Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.12.1949, Blaðsíða 17

Vesturland - 24.12.1949, Blaðsíða 17
VESTURLAND 17 1 ýmsum sveitum er ræktun með nýtisku verkfærum svo áð segja ókleif vegna þess, að það er ekki hægt að koma verk- færunum til bændanna. Það er þessvegna í þágu mjólkurlit- illa kaupstaða og þorpa, ekki siður en sveitanna, sem vegir eru um þær iagðir. Þetta er staðreynd. sein ekki verður fremur á móti mælt hér við Djúp en annarsstaðar. Byggðin norðan Bjarnarnúps. Ég hefi hér að framan rætt nokkuð vegamál byggðarlag- anna við Djúp. Á. samgöngu- mál hreppanna fyrir norðan Bjarnarnúp hefur ekki verið drepið. 1 öðrum þessara hreppa, Sléttuhreppi, var fyr- ir nokkrum árum hafist handa um þjóðvegargerð milli þorp- anna Hesteyrar og Látra. En við hið mikla útfall, sem varð úr þeim hreppi, stöðvuðust þær framkvæmdir. 1 Grunnavíkurhreppi hefur verið gert akfært um Grunna- vilc til nokkurs hagræðis fyrir byggðina þar. En hver, sem framtið byggðarinnar norðan Skorarheiðar verður, er auð- sætt að vegagerð frá Stað að Dynj anda hlýtur að verða haf- in um Staðarheið'i áður en langt um líður enda mjög auð- veld. Fáein orð um flugið. Áður en ég lýk þessum hug- leiðingum um samgöngumál fólksins í kaupstöðum, þorpum og sveitum Isaf j arðard j úps, vil ég aðeins vikja fáeinum orðum að yngsta þætti sam- gangna okkar, fluginu. Hinar tíðu flugsamgöngur við Isa- f.jörð undanfarin ár hafa skap- að almenningi þessara byggða- laga mjög aukið hagræði. Brestur þó töluvert á, að góð sldlyrði séu þar fyrir hendi. Það er fyrst nú, að flugskýli er að verða tilbúið á Isafirði. Fyr- ir tiltölulega stuttu síðan hefur verið sett hér upp fullkomin talstöð og hlustunarstöð fyrir flugvélar. Enginn flugvöllur fyrir landflugvélar er ennþá til í héraðinu. Þörf slíkra lend- ingarstöðva er þó fyrir hendi hér ekki síður en annarsslaðar. Skilyrði til þess, að byggja flugvelli hafa að vísu ekki ver- ið rannsökuð hér til hlýtar. Vitað er þó, að á Melgraseyri eru möguleikar til þess. I mynni Syðridals í Bolungarvík hefur einnig komið til mála að hægt væri að gera flugvöll. Ég hefi rætt þessi mál við ýmsa ráðamenn í flugmálum olckar og er mér kunnugt um, að þeir hafa fullan hug á að gera flugsamgöngur hingað vestur eins öruggar og gagn- legar og frekast er unnt. En sjálfir megum við ekki láta okkar hlut eftir liggja um að sýna áhuga og framtak í þess- um málum. Samgöngui* og framfarir. Hraðinn er megineinkenni nútímans, hraði í samgöngum, atvinnuháttum og öllu lífi og starfi fólksins um víða veröld. Vera má, að liann sé orðinn of mikill og að ýmiss verðmæti hafii glatazt í hringiðu hans og þess eirðarleysis, sem víða set- ur nú svip sinn á athafnir mannkynsins. Það er þó víst, að gi’eiðar sanxgöngur og full- komin samgöngutæki eru hvar- vetna þýðingannikið skilyrði margháttaðra umbóta og fram- fara. Við Vestfirðingar höfurn lengur en annað fólk í þessu landi, búið við einangran og vegleysi. Það hefur valdið okk- ar margskonar ei'fiðleikum og óhagræði. Ég er þeiirar skoð- unax’, að hinir nýju vegir, sem tengja byggðirnar til sjávar og sveita saman, skapi nýj a mögu leika til eflingar atvinnulífi okkar, félagslegu samstarfi og þi'oska fólksins. Með þó ósk í huga, að svo megi verða, árna ég öllum Vestl’irðingum og les- endum Vestui'lands gleðilegi’ar j ólahátíðar. Jarðgöngin í Arnarneshamri. 