Vesturland - 24.12.1963, Blaðsíða 6
6
VESTURLAND
fremst kemur við sögu fsa-
fjarðarkirkju eða þáverandi
Eyrarkirkju í Skutulsfirði er
sr. Hálfdán Einarsson, pró-
fastur, sem lét reisa núver-
andi kirkju, en sem lézt litlu
síðar en hún reis af grunni
eða var tekin í notkun.
Árið 1848 sótti hann um
Eyri í Skutulsfirði og var
veitt það brauð og flutti
þangað það vor. Hér þjónaði
hann til dauðadags hinn 8.
ísafjarðarsöfnuður honum
þökk og virðingu sína.
Séra Árni Böðvarsson tók
við brauðinu að sr. Hálfdáni
látnum. Honum var veitt Eyri
við Skutulsfjörð 1866. Hann
varð prófastur í N-lsafjarð-
arprófastsdæmi frá 1868—
1881, að hann lét af prests-
embætti. Á Isafirði átti hann
heima til dauðadags. Hann
lézt hinn 21. apríl 1889. Hann
var fyrst lénsprestur hér, en
Jónas Tómasson
nóv. 1865. Hann var grafinn
í Eyrarkirkjugarði. Hann var
prófastur í N-ísafjarðarpró-
fastsdæmi frá 1854—1865.
Var hann leystur frá því
starfi rétt fyrir dauða sinn
vegna heilsubilunar.
Eyri í Skutulsfirði var léns-
jörð, því bar honum sem
presti að sjá um að viðhalda
kirkjunni og endurreisa hana,
þegar þess gerðist þörf. Göm-
ul kirkja var á staðnum, sem
nauðsynlega þurfti að endur-
nýja. Kom það því í hans
hlut, að reisa nýja kirkju.
Honum varð það fjárhags-
lega ofviða, þrátt íyrir sam-
skot innan sóknar og lán úr
landssjóði, sem að framan
getur. Þegar hann lézt var
bú hans tekið til gjaldþrota-
skipta. Svo nærri hafði hann
gengið fjárhag sínum, slík
var fóm hans við kirkjusmíð-
ina. Minnast megum vér
Isfirðingar þess nú og þess
einnig, að kirkjan var ein
hin veglegasta á landinu á
þeim tímum. Smíði hennar
var því afrek, miðað við þá
tíma.
Þegar minnst er nú eitt-
hundrað ára afmælis þeirrar
kirkju, sem hann lét reisa,
hefir sóknarnefnd ísafjarðar-
sóknar látið setja upp í kirkj-
una minningartöflu um hann
með svofelldri áletrun:
Séra Hálfdán Einarsson,
prófastur, sóknarprestur á
ísafirði 1848—1865, lét reisa
þessa kirkju. Á eitthundrað
ára afmæli hennar vottar
við kirkjuorgelið
1872 sem fyrr getur, keypti
Isafjarðarkaupstaður stað og
kirkju. Var hann því síðasti
ábúandinn á Eyri við Skut-
ulsfjörð, en staðurinn þá
lagður niður sem prestssetur,
hús rifin og sléttað yfir
tóftir.
Næst á eftir Árna verður
prestur á Eyri frændi hans,
séra Þorvaldur Jónsson frá
Gilsbakka. Kemur hann hing-
að frá Setbergi, eins og sr.
Árni, en þeir voru systkina-
synir.
Hann fékk veitingu fyrir
Eyri í Skutulsfirði 1881, um
haustið. Fór þá þegar vestur
og var hér einn um veturinn,
en kona hans kom ekki fyrr
en næsta vor og búslóð
þeirra. Hann þjónaði brauð-
inu þar til í fardögum 1911,
að hann lét af prestsskap.
Prófastur var hann í N-ísa-
fjarðarprófastsdæmi frá 1882
—1906.
Eftir séra Þorvald verður
hér prestur séra Magnús
Jónsson, síðar prófessor við
guðfræðideild Háskólans.
