Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - Oct 2001, Page 4

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - Oct 2001, Page 4
Brekkusniglar í Vörn Kjartan Stefánsson gluggar í 40 ára gamla minnisbók sem eldrí bróðir hans, Sigmundur Stefánsson, hélt um Knattspyrnufélagið Vörn 1961-1963 í ársbyrjun 2001 varð ég fimmtugur sem vart er í frásögu færandi. Meðal margra góðra gjafa sem ég fékk af því tilefni var lítil bók sem Kjartan Stefónsson. eldri bróðir minn, Sigmund- ur Stefánsson, afhenti mér til varðveislu. Bókin kom strax kunnuglega fyrir sjón- ir enda mundi ég eftir því að Simmi hafði haldið nokkurs konar minnisbók um ýmsa viðburði tengdum íþróttafé- lagi á Brekkunni á Siglufirði sem var við lýði á árunum 1961-1963. Félagið hét Knattspyrnufélagið Vörnin, KV Simmi var driffjöðurin í þessum félagsskap og fyrirliði A-liðs félagsins í fótbolta á meðan það var og hét og stjórnaði okk- ur strákunum með miklum sóma. Bók- in heitir einfaldlega „KV BÓK“ og hef- ur að geyma 96 handskrifaðar síður. Ég fletti bókinni strax með nokkrum spenningi - enda fékk ég aldrei að koma nálægt henni á sínum tíma - og við lest- ur hennar rifjuðust upp ýmis skemmti- leg atvik sem voru löngu gleymd. Bókin er um margt merkileg samtímaheimild ekki síst fyrir þá sök að hlutunum er lýst eins og þeir koma 11-12 ára dreng fyr- ir sjónir. Hún er í senn fullorðinsleg og barnaleg en svo lengi sem hún varðveit- ist geymir hún frásögn af íþrótta- og fé- lagsstarfi strákanna á Brekkunni á þess- um árum. Þetta er ekki samfelld saga heldur frásagnarbrot þar sem 30-40 brekkuguttar á aldrinum 8-12 ára eru nefndir á nafn. Hér á eftir verður stiklað á stóru í KV BOK en eins og gefur að skilja þarf að sleppa mörgu. Þótt knattspyrna sé sumaríþrótt grein- ir bókin aðallega frá starfsemi KV á haustin og veturna og flestir kappleikir félagsins fóru fram í september og október. Á því eru eðlilegar skýringar eins og vikið er að á einum stað í bók- inni: „Við ætlum að reyna að fá góðan völl og hafa fastar æfingar þegar síldar- tíminn er búinn því ekki er hægt að hafa fastar æfingar yfir mesta síldartím- ann. Þá geta menn verið ræstir út þá og þegar.“ Þessi orð segja meira en margt annað. Vinnan hafði algeran forgang á Siglufirði á þessum tíma. Nú verða allir B-liðs menn að œfa af kappi KV var stofnað 3. janúar 1961. Fátt er sagt frá starfi félagsins fyrsta sumarið, líklega vegna anna í síldinni, en 13. september það ár er haldinn fundur í KV og þar er ákveðið að keppa við KS, aðal knattspyrnuliðið í bænum. Hér er mikið í húfi og fyrirliðinn ritar í bók- ina: „... einnig vantar mann í A-lið KV Nú verða allir B-liðs menn að æfa af kappi til að komast upp í A-lið KV.“ Fyrsti leikurinn við KS var mánudag- inn 25. september og tefldi KV þessum vösku strákum fram: Brekkuguttar í garðinum við Hóla. Fremstir sitja talið f.v. Kjartan Stefdnsson og Guð- mundur Skarphéðinsson. I annarri röð eru Jó- hann Skarphéðinsson og JónasVdltýsson. í þriðju röð eru Einar Pdlsson og Jón Sigur- björnsson. Aftastir standa Karl Alfreðsson, Sig- mundur Stefdnsson og Kristjdn Elíasson. Óvíst er hvenœr myndin var tekin en líkleg hefur það verið drið 1960 eða 1961. -----------♦------------------ Matti (Marteinn Kristjánsson) Leifur (Leifur Halldórsson) Kjartan (Kjartan Stefánsson) Gummi(Guðmundur Skarphéðinsson) Gestur (Gestur Jónsson, Skapta á Nöf) Nóni (Jónas Valtýsson) Kristján (Kristján Elíasson) Kjartan (líkl. Kjartan Bragason) Simmi (Sigmundur Stefánsson) Kalli (Karl Alfreðsson) Rabbi (Rafn Elíasson) B ok Því miður verður að við- urkennast að leikurinn end- aði 10 gegn 0 fyrir KS. Aftur var leikið 30. september og þá fór leikur- inn 9-0 fyrir KS. Auk þessa atti KV kappi við KK, knattspyrnu- félag strák- anna suður á b ö k k u m , ervM - - og merkt Reyni, sem sem > fa 9rei« árgjaldið var knatt- 6 kronur- spyrnufélag í Reitnum að mig minnir, og félag sem hét KB. Verður ekki annað sagt en að íþróttalíf hafi staðið í blóma á Siglufirði en fjög- ur knattspyrnufélög voru starfandi fyrir utan KS. Brekkusniglarnir töpuðu að vísu stórt fyrir KS en þeir burstuðu KK 8-0 og 12-4 í tveim fyrstu leikjunum en þriðji leikurinn fór 3-O.Tvisvar var leik- ið við Reyni og lauk þeim leikjum með 4-2 og 2-1 sigri KV Og leikurinn við KB endaði 13-0 fyrir KV. Árangurinn var því viðunandi. Fyrsta síðan í KV Bntc r, ... og verður það œsandi leikur Margt dreif á daga KV veturinn 1961- 1962 og stóð félagið meðal annars fyr- ir áramótabrennu. En um vorið taka önnur verkefni við: „KV hefur margt á prjónunum, til dæmis útilegu og

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.