Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 2001, Blaðsíða 6

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 2001, Blaðsíða 6
Minningar úr síldinni á Siglufirði Sumarið sem ég varð 10 ára var ég sendur í sveit. Þetta var í fyrsta skiptið sem ég var einn í sveitinni, en frá því ég var þriggja ára hafði móðir mín verið með okkur systkinin öll sumur hjá bróður sínum á bæ hans í Oxnadal í Eyjafirði. Faðir minn vann á rannsókna- stofu síldarverksmiðjunnar á Raufar- höfn á sumrin og var því fjarri fjöl- skyldunni. Það hafði alltaf verið fjör í sveitinni, hjónin, sex börn þeirra, vinnumenn, verktakar og gestir af ýmsu tagi sáu til þess að alltaf var eitthvað um að vera. Þetta sumar mitt varð hins veg- ar ekki eins og þau fyrri. Oyndi sótti stundum að piltinum þrátt fyrir góða aðbúð og skemmtilegan félagsskap. Vafalaust hefur fjarveran frá fjölskyld- unni ráðið mestu en það var þó annað sem togaði fast, síldin á Siglufirði. Henni hafði ég enn ekki kynnst af eigin raun, en jafnaldrar og vinir gáfu í skyn að ekkert væri ofsagt um fjörið í síld- inni og að ungir menn gætu þar að auki fengið greitt í peningum fyrir vinnu af ýmsu tagi. Síldin heillar, og þó! Vorið eftir neitaði pilturinn að fara aftur í sveitina og krafðist þess af föður sínum að hann útvegaði sér vinnu á síldarplani. Það tókst fyrir góðsemi eins vinar hans og þótti engin barnaþrælkun þó að ellefu ára drengur gengi til dag- legrar vinnu. Fyrsta sumarið var til- breytingarlítið enda var slíkur maður” ekki settur í hvaða verk sem var. Fyrstu vikurn- ar stóð hann á síldarplani Þráins Sigurðssonar og „vatnaði tunnur”. Síldar- tunnurnar voru úr tréstöf- um sem höfðu tilhneigingu til að skreppa saman í heitri sólinni - sem í minning- unni var nóg af á Siglufirði á þessum tíma - og þá fóru tunnurnar að leka. Þess vegna voru tómu tunnurnar fylltar af vatni og þannig „vinnu- þéttar áður en þær voru notaðar við söltunina. Fyrst í stað láku tunnurnar vatninu jafnóðum og drengnum fannst hann alltaf vera að færa vatnsslönguna milli sömu tunnanna. Þegar tunnu- stafirnir höfðu dregið í sig rakann og þanist út til að loka rifunum, láku ein- ungis þær sem voru með kvistgötum. Þær voru teknar frá til viðgerðar og síð- an ráðist með slönguna á næsta tunnu- stafla. Þráinn var oft á undan sinni sam- tíð og þetta sumar gerði hann tilraun með vél sem gat hausskorið síld og slógdregið. Síðari hluta sumars fékk vinnumaðurinn ungi að standa með fullorðna fólkinu við vélina og raða síld á færiband. Þetta leit út fyrir að vera al- vöru vinna en varð engu að síður til- breytingarlaust eftir að réttu handtökin voru lærð. Það sem hélt drengnum þó gangandi til sumarloka voru hvítu um- slögin sem afhent voru skilmerkilega í hverri viku og innihéldu launin í nýjum bankaseðlum og beinhörðum pening- um. Tilfmningin af því að opna sitt eig- ið umslag eins og hinir vinnumennirn- ir fyllti hann ólýsanlegu stolti. Mamma gengur í mdlið Vorið eftir var stórskotaliðið kallað fram. Drengurinn setti nú móður sína í það verkefni að útvega honum „alvöru” vinnu á síldarplani. Elsti bróðir hennar var Jóhann Skagfjörð sem stjórnaði KEA-planinu svonefnda. Samningavið- ræður þeirra systkina fóru ekki hátt en „Rómantíkin ld yfir bœnum eins og „peningalyktin” frd síldarverksmiðjunum og gaml- ir síldarjaxlar og síldarkerlingar tóku gleði sína d ný“. Jóhann Heiðar Jóhannsson. stóðu nokkurn tíma. Vinnan fékkst að lokum, en móðirin lét í veðri vaka að henni fylgdu skilyrði og að vinnumað- urinn yrði alltaf að hlýða verkstjóranum og standa sig vel í öllum verkum sem honum væru falin. Þar með hófst síldar- ævintýri sem varaði með stuttum hlé- um næstu átta sumur. Síldarœvintýrið Það er erfitt að lýsa því fyrir þeim, sem hvorki voru áhorfendur né þátttak- endur, hvað það var sem gerði síldina að þessu mikla ævintýri. Eftirvæntingin lá í loftinu frá því snemma á vorin, meðan beðið var eftir því hvort happ- drættisvinningurinn stóri léti sjá sig. Með síldinni komu umsvif í athafnalíf- inu, peningar í bæjarsjóð, laun í vasa bæjarbúa og - síðast en ekki síst - bær- inn fylltist af ungu fólki með hugann fullan af athafnaþrá. Mest áberandi voru síldarstúlkurnar kátu, en námsmenn að sunnan og ungir menn úr nærsveitum létu ekki sitt eftir liggja. Rómantíkin lá yfir bænum eins og 4 „peningalyktin” frá síldarverksmiðjunum og gamlir síldarjaxlar og síldarkerlingar tóku gleði sína á ný. Plönin undir bökkunum Alveg frá upphafi gerði ég mér grein fyrir hvílíkt lán það var að fá að vera með í síldarævintýrinu. Eng- in önnur vinna fannst ♦

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.