Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 2001, Blaðsíða 18

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 2001, Blaðsíða 18
Fimmtug og fjörug Björgunarsveitinni d Siglufirði afhent peningagjöf frá hópnum. Kirkjugarðurinn heimsóttur og látinna skólafélaga minnst. Árgangur 1951 frá Sigló heldur í hefðina og efndi til velheppnaðs ár- gangsmóts helgina 20-22 júlí sl. Gömul skólasystkyni úr árgangi 1951, ásamt mökum, endurnýjuðu kynni sín í sumar er þau hittust eina helgi og rifjuðu upp gamla daga. Mjög góð þátttaka var í árgangsmótinu og góð stemming í hópnum. Árgangur 1951 er nokkuð fjölmennur en alls var fjöldi fermingarbarna í árgangnum 67. Alls er áætlað að heildarþátttaka ásamt mökum hafi verið um 80 manns. Fyrsta kvöldið var hist á Bíó barnum þar sem hópurinn hristi sig saman. Mestur tími fór í spjall manna á milli enda margir ekki sést lengi. Undirbún- ingsnefnd mótsins kynnti dagskrána næstu tvo daga. Allur undirbúningur og skipulagning var með besta móti og ekki kastað til höndunum þar. Að undir- búningi vann hópur bæði á Siglufirði og í Reykjavík. Laugardagurinn var aðal mótsdagur- inn. Hist var í kirkjunni til myndatöku en að henni lokinni var látinna bekkja- systkyna minnst með því að leggja blóm á leiði þeirra í kirkjugarðinum á Siglufirði. Björgunar- s veitinni Strákum var færð gjöf frá hópnum í félagsheimili þeirra þar sem boðið var upp á veitingar. Því næst lá leiðin í hið frábæra síldar- minjasafn, þar sem fylgst var með síld- arsöltun, dans stiginn á bryggjunni og safnið skoðað. Um kvöldið var borðað á Hótel Læk, sem margir reyndar kalla enn Hótel Höfn. A milli góðra og vel framlreiddra rétta voru annálar og skemmtiatriði flutt. Fjörugu kvöldi lauk síðan með dansleik í íþróttahúsinu þar sem gamla skólahljómsveitin úr gaggó, Stormar, hélt uppi fjörinu með lögum frá gömlu skóladögunum. Dagskránni lauk daginn eftir með heimsókn í barnaskólann. Skemmtileg heimsókn sem lét hugann reika til baka til gamalla kennara og aðstæðna sem tíðkuðust fyrir hálfri öld. Víst er að allir fóru sáttir heim eftir vel heppnað árgangsmót. Theodór Ottósson Skráningarstofan óskar Siglfirðingafélaginu til hamingju með afmælið Skráningarstofan hf ■I Stelpurnar í heimsókn í handavinnustofu barnaskólans... ... og strákarnir í heimsókn á smíðaverkstœði skólans

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.