atriði í þessu sambandi. Margur undrast þá
innfluttu vöru, sem verzlanir í Reykjavík
hafa á boðstólum. Allskyns kvenfatnaður og
lúxusvörur, sem fluttar eru inn fyrir dýr-
mætan gjaldeyri og margur spyr, hverjir
geti eiginlega keypt slíka vöru. Staðreyndin
er sú, að það eru einmitt lægst launuðu
stúlkurnar, sem halda þessum verzlunum
uppi, þær sem vinna í verzlunum, á skrif-
stofum eða í iðnaði, þar sem kaupið er svo
skammarlega lágt, að engum er bjóðandi.
En einmitt vegna þess hversu kaup þeirra
er lágt, þá hættir bæði þeim sjálfum og öðr-
um við því, að líta á þær sem óábyrgar fyrir
eigin tilveru. Þær búa flestar hjá ættingum
sínum, borga lítið eða ekkert fyrir lífsuppi-
hald sitt og hafa svo þessi 2—3 þúsund á
mánuði til þess að kaupa sér föt fyrir.
Þetta á auðvitað ekki við allar stúlkur í
þessurn launaflokkum, en hinar, sem ekki
hafa á neina að treysta nema sjálfa sig eða
hafa jafnvel ábyrgð á öðrum, þær súpa seyð-
ið af ábyrgðarleysi hinna og viðhorfi þjóð-
félagsins.
Flestar stúlkur munu gera sér vonir um
að verða húsmæður einhverntíma á ævinni
og margar fá þessa ósk uppfyllta. Þessi stað-
reynd er oft notuð sem rök gegn jafnrétd
kvenna. Menn segja sem svo: Það þýðir ekk-
ert að vera að kosta upp á menntun kvenna,
þær gifta sig bara að námi loknu og síðan
ekki söguna meir. Konur eru óábyggilegur
vinnukraftur, þær hlaupa til og hverfa inn
á heimili þegar minnst varir.
Það er auðvitað sjálfsagt og eðlilegt að
ungar stúlkur giftist og eignist heimili, en
það er ekki jafn sjálfsagt að þær við gifting-
una hverfi frá námi eða af vinnumarkaðin-
um. Ef slíkt væri eðlilegt, þá væri líka til-
Melkorka
gangslaus öll barátta okkar fyrir því, að
skapa konum jafnan rétt á frjálsum vinnu-
markaði þjóðfélagsins, þar eð fæstar þeirra
ættu þess kost að dveljast þar nokkuð.
Það er almennt álit, að stúlkur skuli hafa
jafnan rétt til náms og vinnu og jafnan rétt
til frjáls stöðuvals. En það er ekki nóg að
viðurkenna slíkt í orði, þjóðfélagið verður
að taka þeim afleiðingum, sem slíkt hefur
í för með sér og laga sig eftir því.
Þær konur, sem seinni hluta síðustu ald-
ar hófu baráttu fyrir jafnrétti kynjanna,
bjuggu við það skipulag þjóðfélagshátta,
sem haldizt hafði nærri óbreytt kynslóð eft-
ir kynslóð og þótt þeim væri orðnir óbæri-
legir þeir fjötrar, sem lagðir voru á andlegt
frelsi þeirra og frjálsræði, þá hefur þær
áreiðanlega ekki órað fyrir hvílíkri skriðu
þær hleyptu af stað er þær veltu fyrsta stein-
inum.
Þær höfðu að sjálfsögðu enga möguleika
að gera sér grein fyrir því, Iivað slíkt skriðu-
hlaup hlaut að rífa með sér í vorleysingum
tuttugustu aldarinnar.
Þær voru yfirleitt af efnuðu yfirstéttar-
fólki komnar. Líf þeirra var fastmótað í ör-
yggi heimilanna þar sem ótal hendur hjálp-
uðust að og þjónustufólk var til allra
hluta.
Stéttarskiptingin var þeim sjálfsögð og
eðlileg og þjóðfélaginu svo nauðsynleg að
breytingar þar á voru lítt hugsanlegar.
Heimilisstörf og barnagæzla var þeim ekk-
ert vandamál, þær höfðu hvort sem var
liaft litlar áhyggjur af slíkum störfum.
Byltingar og umbrot síðari tíma hafa
gjörbreytt öllum þjóðfélagsformum. Heim-
ilisformum. Heimilishaldið hvílir nú að
mestu á húsmóðurinni einni. Dagleg matar-
gerð og sú vinna, sem því fylgir, er hennar
verk á meðan hún gætir barnanna. Þjón-
ustubrögð og fatasaumur fylgja svo með til
þess að fylla upp í frístundirnar. — Og svo
spyrjum við — hversvegna konur „hætti að
vinna“, þegar þær giftast og eignast heimili.
Þrátt fyrir þetta fer vaxandi fjöldi þeirra
43