Melkorka - 01.06.1961, Page 8

Melkorka - 01.06.1961, Page 8
húsmæðra, sem stunda aðra vinnu en heim- ilisstörf. Ber þar einkum þrennt til: í fyrsta lagi, þá þarfnast heimilið þeirra beinu tekna, sem húsmóðirin er þannig fær um að afla. í öðru lagi, þá kallar atvinnulífið eftir konunum (sbr. frystihúsavinnuna í sjávar- þorpunum). í þriðja lagi, þá getur mörg konan ekki sætt sig við að breyta um lífsstarf þótt lnin giftist. Oft fara þessar þrjár ástæður saman, — en hvernig fer þá um heimilisstörfin og hver sér um bömin? Ef konan stundar vinnu utan heimilis af fjárhagslegri nauðsyn, s. s. ef hún er eina fyrirvinna heimilisins, þá á hún það nokk- uð víst, að fá inni á barnaheimili fyrir börn sín, upp að 6 ára aldri. Að vísu getur allt eins verið, að vinnustaðurinn sé í öðrum bæjarhluta en barnaheimilið, og að heimili hennar sé í enn annarri átt, en hvað um það, hún er þó betur sett en sú, er kemur börnum sínum hvergi fyrir. Eftir 6 ára aldur mega börnin sjá um sig sjálf og gildir það einu hvort í hlut eiga börn einstæðra mæðra eða ekki. Að barnaheimilum fráteknum, þá hefur aðstaða húsmæðranna sáralitlum breyting- um tekið síðustu árin, þrátt fyrir aukna tækni. Vilji hún flýta fyrir sér með því, að kaupa hálf-tilbúinn mat eða soðinn, þá á hún þess engan kost, nema fyrir offjár. Ef hún hyggst létta sér störfin með því að fá þvott sinn þveginn í þvottahúsum eða kaupa tilbúinn fatnað í stað þess að sauma sjálf, þá fer nú heldur að saxast á heimilis- tekjurnar. Reyndin verður sú, að heimilis- verkin eru flest unnin á kvöldin og um helgar. Ingibjörg Benediktsdóttir kemst þannig að orði í „Kvennablaðið 19 júní“ árið 1939: ,,— — Meðan heimilisstörfin hvíla jafn blýþungt og hluttekningarlaust á herðum konunnar eins og enn er, þd fer þvi fjarri að hun sé frjáls, þrátt fyrir öll pappírslög um kosningarétt, kjörgengi, skólanám og at- vinnufrelsi. Kvenréttindin eru ekki ein- göngu fyrir ógiftar, barnlausar konur, sem aðeins þurfa að annast eigin afkomu. Þau eru einnig og öllu fremur fyrir húsmæður, mæður. Því sá heilbrigði þroski, sem öllum sönnum réttindum fylgir, berst einmitt frá þeim, með móðurmjólkinni og móðuráhrif- unum, beina boðleið til næstu kynslóðar." Þessi orð, sem skrifuð eru fyrir 20 árum standa enn í fullu gildi og eru, því miður ekki óþörf áminning til okkar í dag. Hvað er þá helzt til úrbóta. Fyrst og fremst skulum við gera greinar- mun á heimilislífinu og heimilisstörfunum. Með heimilislífinu á ég við þann félagsskap tveggja einstaklinga, sem stofna heimili og síðan hið sameiginlega verkefni þeirra — uppeldi barnanna . Heilbrigt heimilislíf, þar sem ríkir gagn- kvæmt traust og virðing, ást og eindrægni, og þar sem andlegur þroski fær að njóta sín, er tvímælalaust það umhverfi, er beztu upp- eldisskilyrðin veitir komandi kynslóð. Heilbrigt heimilislíf álít ég vera frumskil- yrði að heilbrigðu þjóðfélagi og því megi ekkert til spara að hlúa að því og vernda það. Heimilisstörf eru þau verklegu störf, sem unnin eru á lieimilinu eða í sambandi við það, s. s. matargerð, ræsting, þjónustu- brögð og barnagæzla. Það er ekki fyrr en á seinni árum, að farið er að slengja þessu öllu saman í eitt og jafnvel farið að halda því fram í fullri alvöru, að uppeldi barns- ins sé í molum, ef það klæðist fötum, sem aðrir en móðirin hafa þvegið, eða að and- legri heilbrigði þess sé hætta búin, ef móð- irin leiðir það ekki við hönd sér hverja stund dagsins. Einnig mætti ætla að undir- staða heimilislífsins riðaði til falls, ef hús- bóndinn æti mat, sem einhver annar en húsmóðirin hefði búið til. A þeim fyrirmyndarheimilum fyrri tíma, 44 MELKORKA

x

Melkorka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.