Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt 2001, Qupperneq 10

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt 2001, Qupperneq 10
Alinn upp í Villimannahverfi - segir Gylfi Ægisson Gylfa Ægisson er óþarfi að kynna. Hann hefur verið eitthvert ástsœlasta dœgurlaga- skáld þjóðarinnar og hver platan á fœtur annarri ratað í gull eða platínu. En Gylfi er Siglfirðingur þó svo að Eyjamenn vilji eigna sér hann. Gylfi er alinn upp í Villimanna- hverfinu svokallaða. En svo sterk viðbrögð hafði nafnið á hverfinu að það var talað um að börnin í suðurbcenum vœru öll ósynt því þau þorðu ekki í gegnumVilIimannahverfið! Hvernig var að alast Jtarna upp? ■ Jú, það var gott, segir Gylfi og það tekur sig upp gamall glampi. Við félagarnir Jóhann Sigurðs- son, læknir, Friðbjörn Björnsson, endurskoðandi, Ævar Friðriksson, ökukennari og Humbi og Drumburinn synir Jóns og Ingu á Eyri, höfðum í nógu að snúast alla daga. Villimannahverfið náði frá Oldubrjótn- um upp að Bakaríi suður að Þormóðs- brekkunni og niður að SR. A þessu svæði voru lýsistankarnir, Oldubrjóturinn, fjaran og Síldarverk- smiðjurnar. Við vorum með kaðla út um allt og sprönguðum daginn út og inn. Löggan hafði í nógu að snúast við að skera niður þessi leiktæki okkar. Einu sinni ákváðum við Siggi Drumbur að það væri kominn tími til að safna kað- albirgðum fyrir sumarið. Þetta var að vetri til eftir dansleik á Höfninni. Ég hafði þar troðið upp og spilað á skeiðar en þá list lærði ég út í Grimsby. Við höfðum haft spurnir af kaðal- hönk í skúr á ónefndu söltunarplani. Ég braut upp lásinn með skeiðunum og við náðum í sleðann hans afa og drógum kað- alhönkina inn í skúr sem stóð á lóðinni fyrir neð- an húsið okkar. Það kafsnjóaði meðan á innbrot- inu stóð en stytti upp strax á eftir svo ekki var vandamál fyrir lögguna að rekja förin eftir sleð- ann beint í skúrinn! Það voru kaðlar á löndunartórunum á SR-bryggj- unni og þar húrruðum við strák- arnir í sjóinn vikulega. Eitt sinnið missti Drumburinn takið og fór á bólakaf. Við náðum að draga hann upp á bryggjuna en var stór og þungur eftir aldri. Þegar upp á bryggjubrúnina var komið stundi hann ámátlega: „Mamma!“ og við skelltum upp úr og misstum hann. Þetta endurtók sig þrisvar sinnum en þá urðum við að kalla á hjálp því að við fórum alltaf að hlæja á lokasprettinum! Kajakarnir voru ekki síður skemmtilegir. Þetta voru járnplötur sem voru lagðar saman á endunum og negldur skutur og stefni úr plönkum. Það var mesta mildi að ekki urðu stórslys því þetta voru manndrápsfleytur. Einu sinni ýttu þeir Fribbi og Jói mér út ára- lausum í stekkingsvindi í Hvanneyrarkróknum og það þurfti að róa eftir mér. Frímann bróðir smíðaði sér yfirbyggðan kajak. Það var töluvert líf í kringum þetta á sumr- in og í fjörunni logaði og kraumaði stálbikið sem notað var til að þétta blikkið. A haustin logaði síðan allt í óeirðum milli hverfa í bænum. Valbjörn Þorláksson frjálsíþróttakappi á að hafa skírt hverfið okk- ar Villimannahverfið. Strák- arnir þarna voru kjarkaðri og illskeyttari en annars staðar. Við börðumst við Bakkagutta útfrá og suðurfrá, Brekkugutta, Ola Gosana, Reitinn og Bæjarguttana. Stundum mynduðust stærri hernaðarbandalög og þá tóku þeir saman suðurfrá Bakkaguttar og Brekkuguttar á móti Reitn- um, Villi- m ö n n u m og útfrá Bakkagutt- um. Þetta voru miklir bardagar og maður lifði á þessu allan veturinn. Bíó- myndirnar voru Tarsan, Roy og Herkúles. Og við lifðum okkur inn í þetta. Eftir Herkúlesmyndina fórum við Steini bróðir að æfa lyftingar.Við lyftum síldarvagnhjólum og náðum góðum ár- angri. Tónlistin var í hávegum höfð á mínu heimili. Þangað kom snemma grammó- fónn og pabbi átti og spilaði á harmon- ikku.Við Lýður bróðir slógumst um það að fá að spila á hana og oft var sprett úr spori heim úr skólanum til að verða fyrstur í nikkuna. Fyrsta lagið sem ég samdi er Jibbí Jey sem Pelikan gerði vinsælt. Síðan kom Minning um mann með Logunum og í Sól og sumaryl með Ingimar Eydal. I sól og sumaryl er samið á Akureyri og séra Pálmi Matthíasson sem var þar sumarlögga sagði mér frá því að hann hefði eitt sinn verið kallaður út til að fjarlægja tvo drukkna menn úr Listi- garðinum. Þetta voru ég og Siggi Ring- sted. Siggi bað Pálma að bíða þar til ég væri búinn að semja lagið sem var í sól og sumaryl! Síðan komu þeir Rúni Júll og Gunni Þórðar mér á framfæri þegar að Halastjörnuplöturnar komu út. Gunni kom að máli við mig og sagði: Nú hellir þú úr skúffunni. En ég hafði Ég og Gerður konan mín erum þessa dagana að semja og syngja inn á diska sem við seljum í áskrift og húsasölu. Siggi tytt sýnir villim annstakta. Þorsteinn bróðir Gylfa tba Herkúlesmyndina.

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.