Melkorka - 01.06.1961, Blaðsíða 5

Melkorka - 01.06.1961, Blaðsíða 5
Möguleikar kvenna til frjáls stöðuvals Eftir Guðrúnu Gisladóttur Eftir nærri aldarlanga baráttu fyrir rétt- indum kvenna til jafns við karla, má heita að við séum nú við lokatakmarkið. Kosningarétt og kjörgengi höfum við fengið, sami réttur til náms í skólum og iðngreinum er einnig viðurkenndur, og lokakrafa okkar um sömu laun fyrir sömu vinnu á nú að uppfyllast á næstu árum. En eru þá öll vandamál leyst, skipa konur nú þegar þann sess í þjóðfélaginu, sem þeim ber sem helmingi þjóðfélagsþegnanna, þann sess, sem svo mikið var barist fyrir að veita þeim aðgang að? Við skulum athuga það svolítið nánar. Kosningarétt og kjörgengi til sveitar- stjórna hafa konur á íslandi haft í rúm fimmtíu ár, en í kauptúnum og kaupstöð- um landsins þar með talin Reykjavík með um það bil 300 fulltrúum, eiga 7 konur sæti og af jafn mörgum varafulltrúum eru 11 konur. Aftur á móti voru um tíma tveir bæjar- stjórar á landinu konur og má það gott heita, ef miðað er við fjölda þeirra kvenna, sem skipa ábyrgðarstöður. Nú eru liðin rúm 40 ár síðan konur öðl- uðust rétt til þess að ráða að sínu leyti um skipan Alþingis, en þó eiga þar nú aðeins tvær konur sæti af 60 kjörnum fulltrúum. Jafnrétti til náms í skólum og iðngrein- um er löngu viðurkennt. Á síðastliðnu vori útskrifast 109 stúdentar frá Menntaskólan- um í Reykjavík, af þeim er nærri helming- ur stúlkur, eða 52 á móti 57 piltum, en á sama tíma ljúka 42 einstaklingar prófi frá Háskóla íslands og í þeim hópi er aðeins ein stúlka. Líkt er ástandið í iðngreinunum ef frá eru teknar þær greinar, sem stúlkur einar stunda, þá finnst aðeins ein og ein stúlka á stangli. Úr Kennaraskóla íslands útskrifast 45 kennarar, af þeim er meiri hlutinn stúlkur eða 24 á móti 21 pilti. Kennslan er líka sá vettvangur þar sem kon- urnar skipuðu sér fyrst til starfa við hlið karla og þar liafa þær frá upphafi notið fyllsta jafnréttis og trausts í starfi, enda er svo komið að nú eru þær fullur þriðjungur starfandi kennara, en fáar konur hafa skip- að skólastjórastöðu öll þessi ár. Því miður gildir einu hvert litið er, prest- ar, læknar, sýslumenn, alls staðar það sama, engar konur. Og á hinum almenna vinnu- markaði er ástandið lítt glæsilegt, þar eru lægst launuðu störfin ætluð konum einum og þar una þær glaðar við sitt. Hvaða ályktanir má draga af þessum stað- reyndum, er hér blasa við? Er þetta ef til vill sönnun þess, að konur séu í raun og veru lakari hæfileikum búnar en karlar, er ef til vill öll barátta fyrir almennum mann- réttindum þeim til handa á misskilningi byggð og þessvegna árangurinn svo lítill sem raun ber vitni? Ég hygg að fáir muni í fullri alvöru svara þessari spurningu játandi. En hvað er það þá sem veldur því, að konur eru svo tómlát- ar um þann rétt, sem þeim hefur verið færð- ur upp í hendurnar, þann rétt, sem hinar framsýnu, stórhuga konur síðustu aldar fórnuðu svo rniklu fyrir svo hann mætti verða okkar eign? Hví liggur þessi dýrmæti arfur enn að mestu utangarðs? Fyrst og fremst hvílir enn á konum farg ævafornra siðvenja og úreltra lífsviðhorfa, sem hindrar eðlilegan þroska. Frá fæðingu verða börnin fyrir áhrifum frá fullorðna fólkinu þess eðlis að ákveða melkorka 41

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.