Melkorka - 01.06.1961, Blaðsíða 6

Melkorka - 01.06.1961, Blaðsíða 6
Önnur Keflavíkurgangan til að mótmæla erlendri hersetu í land- inu var farin 7. maí s. 1„ en þA voru liðin 10 ár frá því að banda- rískur her steig á land á Islandi í annað sinn. Um fjögur hundruð manns — tvöfalt fleiri en í fyrra — gengu alla leið frá hcrstöðinni í Keflavík. Þar bauð Vigdís Finn- bogadóttir fólkið velkomið lil Keflavfkurgöngunnar fyrir hönd Samtaka hernámsandstæðinga, síð- an flutti Páll Bergþórsson, veður- fræðingur snjalla ræðu áður en lagt var af stað. Þegar leið á dag- inn kom hver hópurinn á eftir öðrum til móts við gönguna til að taka þátt í henni, og þegai farið var eftir götum höfuðstaðarins um kvöldið, höfðu þúsundir bætzt í hópinn til að mótmala erlendum herstöðvum á íslenzkri grund og taka undir kröfuna um hlutleysi landsins. Vigclis Finnbogadóttir ávarpar göngufólkið. mismunandi stöðu þeirra í þjóðfélaginu. Þetta viðhorf liafa þeir fullorðnu hlotið í vöggugjöf frá næstu kynslóð á undan og þannig hefur það borizt lítið breytt mann fram af manni. Við hrósum kjólunum hjá litlu telpun- um en hælum drengjunum fyrir dugnað. Ef litli drengurinn fer að skæla segjum við: ,,Æ, vertu ekki að skæla eins og stelpa, svona stór strákur“. Öll leikföng barna ýta undir þetta sama viðhorf og þegar börnin stækka þá eru telpurnar látnar hjálpa til inni á meðan drengir eru hafðir til snún- inga úti við. Jafnvel í barnaskólum eru telpur látnar nema hannyrðir á meðan pilt- ar læra smíði og bókband. Ef stúlkan losar sig undan öllum slíkum áhrifum og hyggst sjálf móta sitt eigið líf eftir eigin geðþótta, þá verða strax á vegi hennar fyrstu erfiðleikarnir þar sem launa- misréttið er. Hin lágu laun, sem stúlkunr eru greidd, gera þeim ókleift að vinna fyrir sér við langt skólanám, eins og margir piltar gera. Eins eiga telpur um fermingu mjög erfitt um að fá vinnu, lítur helzt út fyrir að þar komi einnig til gamla sjónarmiðið. Það er eins og þær séu ekki teknar í annað en snúninga og allskonar liðléttingsvinnu á meðan drengir á sama aldri eru taldir hálf- gildings verkamenn og fá oft vinnu við hlið fullorðinna. 42 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.