Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 2001, Blaðsíða 7
mér komast í hálfkvisti við það að vera
á síldarplani. Stutt viðstaða í síldarverk-
smiðju, byggingarvinnu og símalagn-
ingu yfir Skarðið sannaði það. Reyndar
var það einnig mikið ævintýri að vinna
eitt sinn sumarlangt fyrir flutningajöf-
urinn Birgi Runólfsson, en það er önn-
ur saga. Meðan á síldarvinnunni stóð
var það að upplifa sjálft síldarævintýrið,
og svo auðvitað launin, sem mestu máli
skipti. Síðar hefur mér einkum orðið
hugsað til þess uppeldis sem ég fékk í
vinnunni og eins til fólksins sem ég fékk
að kynnast, ekki aðeins á „mínu” plani
heldur einnig á næstu plönum. Sunnan
við KEA-planið var „Isfirðingaplanið”
þar sem Kristján Sigurðsson stjórnaði
með miklum krafti. Hann var hinn
mikli ákafamaður sem gekk í öll verk
þegar mikið lá við, oft klæddur skrif-
stofufötunum, og lét aldrei sitt eftir
liggja. Okkur strákunum fannst hann
ráða mikið afVestfirðingum á planið til
sín og notuðum hvert tækifæri til að út-
mála ágæti innfæddra fyrir þeim. Krist-
ján stóð með sínum mönnum og gat
verið hvass. Oteljandi voru „vatns-
slagirnir” sem leiddi af þessum metingi.
Næst norðan við okkur var svo Nöf. Þar
réði Skafti Stefánsson ríkjum af sínu al-
þekkta hæglæti og góðsemi. Hann gekk
líka sjálfur til allra verka, ef svo bar und-
ir, og þá gjarnan klæddur bláum vinnu-
buxum með smekk. Stælur okkar við
hans menn voru ekki miklar, enda
hvíldu augu okkar strákanna fremur á
þeim laglegu síldarstúlkum, sem hann
bar alltaf gæfu til að finna, en á karl-
mönnunum. Skafti gaf sér líka oft tíma
til að spjalla við okkur strákana og
miðla af langri reynslu sinni þannig að
vinsemdin skein í gegn.
Jóhann Skagfjörð
Forstjórinn á KEA-planinu, Jóhann
(Halldórsson) Skagfjörð sem jafnframt
var verkstjóri fyrstu árin, var varla
nokkrum öðrum líkur. Hann var í senn
yfir okkur hafinn og gat jafnvel verið
ógnvekjandi í kröfum sínum, en um leið
alþýðlegur og spaugsamur og óhræddur
við að slá á létta strengi. Sögumaður var
hann með afbrigðum góður og ekki
hræddur við létt klám þegar því varð við
komið. Hann lagði áherslu á memað og
samviskusemi í starfi, trúði á fornar
dyggðir og var lítið fyrir breytingar.
Gunnsteinn Jónsson ásamt dœtrum sínum,
Aslaug til vinstri og Steinunn til hœgri.
Saltað á Þráinsplani.
Þeir sem stóðu sig vel í vinnunni hjá
honum, bæði karlar og kerlingar, gátu
gengið að vísu að fá vinnu aftur næsta
sumar. Jóhann gekk sjaldnar til vinnu
með okkur karlmönnunum en mér
fannst fyrrnefndir bryggjuformenn gera
og aldrei sá ég hann fara í blá vinnuföt.
Oftast var hann klæddur græn- eða
brúnleitum ullarfötum, í vesti og með
lina derhúfu sömu tegundar. Gjarnan var
hann í mjúkum flókainniskóm og fór
allra sinna ferða um bæinn á þeim.
„Kallinn”, eins og við strákarnir nefnd-
um hann, var þó alltaf nálægur þegar
mikið lá við og stjórnaði verkum af
miklum krafti og áhuga. Síðari árin réð
hann sér verkstjóra og það gaf honum
oftar tækifæri til að vera í hlutverki
sögumannsins.
Vinnutími og snýtur
A þeim tíma hófst dagvinna klukkan
sjö um morguninn og lauk ekki fyrr en
klukkan fimm. Skagfjörð fylgdist sjálfur
með því að við þær tímasetningar væri
staðið. Allir vorum við KEA-menn látn-
ir mæta það snemma að við værum
komnir í gallana og stígvélin nógu
snemma til að vinnan gæti hafist stund-
víslega klukkan sjö. Á sama hátt höfðu
menn fataskipti í sínum eigin tíma að
lokinni vinnu. Matartímar voru alltaf
teknir á réttum tíma og kaffitímar voru
hvorki of langir né of stuttir. Oftast kom
hann fyrst út af skrifstofu sinni í bragg-
anum og staðnæmdist úti á stigapallinn
á annarri hæð. Þar dró hann upp stóran
rauðan eða bláan vasaklút og snýtti sér
duglega. Þetta túlkuðum við strákarnir
sem merki um matar- eða kaffitíma. Oft
sat hann svo með okkur í kaffitímanum,
sagði gamansögur af hjartans lyst og
bauð í nefið þeim sem það vildu.
Þegar hann stóð upp var klukkan
komin og allir vissu að nú væri hvíld-
artíma lokið. Mig minnir að laugar-
dagur hafi verið eins og hver annar
virkur dagur fyrsta sumarið á planinu.
Eftirvinna var svo frá klukkan fimm til
sjö og næturvinna hófst ekki fyrr en
klukkan átta að kvöldi. Allir vildum við
komast í eftirvinnu sem oftast til að
drýgja tekjurnar, en slíkt var ekki í boði
nema sérstök þörf væri á að mati Jó-
hanns, enda mun síldarplanið hjá hon-
um hafa verið rekið með einhverjum
ágóða lengur en flest önnur.
(Framhald í nœsta blaði)