Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 2001, Blaðsíða 22

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 2001, Blaðsíða 22
Umhverfisverðlaun afhent á Siglufirði Birni Nýlega veitti Siglufj arðar- kaupstaður hin árlegu umhverf- isverðlaun. Sú leið hefur verið farin á undan- förnum árum að veita ekki eingöngu verð- laun fyrir fal- legar lóðir heldur horfa á heildarum- hverfi hús- næðisins. Bœjarstjórinn d Siglufirði afhendír Asdísi verðlaunin Þá hefur verið litið til þess að á undanförnum tveimur árum hefur orðið mikil vakning varðandi endurbyggingu gamalla húsa á Siglufirði. Hafa bæj- aryfirvöld m.a. komið að því máli með stuðningi við aðila sem viljað hafa forða gömlum húsum frá niðurrifi, sem illa hafa verið farin. Verðlaunin voru að þessu sinni veitt tveimur aðilum; hjónunum Birni Jónassyni og Ásdísi Kjartansdóttur fyrir glæsilega, vel hirta lóð og umhverfi hússins á Suðurgötu 56 og Sigurbirni Pálssyni og Sigrúnu Þór Björnsdóttur fyrir vel heppnaða endurbyggingu hússins við Lindargötu 9b, auk þess sem allt umhverfi hússins væri til fyrirmyndar. Verðlaunagripurinn er hannaður með það í huga að hann sé unnt að festa á vegg utanhúss en hönnun hans annaðist lista- konan Brynja Baldursdóttir á Siglufirði. viltu vera með á nótunum? Pá er tilvalið að gerast áskrifandi að Siglfirska bæjarblaðinu Hellunni Áskriftarsími 4671288 • Fax 4671472 • Netfang tunnan@isl.is -------♦------------

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.