5 ára, lífi þeirra og leikjum um eins árs skeið. Sagan gerist í Þýzkalandi fyrir fyrra stríð og lýsir vel högum og háttum fólks á þeim tíma. Ems og fyrirsagnir kafl- anna bera með sér fjallar sag- an um hversdágslega viðburði Þar er enginn tilbúinn „hasai’“. Frásögnin er látlaus og geð- þekk og lesandinn fylgist af á- huga íneð litlu skólameistara- dæti’unum og öllu því er á daga þeirra di’ífur. Málið á bókinni er prýðilegt, orðaval fjölbi’eyttara og kjam- meira en tíðkast nú orðið yfir- leitt á barnabókum. Er það mikill kostur. Þetta er góð bók, sem börn og unglingar hafa gott af að lesa. Sigurður Guðj ónsson hefur teiknað smekklegar myndir í bókina og er allur frágangur hennar hinn snotrasti. Bókin er tilvalin jólagjöf fyrir börn og unglinga. Hátíðamessur: Isafjörður: Aðfangadagur kl. 6 e.h. Jóladagur kl. 11 f.h. Bai’na- messa. Jóladagur kl. 2 e.h. Almenn messa. Jóladagur kl. 3 e. h. Messað í sj úkraliúsinu. Gamlársdagur kl. 23 e. h. Hnifsdalur: Aðfangadagur kl. 8 e. h. Annar jóladagur kl. 11 f.h. Bai'namessa. Klukkan 2 e. h. Almenn messa. Nýjársdagur kl. 2. Ahn. messa. Prentstofan Isrún h. f. Nr. 39./m9. Tilkynning Viðskiptanefndin hefur ákveðið nýtt hámarksverð á smjör- líki, og verður það framvegis að frádreginni niðurgreiðslu ríkis- sjóðs sem liér segir: I heildsölu ..... kr. 3,68 I smásölu ....... — 4,82 .... _ / Hámarksverð á óniðurgreiddu smjörlíki er kr. 2.20 hæri’a pr. kg. Söluskattur er innifalinn í verðinu. Reykjavík, 15. des. 1949. VERÐLAGSSTJÓRINN. Karlakór ísafjarðar hélt söngskemmtun í Alþýðu lnisinu s. 1. laugardagskvöld. Á söngskránni voru 15 lög, sem kórinn söng öll með þrýði og við framúrskarandi góðar við- tökur áheyrenda. Varð kórinn að endurtaka mörg lögin og syngja aukalög. Þessi fyrsta söngskemmtun Karlakórsins var mildll sigur fyrir hann og söngstjórann, Ragnar H. Ragnai’, sem stjói'n- aði söngnum af frábærri smekkvísi og lifandi fjöi'i. Er undravert hve tekizt hefur að ná miklum ái’angri á jafn stutt um tíma, því margir af félög- um kórsins byrjuðu æfingar fyrst í haust.. Góð barnabók Prentstofan Isrún h.f., hefir gefið út nýja barnabók eftir Herthu Schenk-Leósson, sem heitir „Litlu stúlkurnar í hvíta húsinu. Bókin er rúmar 80 bls. í 8 köflum og heita þeir: „Ingu líkar ekki miðdags- maturinn“. „Páskahérinn kemur“. „Fyi’sti skóladagur Helgu“. „Skólatelpui’nar móta úr leir og hlýða á ævintýri“. „Helga og Inga fá misling- ana“. „Húri’a við förum norður að sjó“. „Helga heldur afmælisveizlu“. „Aumingja Fiddi deyr“. „Fyrstu einkunnirnar henn- ar I4elgu“. ,Senn korna jól“. Sagan segir frá tveim litlum systrum, Helgu 6 ára og Ingu

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.