Melkorka - 01.06.1961, Blaðsíða 12

Melkorka - 01.06.1961, Blaðsíða 12
urinn hennar vann í kæliskápaverksmiðju, en missti vinnuna litlu síðar og fékk ekki vinnu aftur fyrr en eftir frelsunina. Hann reyndi að framfleyta sér og fjölskyldunni sem farandsali. Sui-ying var rekin úr verk- smiðjunni þegar hún varð ólétt. Alveg pen- ingasnauð fluttu þau í útjaðar Shanghai til þess að rækta lítinn jarðarskika. Tveimur árum síðar tókst henni að fá vinnu aftur í verksmiðjunni, varð að nota reiðhjól manns- ins til að komast liina löngu leið í vinnuna. Aftur varð hún ólétt; þegar barnið kom, varð hún að sjá um allt sjálf, það fæddist á moldargólfinu, hún var of þróttlítil til að skríða upp í rúmið. A tíunda degi varð hún að senda barnið til annarra, þar sem hún liafði ekki efni á að halda því. Um þetta leyti var luin þegar búin að eignast fjögur börn. Fyrsta barnið dó, þriðja barnið var gefið burt, og nú dó annað barnið í veik- indum. Enn einu sinni fór Chang Sui-ying í verksmiðjuna en varð að gefast upp; siður var að verkamaðurinn gaf verkstjóranum einhverja gjöf, en hún átti enga peninga, því setti liann lienni fyrir erfiðari vinnu en hinum og kvaldi liana stöðugt. Hún fór aftur að selja grænmeti; tíu mánuðum síð- ar kom frelsunin, og í október 1949 var Chang Sui-ying beðin að fara aftur að vinna í verksmiðjunni. Þegar liingað er komið sögu hverfur ó- framfærni Sui-ying. Skuggi af brosi færist yfir andlitið. Fingur liennar hætta að toga í vasaklútinn, hendurnar opnast og hún hreyfir þær eins og væri hún að heilsa nýju lífi. Nú liafa þau atvinnu bæði hjónin, hún hefur 80 yuan í kaup á mánuði. Heilsa hennar fer batnandi af því að hún getur keypt sérstakt mataræði í mötuneytinu, vinnuaðstæður allt aðrar. í þessari verk- smiðju þar sem hún er búin að vinna í 20 ár, er allt gerbreytt. Það eru varnir gegn slysum, góð loftræsting, á sumrin er jafnvel svo þægilegt að verkafólkið kýs heldur að vera inni; á vetrum er miðstöðvarhiti. Nýir snyrtiklefar handa konunum, meira að segja vöggustofa. Samkvæmt nýju löguntim eiga konur rétt á sömu vinnuskilyrðum og meðferð og karlmenn. Þær vinna 8 klukku- stundir á dag við sama kaup og sömu rétt- indi samkvæmt vinnutryggingarlögunum. Læknishjálp er ókeypis, sömuleiðis spítala- og hælisvist ef þörf gerist. Kostnaður við læknisskoðun á meðgöngutímanum og við fæðingu er greiddur af verksmiðjunni eða ríkinu. Sui-ying er nú aðstoðarmaður í deildarstjórn og lifir Iiamingjusömu og auðugu lífi, sem hún mundi aldrei hafa dirfzt að vonast eftir áður fyrr. Hún á enn- þá heima í sama húsi, en búið’ er að byggja við það fleiri herbergi og það er komið raf- magnsljós og vatnskranar. Þau eiga von á íbúð í nýrri samstæðu. „Dóttir mín 12 ára, Chang Si-yuan, er í 5. bekk og liún er að lijálpa mér að læra. Áður var ég ólæs en nú er ég komin í 4. bekk.“ Frásögn hennar, einföld, óskreytt, er bú- in. Hún verður að fara, er á vakt seinni part dags. Þegar Chang Sui-ying og Dymp- hna Cusack ganga að lyftunni, tekur hún allt í einu hönd Dymphna Cusacks í báðar sínar og hlær upphátt. Hún er óþekkjanleg. „Og hjartað hlær í mér,“ segir hún, „af því að ég Iiitti í fyrsta sinn erlendan vin. Ég vil kalla þig Ta-chieh, „Eldri systur“.“ Ljúffengur sumarréttur Hvítkál og ostur Þvoið hvítkálshöfuð vel, tjarlægið yztu blöðin. Brytj- ið smátt niður. Sjóðið í saltvatni 10—15 mín. Látið í sigti og vatnið síað vel frá. Stnyrjið ehlfast mót vand- lega og látið dálítið af kálinu í botninn. Þynntu tómat- mauki hellt yfir, því næst er ostur rifinn yfir í nokkttð þykkt lag og yfir stráð smáttskornum lauk. Látið aftur kál í rnótið og aftur þykkt lag af rifnum osti og hellið svo tótnat-mauki yfir allt. Stráið salti og pipar yfir, þá brauðinylsnu og stingið f litlum smjörhitum hér og þar. Rétturinn er bakaður í heitutn ofni uin stundar- fjórðung. 48 M ELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.