Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 2001, Blaðsíða 17

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 2001, Blaðsíða 17
inu fór hópur hreystimanna í heita pott- inn til að hressa sig fyrir átök kvöldsins. Mætt var á barinn kl. sjö. Eftir smá hressingu beið okkar þetta fina hlað- borð. Hildur Guðbrands (Magnússon- ar) setti skemmtunina. Undirrituð minntist látinna skólafélaga en 8 eru lát- in. Hugrún Einars flutti hugvekju. Gauki Þóroddar og Steingrímur Lilliendahl fluttu gamanmál og Finni Friðfinns var með grín og eftirhermur. Gunnhildur Sigurðar var með leikþátt þar sem Kiddjón, Biggi Lauja, Jón Sæmundur og Helgi Hafliða léku hesta, sem frúr þeirra teymdu. Þórhallur Daníels var dómari og dæmdi hver lék besta hestinn. Stúlli Kristjáns frá Sigló lék dinnermúsik undir matnum og hóf svo leik fyrir dansi á eftir ásamt Sævari frá Olafsfirði. Var dansað af fullu fjöri og Finni tók lagið með þeim á trompettinn sinn og fannst okkur öllum hann hreint frábær. Gunnhildur Sig. og Helga Bjarna (bæjarfógeta) tóku lagið með hljóm- sveitinni af snilld eins og þeim einum er lagið. Dansað var fram eftir nóttu og auðvitað hélt partýið áfram eftir að heim var komið og aðra nótt var haldið vöku fyrir kvöldsvæfum fram undir morg- un. Ymsir voru framlágir í morgun- matnum daginn eftir og sumir mættu hreint ekki fyrr en á kveðjustundinni. Jón Sæmundur minnti okkur á af- mælishátíð Siglfirðingafélagsins í Reykjavík þann 13. október nk. Mikið var kysst og klappað á kveðjusund.Við stelpurnar fórum 3-4 hringi því það var svo gaman að fá að kyssa strákanal.Tár blikuðu á hvörmum og strengd voru heit um að hittast sem flest á afmælishátíðinni. Akveðið var einnig að árgangur ‘41hittist hér eftir á S ára fresti en ekki 10. Einnig ætlum við Hugrún Einars og Kjartan Guðmunds. stelpurnar að hittast á kaffihúsum borg- arinnar einu sinni mánuði meðan við bíðum eftir að fá að sjá strákana okkar aftur. Elva Guðbrandsdóttir Ef þú vilt vönduð vinnubrögð og þarft að hafa hraðann á, þá hemnrðu til okkarl Við prentum fyrir Siglfirðinga og aðra Litróf Vatnagöróum 14 | 104 Reykjavík | Sími 563 6000 | Fax 563 6001 | litrof@litrof.is

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.