Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 2001, Blaðsíða 2

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 2001, Blaðsíða 2
SIGLFIRÐINGAFÉLAGIÐ í REYKJAVÍK OG NÁGRENNI FRÉTTABLAÐ ÚTGEFANDI: SIGLFIRÐINGAFÉLAGIÐ í REYKJAVÍK OG NÁGRENNI RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR S. JÓNA HILMARSDÓTTIR Kæru Siglflrðingar. Tíminn flýgur og flýgur og félagið okkar er orðið 40 ára! I október 1961 komu nokkrir Siglfirðingar saman í Reykjavík og stofnuðu Siglfirðingafélag, þökk sé þeim. Félagsstarfið hefur gengið í bylgjum þessi ár, stundum mikið um að vera og stundum lítið eins og gengur. En alltaf eru árvissir viðburðir eins og Kaffidagurinn í maí, jólaballið í desember, aðalfundur á haustin og svo auðvitað árshátíð eða einhverskonar skrall. Og nú er stefnt að viðamikilli afmælishátíð í tilefni afmælisins. Verður hún haldin á Hótl Sögu laugardaginn 13. október nk. Allan veg og vanda að hátíð þessari er í höndum Ola Bald, Helgu Ott og Gumma Jóns (sjá nánar um afmælishátíðina hér hægra megin á síðunni). Sama stjórnin hefur verið svo að segja óbreytt í 10 ár. Nú verður breyting þar á þar sem Karl (gjaldkeri) og Jón Sæmundur (formaður) hafa ákveðið að láta af störfum. A aðalfundinum sem haldinn verður 30. október verður kos- in ný stjórn. Hvetur félagið sitt fólk til að mæta og sína samstöðu og styrk með félaginu sínu (sjá nánar um aðal- fundinn á baksíðu). Undirrituð hefur ritstýrt Fréttablaðinu undanfarin mörg ár. Að þessu sinni með góðri hjálp Gunars Trausta. Hjálp- aði hann til við efnisöflun, prófarkalestur og fleira. Kann ég honum bestu þakkir fyrir. Enn einu sinni hvet ég Siglfirðinga til að hafa samband við undirritaða með skemmtilegar greinar frá æskudögum á Sigló og/eða myndir. Sjáumst svo á afmælishátíðinni. Lifi félagið okkar S.Jóna Hilmarsdóttir • jonahilmars@isl.is Þörf leiðrétting! Lesendur þessa blaðs hafa vart komist hjá því að vita að ritstjórinn er í árgangi ‘55. Svo oft hafa birst myndir af saumaklúbbi ritstjórans og vinkonum úr árgangi ‘55. I síðasta blaði var engin undantekning þar á. Birtist þessi líka fina mynd af nokkrum úr klúbbnum á leið á Siglfirðingaball. En undir myndinni stóð að við færum fæddar 1951 sem er helber mis- skilningur! Við erum alls ekki fimmtugar, heldur rúmlega fertugar! Leiðréttist þetta hér með og biður ritstjórinn hlutaðeigandi forláts án afláts! Afmælishátíð Si g Ifi rði n gaf é lagsi n s 13. október 2001 Undirbúningur að hátíðinni hefur gengið vel að sögn skemmti- nefndar en í henni eru Ólafur Baldursson, Helga Ottósdóttir og Guð- mundur Jónsson. Byrjað var að kanna húsnæðismál strax á síðasta ári. Hótel Saga verð fyrir valinu, bæði hentar Súlnasalurinn mjög vel og svo var Saga ódýrasti kosturinn. Undanfarna mánuði hefur skemmtinefndin átt marga fundi, heilmikil vinna fylgir því að undir- búa svona viðamikla hátíð. Akveðið var að leita samstarfs við Valgeir Skagfjörð um skemmtiatriði. Hefur hann samið bráðskemmtileg- an söngleik um Siglfirðingafélagið í Reykjavík í 40 ár. Allir leikendur og söngvarar eru Siglfirðingar. Val- geir stjórnar einnig sýningunni og leikur undir á píanó. Æfingar hafa verið margar og tekist vel. Jóhannes eftirherma og grínari skemmtir einnig veislugestum. Að síðustu koma fram Siglfirskir feðgar sem eiga eftir að koma mjög á óvart!. Borinn verður fram þríréttaður málverður, glæsilegur og góður að hætti Sögu. Heiðursgestir á afmælishátíðinni verða hr. Óláfur Ragnar Grímsson og heitkona hans Dorriet Mussaief. Fyrir fimm árum, á 35 ára afmælishátíð félagsins, voru 3 félagar sæmdir gullmerki félagsins. Ákveðið hefur verið að heiðra 4 félaga að þessu sinni með gullmerki félagsins. Hljómsveit hússins, Saga Class leikur fyrir dansi fram á nótt. Þannig að ýmislegt verður dl gamans gert og segist nefndin finna fyrir mikilli stemmningu og hvetur alla Siglfirðinga nær og fjær að fjölmenna á afmælishátíðina. Miðasala og borðapantanir verða á Hót- el Sögu 10. október frá klukkan 1 7:00. Allar upplýsingar veitir Ólafur Baldursson í síma 892 4123. af skemmtmdndi, Helga Ott. Karl Ragnars og Jón Sœmundur hafa gegnt starfi gjaldkera og formennsku í 10 dr. Hafa þeir nú ákveðið að ldta af störfum og þakkar félagið þeim vel unnin störf. ♦

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.