Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 2001, Blaðsíða 3

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 2001, Blaðsíða 3
Horft Árið 2001 er afmælisár í mörgum skilningi. Það er ekki bara að allir í ár- gangnum mínum verði sextugir á þessu ári, sem er á seinni árum ekki orðinn nokkur aldur miðað við hvað fólk á þessum aldri voru ægilega gamlir karlar og kerlingar hér áður fyrr, heldur eru á þessu ári liðin 40 ár frá því að Siglfirð- ingafélagið í Reykjavík og nágrenni var stofnað. Þá verða einnig á þessu ári komin 10 ár frá því að undirritaður var kjörinn formaður þessa góða félagsskapar og er því mál að linni. Ég hef lagt til að á næsta aðalfundi verði kjörinn nýr for- maður og segir mér svo hugur um að fleiri stjórnarmenn ætli sér að víkja úr forystu félagsins og mun þá að hluta ný kynslóð taka við og halda uppi merki félagsins til framtíðar. Fyrir rétt rúmum 40 árum fóru þeir félagar Arnold Bjarnason og Ólafur Nílsson á stúfana og hvöttu til stofnun- ar Siglfirðingafélags í Reykjavík, sem gekk svo eftir þann 14. október 1961, en sá dagur er skráður sem stofndagur í lögum félagsins. Báðir þessir ágætu stofnfélagar hafa æ síðan lagt fram ómælda vinnu í þágu félagsins og sitja enn óslitið í stjórn þess og munu vafa- laust gera um ókomna tíð. Starf Sigfirðingafélagsins hefur ver- ið með mjög hefðbundnum hætti í fjöldamörg ár. I félaginu eru starfandi nefndir sem sjá um hina mismunandi þætti í starfi félagsins og hefur fjöldi fólks komið að starfi þeirra nefnda. Það væri að æra óstöðugan að telja upp alla þá sem þar hafa lagt hönd að verki, en allir eiga þó skilið að fá verðugt þakk- læti fyrir góð störf. Viðamesta starfið fer fram í kaffi- nefnd Siglufjarðardagsins, 20. Maí. Þar koma margir aðilar við sögu þar sem undirbúningur fer fram fyrir hið veg- lega kaffisamsæti, sem fer venjulega fram í safnaðarheimili Vídalínskirkju í Garðabæ. Þarna þarf að baka kökur, sjá um skemmtiatriði, þar sem hópar frá Heiðari Ástvalds hafa ekki svo sjaldan komið við sögu, það þarf að raða stól- um og borðum og taka til að lokum og þvo upp. Verkinu var fyrstu árin stjórn- að af Ástu Einarsdóttur, en síðan tók Kittý Gunnlaugs við af miklum myndar- skap, studd af 20 manna kaffmefnd. um öxl Jólaballsnefndin hefur einnig mjög mikilvægu hlutverki að gegna, þar sem um er að ræða að koma yngstu afkom- endum Siglfirðinga í samband við jóla- sveininn og að gefa ömmum og öfum, mömmum og pöbbum tækifæri til að hittast og rabba saman yfir kaffibolla milli jóla og nýárs og rifja upp gömul jólaböll á Siglufirði og e.t.v. heimsóknir Kjötkróks í gömlu kjötbúðina á Siglu- firði fyrir þá sem það muna. Hin síð- ustu ár hefur Hulda Sigtryggsdóttir stjórnað störfum nefndarinnar af mikilli röggsemi, en á undan henni var Hjördís Júlíusdóttir formaður nefndarinnar. Árshátíðir, afmælishátíðir, þorrablót og síldarböll hafa einnig verið fastur liður í starfmu og hefur gengið á ýmsu með húsnæði, aðsókn og nefndaforystu í þeim málum. Nefndaformenn hafa verið Rakel Pálsdóttir, Jónas Skúlason og síðan þau Guðmundur Stefán Jónsson, Helga Ottósdóttir og Ólafur Baldursson og hafa þau ásamt fjölda öðru fólki unnið mikið og óeigingjarnt starf á þessum vettvangi. Nú sem stendur eru þau í miðju kafi í undirbúningi að glæsilegri afmælishátíð félagsins að Hótel Sögu þ. 13. október nk., þar sem forseti Islands og heitkona hans verða væntanlega heiðursgestir kvöldsins. Annað merkilegt félagsstarf fer fram í félagatalsnefnd þar sem Jónas Skúla, Steini Birgis og Margrét Birgisdóttir ráða ríkjum. Anna Laufey Þórhallsdóttir vann hér áður fyrr þrekvirki á því sviði ásamt mörgum öðrum störfum í þágu félags- ins. Minningarkortafulltrúar eru þær ágætu konur Ásta Einars og Valgerður Bílddal, en útilífsnefndin hefur stundað útilífið svo stíft, að hennar hefur vart orðið vart innan dyra. Mikil leynd hvílir yfir störfum þeirrar nefndar. Sigfirðingafélagið hefur alla jafna gef- ið út fréttablað, sem komið hefur út nokkrum sinnum á ári. Framan af var Gunnar Trausti traustur ritstjóri frétta- blaðsins og komu þar einnig við sögu þær Sólveig Ólafsdóttir og Hlín Sigurð- ardóttir. Hin seinni ár hefur Jóna Hilm- ars verið einvaldur á fréttablaðinu og stjórnað því með slíkum skörungsskap að sómi hefur verið að. Það er synd að félagið hefur ekki verið í stakk búið líkt og önnur átthagafélög til að búa betur að ritstjóranum þannig að blaðið og fé- ------------♦------------------- Jón Sœmundur Sigurjónsson lagsmenn hefðu notið enn betur. Félagið hefur átt því láni að fagna að flestir stjórnarmenn hafa sýnt mikla tryggð við félagið og Siglufjörð og lagt fram ómælda vinnu í gegn um tíðina. Varaformaður félagsins hefur lengst af verið Gréta Guðmundsdóttir og hefur hún sennilega verið lengst allra í stjórn félagsins. Halli Óskars hefur ekki verið öllu skemur í stjórninni, en þau Gréta eru traustir samstarfsmenn og miklir Siglfirðingar. Þegar ég nú kveð stjórnarstörf í félag- inu frá og með næsta aðalfundi, án þess auðvitað að kveðja félagið sjálft, þá þakka ég öllu þessu góða fólki samstarf- ið og fleirum sem ekki hafa verið nefndir. Einn hef ég þó geymt þar til síðast, því það er traustur persónulegur vinur sem ég á mikið að þakka fyrir náið samstarf og vandaða umfjöllun um fjármál félagsins, þannig að þau hafa ætíð verið í góðu horfi, en það er Karl Ragnars, sem kom með mér inn í stjórn félagsins og staðið þar eins og klettur alla tíð, traustur og áreiðanlegur. Siglfirðingar horfa á langa sögu varð- andi átthagafélög, þannig að það er ekki nema von að þeir hafi sjálfir stofnað slíkt félag eftir að þeir hófu búflutninga að heiman fyrir alvöru. Siglufjörður síðustu aldar er byggður upp af fólki, sem kom annars staðar frá. Hvergi á byggðu bóli voru til eins mörg átthaga- félög eins og á Siglufirði um miðja síð- ustu öldina. Átthagafélög voru annars staðar nánast óþekkt. Heima á Siglufirði vorum við Skagfirðingar, Eyfirðingar, Þingeyingar, Vestfirðingar, Austfirðingar og Dalamenn. Sunnlendingar voru ófá- ir, en höfðu vart félag með sér. Hér á Reykjavíkursvæðinu erum við hins veg- ar öll Siglfirðingar, því það er þaðan sem við komum.

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.