Melkorka - 01.06.1961, Blaðsíða 16

Melkorka - 01.06.1961, Blaðsíða 16
FRÁ LISSABON Eftir Jónu Þorsteinsdóttur í engu landi í Evrópu er fólkið jafn illa upplýst og í Portúgal. Meira en 40% j^jóð- arinnar er hvorki læs né skrifandi. En þegar maður stendur uppi í kastalan- um í gamla bænum í Lissabon, og borgin er fyrir fótum manns, en seglskipin dóla í liægum andvara úti á Tejo-fljótinu, Jrá er það ekki þetta, sem rnanni kemur í hug. Það er einhver reisn yfir borginni. Aðal- torgið Praca do Comérciq, eitt hið fegursta í Evrópu, liggur niður að bökkum Tejo, en uppfrá því liggja breið stræti að Rossío- torginu, hjarta Lissabon. Breiðgatan Aven- ida da Liberdade, sem heimamenn státa af og segja að standi hvergi að baki Cliamps Elyseé í París, og sé raunar lengri . . . allt minnir þetta á forna frægð. Og jjað voru líka seglskipin, sent fyrir fimm öldum síðan dóluðu hérna uppeftir ánni Tejo. En þá voru Portúgalar mesta siglingajrjóð Iieimsins. Þá var hér ys og líf. Lissabon var ekki aðeins miðdepill Portú- gals,heldur allrar Evrópu. Hingað streymdu menn hvaðanæfa að til að leita sér fjár og frama. Skip lögðu að landi hlaðin austur- lenzkum varningi, kryddvörum, gulli og gimsteinum. Lissabon var auðugasta borg í víðri veröld. En svo vítt náði veldi Portúgala, að þess var engin von að Jaessi fámenna þjóð gæti til lengdar drottnað yfir öllum þeim lönd- um, er þeir höfðu lagt undir sig. Gullið streymdi að vísu inn í landið frá nýlendunum, en þetta gull kostaði Portú- gala mikið blóð, og í kjölfar þess sigldi svo spilling og hnignun þjóðarinnar. Yfirstétt- in hugsaði um það eitt að raka til sín auðn- um, en landið fór í auðn og þjóðin svalt. Úr gamla bœjarhlut anuru i Lissabon. Eftir nokkra áratugi gekk sigursólin til við- ar. Stórveldistíminn var á enda. Portúgalar tóku að missa nýlendur sínar eina af annarri. Nokkrum hafa þeir þó get- að haldið til J^essa dags, en fréttir síðustu mánaða frá Afríkunýlendunum benda til Jress, að e. t. v. verði þess ekki langt að bíða að langkúgaðar þjóðir Angola og Mosam- biq reki þá af höndum sér. í landinu sjálfu hafa mjög litlar verkleg- ar framfarir orðið. Það er t. d. eftirtektar- vert, að þessi sjómannaþjóð átti fyrir nokkr- um árum færri en tvö þúsund vélknúin skip, en allur flotinn taldi um 24 þúsund skip, allt hitt voru seglskip og árabátar. Um sarna leyti var í landinu aðeins einn sjó- mannaskóli með um 400 nemendum, hins vegar voru um 5000 ungir menn að læra til prests. Það er því jafnvel furðulegt, að fátæktin 52 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.