Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.12.1963, Blaðsíða 7

Vesturland - 24.12.1963, Blaðsíða 7
VESTURLAND 7 Ritstjóri Vesturlands hefur sýnt mér þá velvild, að bjóða mér rúm í blaðinu fyrir ávarj) á 40 ára afmæli þess. Ávarp þetta kjTs ég að hafa stutt. Því ef ég færi að rifja upp rás viðburða frá þeim tíma, er ég gaf blaðið út, yrði það langt mál. Og varla yrði þá komizt hjá að minnast á- greiningsmála. En ég tel óþarft að ýfa sár, sem ég kann að hafa valdið i óvægi- legum vopnaskiptum þeirra tíma. Þegar ég stofnaði Vesturland, bafði um árabil ekkert ])Iað verið geí'ið út á Vestur- landi á svæðinu Reykjavík — Akureyri. Vestfirðirnir voru því einangraðir. Fréttir um atburði innan lands og utan bárust Vestfirðingum fyrst, löngu eftir að skeð höfðu. Og lítill kostur var að vekja athygli löggjafa og rikisvalds á ábugamálum og nauðsynjum íbúa þessa landsbluta. Mætir menn, bæði á Isafirði og í ná- grenni lians, töldu útgáfu blaðs á Isafirði einu leiðina, til að rjúfa þessa einangrun. Þeir skoruðu á mig að hefja útgáfu blaðs- ins, og bétu stuðningi sinum. Aðdragandinn varð nokkuð langur, því við mikla örðugleika var að etja. Engin prentsmiðja var til. Og varð að fá hana frá útlöndum. Á þvi urðu mikil mistök. Bar- átta þessi hófst árið 1918. En 21. ágúst 1923 birtist 1. tölublað Vesturlands. 1 fyrsta blaði Vesturlands er gerð nokkur grein fyrir hlutverki blaðsins og stefnu. Þar er fram tekið, að blaðið verði fyrst og fremst fréttablað. Og þar næst, að það muni berjast fyrir áhugamálum og nauð- synjum þessa landshluta, er það tók nafn sitt af. Fyrra atriðið leystist fljótt og vel. Rlaðið gerði samning við fréttafyrirtæki í Reykja- vík, sem hafði fréttasamband við traustar fréttastofnanir erlendar. Og aflaði einnig fjölbreyttra og áreiðanlegra innlendra frétta. Allar fréttir voru sendar l)laðinu símleiðis. Það var blaðinu mikilsverður styrkur, að fréttaþjónusta þessi kostaði það ekki annað en samskonar þjónusta, að því er Vestfirði snertir. Sigurður Kristjánsson ritstjóri. Samningar þessir voru ræktir samvizku- samlega af beggja hálfu. Um síðara atriðið skal ekld fjölyrt. En fjöldi viðtala við útgefandann, og bréfa til bans frá stuðningsmönnum báru þess vott, að þeir töldu sig ekki hafa orðið fyrir vonbrigðum. Þótt blaðið ætti fyrst og fremst að vera Vestfjarðablað, fór brátt svo, að það tók mikinn þátt í umræðum um almenn lands- mál. Það bafði frá uppliafi beitið atvinnu- vegum landsmanna stuðningi eftir getu. Stefnu sína i þeim málum birti það smám saman. En hún var, í stuttu máli sagt, þessi: Stefnt skyldi að því, að allir bændur landsins yrðu sj álfseignarbændur. Og að komið yrði á vegakerfi um land allt, svo bændur gætu bagnýtt sér markað i sjávar- byggðunum. 1 sj ávarútvegsmálum skyldi lögð áherzla á að rannsaka fiskistofna, og uppeldis- og lífsskilyrði þeirra, með það fyrir augum, að Islendingar lýstu eignarrétti sínum á öllu landgrunninu. Þvi að þcir ættu engu síður þann hluta landsins, sem undir sjó lægi, en þann, sem upp úr stæði. Ekki sízt vegna þess, að af þeim fyrr talda liafa þeir að langmestu leyti lífsuppeldi sitt. 1 viðskiptamálum hélt Vesturland fram frj álsri verzlun. Þegar Vesturland bóf göngu sína, hafði erlend breyting borizt til landsins. Þeir, sem gengu þessari óþjóðlegu stefnu á hönd, nefndu sig ýmsum nöfnum, eftir því sem henta þótti. En voru af almenningi kallaðir Rolsevikar. Undirdeildir voru tvær: Demokratar, sem almenningur kall- aði krata. Og Framsóknarmenn, sem al- menningur kallaði Tbnamenn eftir blaði þeirra. En sálin var sama í öllum. Þessir menn höfðu að stefnumiði, að rik- ið skyldi eignast allar jarðir á Islandi, og bændur allir gerðir að ríkisleiguliðum. Að ríkið tæki i sínar bendur rekstur alls sjávarútvegs. Og að í verzlun yrði komið á allsherjar ríkiseinokun. Þ.e.: Endur reisn Hörmangaraverzlunar á Islandi. Ekki er undarlegt, þótt málefnaárekstrar yrðu á Isafirði milli þeirra, sem svo ólík stefnumið böfðu. Fór og svo, að þeir á- rekstrar urðu barðir, og nokkuð persónu- legir af bálfu Kratanna. Þegar ég flutti frá Isafirði árið 1930, afbenti ég blaðið flokksbræðrum mínum þar. Við ritstjórninni tók binn gáfaði mann kostamaður Jón Grímsson. En ég skrifaði ])ó áfram landsmálagreinarnar og sendi vestur. Þá tók ég upp sendibréfsformið — Rréf frá Reykjavík — sem aðrir hafa upp tekið, og vinsælt hefir orðið. Sbr. Reykja- víkurbréf Morgunblaðsins, sem verið hafa og eru að efni og máli meðal þess allra bczta, sem skrifað er um íslenzk þjóðmál. Þegar ég nú, á þessum timamótum sendi mínu kæra Vesturlandi árnaðaróskir, og lit yfir minn fábreytta stjórnmálaferil, vildi ég einna sízt, að útgáfu Vesturlands vantaði þar í. Á seinni árum hefir það oft glatt mig að sjá óskir og vonir Vesturlands rætast. En varla liefi ég þó varizt brosi, er ég befi séð blöð og flokka birta sem hug- sjón sína og stefnumið sitt, nær 40 ára gamlar tillögur og kröfur Vesturlands, sem þá þóttu nokkuð f j arstæðukenndar. Sigurður Kristjánsson.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.