Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 2001, Blaðsíða 14

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 2001, Blaðsíða 14
Vorferð Stelpurnar fyrir „sunnan“ úr ár- gangi ‘SS lögðu land undir fót (eða dekk undir bíl) og tóku sér ferð á hendur á heimaslóðir til Siglufjarðar fyrstu helgina í júní í vor. Lagt var af stað á tveimur bílum seinnipart föstu- dags, átta skvísur úr árgangi ‘SS. Lent var á Siglufirði seint um kvöldið. Marí- anna Jónasar (Stefánssonar í Rauðku) og hennar systur eiga nú húsið að Hverfisgötu 2 og allar komust við fyrir þar þannig að þetta var bara eins og skátafundirnir í gamla daga. Eftir smá hressingu á Hverfisgöt- unni var haldið í gönguferð í Skál- ina. Þaðan rakleiðis á barinn í Al- þýðuhúsinu en dóttir einnar okkar (Klöru Sigurðar) rekur nefndan bar ásamt sambýlingi sínum, Svavari (Brynju Svavars). Ekki voru gestirnir margir á barnum fyrir utan starfsfólkið en við stöldruðum við og fengum okkur eitthvað að drekka. Fljótlega fóru sumar heim en aðrar tóku til við að spila billjard. Þegar á Hverfisgötuna var komið fóru flestar í háttinn og var lítið slúðrað það kvöldið. Morguninn eftir var dagurinn tekinn tiltölulega snemma. Ein okkar var send út af örkinni í brauðleiðangur en hin- ar göldruðu fram meðlæti. Að morg- unverði loknum voru skór reimaðir og haldið af stað. Byrjað var að skoða æskuheimili Dóru Jónasar (Björns- sonar), Hverfisgötu 8. Auðvitað var húsið bara skoðað að utan því þar býr núna fólk sem fæstar okkar þekkja. Þá var farið í Binnuhús á Suðurgötunni en Dóra og Gunnar Trausti eiga það hús. Binnuhús var skoðað að innan og utan og Dóra upplýsti okkur um framkvæmdir, bæði fyrirhugaðar og það sem gert hefur verið í endurbótum. Þegar út úr Binnuhúsi var komið var stutt til Kidda G. en dóttir hans, Fríða til Sigló Birna, er ein úr okkar liði. Þar var vel tekið á móti okkur, Kiddi sýndi okkur húsið sem geysilega flott og fint og skenkti okkur kaffi og sérrí. Þaðan var ákveðið að heimsækja skólabróður okkar, Ottar Bjarna, sem staddur var í sumarbústað sínum hinum megin við fjörðinn. Gengum við rösk- lega þangað og skildum við ekkert í því hvað þetta var nú annars stutt. Einu sinni virtist þetta nefnilega eins og að fara yfir hálfan hnöttinn en ekki yfir fjörðinn! Ottar tók á móti okkur með kaffi og jólaköku. Þar var áð góða stund og spjallað. Svo var gengið til baka og á miðri leið stjórnaði Stella teygjuæfingum svo eng- inn vaknaði með stirða leggi eftir göng- una. Síðan var arkað beinustu leið á Skálar- hlíð og Hrefna Hermanns, mamma Dóru, heimsótt. Þar beið okkar kaffi, pönnukökur og fleira finerí. Nú var klukkan orðin margt og tími til að kveikja upp í grillinu á Hverfisgöt- unni. Svo var snætt og slúðrað allt kvöldið. Frábær matur því auðvitað erum við allar frábærir kokkar! Jæja þegar líða tók á nóttina var stefnan tek- in á Hótel Læk, þar ku vera sjómanna- dansleikur.Viti menn þegar við mættum á staðinn var þar ekki nokkur sála. Við urðum að kalla út bæði hljómsveit og kór. Ekki mættu margir þetta kvöld en við skemmtum okkur og dönsuðum mikið. Sumarnóttin var björt þegar haldið var á Hverfisgötuna. Þar var hald- ið áfram að slúðra fram undir morgun. Daginn eftir vöknuðu allir í sól og blíðu, tekið var til, ættingjar heimsóttir og síðan haldið úr bænum. Allar mjög ánægðar með skemmtilega helgi. Þær sem í hópum voru: Undirrituð, Jóna Hilmars, Stella Matt (Jóhanns), Elinóra Jósafats (í Fiskbúðinni), Maríanna Jónasar (Stefánssonar í Rauðku), Odda Jóns (á Eyri), Klara Sigurðar (Árnason- ar), Fríða Birna (Kidda G.) og Dóra Jónasar (Björnssonar). íh

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.