Melkorka - 01.06.1961, Blaðsíða 18

Melkorka - 01.06.1961, Blaðsíða 18
minnisvarðar um gullöld Portúgala. Þar sem Jeronymus-klaustrið stendur nú, var eitt sinn lítil kapella, þaðan voru munkam- ir vanir að skyggnast til hafs eftir skipum liinna fornu sægarpa. Þegar Vasco da Gama kom heim úr einni af sínum löngu ferðum, færði hann heilagri móður frá Belém krydd, gull og eðalsteina í þakklætisskyni fyrir vernd hennar, og fyrir þær gjafir var síðan reist þetta klaustur, og þar hvíla bein þessa frægasta sonar Portúgals. Þar er líka önnur steinkista, sem ber nafn og mynd hins mikla skálds, Luis de Camoens, en hún er tóm. Hann dó í ör- birgð, er drepsótt herjaði Lissabon, og eng- inn veit livar bein lians hvíla. Jeronymus-klaustrið er byggt í þeim portúgalska ofhlæðisstíl, sem kenndur er við Manuel konung, bróður Hinriks sæfara, er segja má að hafi lagt grundvöllinn að hinurn miklu siglingum og landafundum Portúgala. Belémsturninn er byggður út í Tejofljót- ið og um margar aldir var hann verndari og vörður fljótsins. í dag er hann aðeins minn- ing um forna frægð. Ráðagerðir munu vera uppi um að koma þar fyrir safni, er segi hans liðnu sögu. Fáeinir dagar eru skjótt liðnir hjá í þess- ari fögru og sögufrægu borg, en gaman var að fá tækifæri til að kynnast örlítið þessari elskulegu þjóð. Það var gott eftir erfiða ferð um sólsviðna hásléttu Spánar að koma til sjávar, finna ferskan vind Atlanzhafsins á ný. Það var gott að setjast inn á ódýran, en þó hreinlegan veitingastað og geta fengið hálfan skammt af soðnum fiski með kart- öflum og smjöri, rétt eins og heima. Það var gott að sitja á litlu kaffihúsi á kvöldin, eftir erfiðan dag og sólheitan, og hlusta á fado-söngvana, þessa einkennilegu tónlist, fulía af trega og söknuði. Þegar lestin brunaði með mig út í nótt- ina, hljómuðu enn fyrir eyrum mér köll fisksölukvennanna og fado-söngvarnir. Það var kveðja Lissabon. ^allegt her<$asjal Herðasjalið á þessari mynd er 210 cm langt og 50 cm breitt. Það er prjónað úr fínu ullargarni og falleg- ast að prjóna það laust á grófa prjóna. Fitjaðar eru upp 24 lykkjur (laust) 1. prjónn: prjón- aður rangur, 2.prjónn: prjónaðar 3 lykkjur réttar, síðan er fyrsta lykkjan af þessum 3 dregin yfir hinar 2, band- inu brugðið upp á prjóninn, síðan prjónaðar 3 lykkj- ur réttar og þeirri fyrstu brugðið yfir hinar tvær, bandinu brugðið upp á prjóninn og endurtekið út prjóninn. 3. prjónn: prjónaður rangur. 4. prjónn: prjónuð ein lykkja rétt, bandinu brugðið upp á prjón- inn og síðan prjónaðar 3 lykkjur réttar og sú fyrsta dregin yfir hinar tvær, bandinu brugðið upp á prjón- inn. Endurtekið út prjóninn. Síðan byrjað eins og á fyrsta prjóni. Mynstrið er tnyndað af þessum 4 prjón- um. Sjalið er kögrað með löngu kögri í sama lil. 54 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.