Melkorka - 01.06.1961, Blaðsíða 11

Melkorka - 01.06.1961, Blaðsíða 11
Kinverskar konur taka nú þátt i öllum störfum þjóðfélagsins. bómullarverksmiðju í marga ættliði. Ekki sízt konunum finnst nýja lífið betra en hið gamla. Nú langar hana til að hitta verka- konu úr vefnaðarverksmiðju, sem getur sagt henni eitthvað um reynslu sína í verksmiðj- um Shanghai í gamla daga. Chang Sui-ying kemur til hennar á hótelinu. Hún er lítil, grönn kona, mjög föl, með freknótt nef og stórar fallegar tennur eins og algengt er hjá Kínverjum, alvarleg og óbrosandi. Verksmiðjuvinnan hefur sett svip á hana á einhvern óáþreifanlegan hátt, enda hóstar hún oftþurrum þrálátum hósta. Chang Sui-ying fæddist fyrir 34 árum í Shanghai. Faðir hennar var húsamálari, þau áttu heima í mjög fátæklegu húsi, 8 manns í einu herbergi; ekkert ljós, ekkert vatn. Faðir hennar dó um 45 ára aldur úr blý- eitrun, einnig eldri bróðir hennar. Tólf ára gömul varð hún að útvega sér atvinnu; eldri systir hennar vann í vefnaðarvöruverk- smiðju og það var ákveðið að smygla barn- inu inn í verksmiðjuna til þess að það gæti lært iðnina án þess að vera nemandi. Þetta var mjög algengt, þar sem engar vonir voru um vinnu án þess að kunna eitthvað til hennar fyrirfram. Vinnutíminn var tólf stundir, að næturlagi, til þess að verkstjór- inn uppgötvaði hana ekki. Eftir eitt ár var hún ráðin fyrir 18 cents á dag, en 4 cents fóru daglega í ferjutoll yfir fljótið. Hún atti að taka snældurnar af vélunum á spuna- Melkorka stofunni, ef hún var ekki nógu fljót var hún barin. Hún bítur á jaxlinn á meðan hún segir sögu sína. Stundum er rödd hennar óþýð. Maður gæti nærri því fylgzt með sögunni með því að horfa á andlit hennar. Fingurnir toga stöðugt í faldinn á vasaklútnum. Hún virðist skreppa saman eins og minningarn- ar séu alltof lifandi. En hún heldur áfram. Stofan var mjög lítil og allt of margar vélar í henni, mjótt gangrúm á milli, léleg birta, slys tíð. Ef stúlka missti fingur var hún rekin. Eigandinn hafði að orðtaki: Auðveldara er að fá hundrað verkamanna en hundrað hunda. Loftræsting var engin, ávallt skelfilegur ódaunn. Þegar eigandinn gekk í gegnum stofuna hélt hann vasaklút fyrir nefið og talaði hátt um skítugt verka- fólk. Mötuneyti þekktist ekki, hver setti nestisskrínu sína opna við vélina og fékk sér bita, þegar hún mátti vera að því, smám saman þaktist maturinn bómullarryki. Sal- ernin voru tunnur, sem voru ekki tæmdar daglega, fýla og flugur alls staðar. Veikindi voru brottrekstrarsök. Konur voru svo hræddar við að missa vinnuna, ef það frétt- ist að þær væru bamshafandi, að þær bundu fast um magann í þeirri von að ekki yrði tekið eftir ástandi þeirra. Það var ekki fá- gætt að kona tæki léttasóttina í verksmiðj- unni og yrði að læðast fram á salernið til þess að fæða þar. Cliang Sui-ying giftist um tvítugt. Mað- 47

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.