Hann vígðist til ísl. safnaða
vestan hafs 1911, rétt að guð-
fræðiprófi loknu, en var veitt-
ur ísafjörður 1915 og flutti
þá alkominn heim. Hann varð
dósent í guðfræði við Há-
skóla Islands 1917 og þjónaði
því hér aðeins um tveggja
ára skeið.
Er séra Magnús hvarf héð-
an á brott haustið 1917, var
ráðinn hingað ungur kandi-
dat, Sigurgeir Sigurðsson,
sem vígðist hingað og fékk
veitingu fyrir embættinu 11.
marz 1918.
Hann varð stúdent 1913 og
tók embættispróf frá Háskóla
Islands 1917. ísafjarðarpresta-
kalli þjónaði hann til ársloka
1938. Prófastur í N-lsafjarð-
arprófastsdæmi var hann frá
1927—1938. Hinn 29. nóvem-
ber 1938 var hann skipaður
biskup íslands frá 1. janúar
1939 að telja. Hann hlaut
biskupsvígslu 24. júní þá um
vorið.
Vorið 1939 tók séra Marínö
Kristinsson við prestsembætt-
inu hér, að aflokinni kosn-
ingu.
Séra Sigurður Kristjánsson
tók við prestsembætti á Isa-
firði hinn 1. september 1942.
Kom hann þá frá Hálsi í
Fnjóskadal, en þangað var
hann vígður og veitt það
embætti 1. júní 1941. Hann
er fæddur 8. janúar 1907 að
Skerðingsstöðum í Reykhóla-
sveit, sonur hjónanna Agnes-
ar Jónsdóttur og Kristjáns
Jónssonar, hreppstjóra. Hann
útskrifaðist frá Menntaskól-
anum á Akureyri, utanskóla,
vorið 1937 og lauk embættis-
prófi 1941. Kvæntur er hann
Margréti Hagalínsdóttur, ljós-
móður, frá Sætúni í Grunna-
vík.
Miii Emfan lliilunprvík vjiiriipr
Á Þorláksmessu voru liðin
70 ár frá því er Steinn Emils-
son sá fyrst dagsins ljós.
Hann er fæddur að Kvíabekk
í Ólafsfirði 23. desember árið
1893, en foreldrar hans voru
Emil prestur að Kvíabekk
Guðmundsson og kona hans
Jane Marie Margrét Steins-
dóttir prests í Árnesi Stein-
sen. Standa að Steini merkar
og mikilhæfar ættir, bæði hér-
lendar og erlendar, sem ekki
verða þó raktar hér.
Steinn Emilsson ólst upp
í foreldrahúsum, en ungur hóf
hann skólagöngu og lauk
gagnfræðaprófi á Akureyri
árið 1915. Hóf hann síðan
nám í Menntaskólanum í
Reykjavík, en námstími hans
þar varð ekki langur, því
hann sagði sig úr skóla og
sigldi skömmu síðar til Nor-
egs. Stundaði hann þar nám
í nokkur ár og vann jafn-
framt fyrir sér við ýmis
konar störf. Lauk hann þar
stúdentsprófi, en fór síðan til
Þýzkalands og lagði þar stund
á háskólanám um hríð, m.a.
við háskólann í Jena. Var
jarðfræði aðal námsgrein
hans.
Að loknu námi erlendis
hvarf Steinn aftur heim til
íslands og stundaði nú marg-
vísleg störf á næstu árum,
bæði á sjó og landi. Ekki
skal hér upp talið allt það,
sem Steinn hefur lagt á
gjörva hönd um dagana, —
en nefna má, að hann hefur
verið sjómaður og bóndi,
verkstjóri og vegagerðarmað-
ur, efnafræðingur í síldar-
verksmiðju, skólastjóri, rit-
stjóri, blaðaútgefandi, spari-
sjóðsstjóri o.fl., — og hvar-
vetna skipað rúm sitt með
sóma.
Steinn gaf út blað, er
nefndist Stefnan, eftir að
hann kom heim frá Þýzka-
landi. í Stefnuna ritaði hann
margar merkar greinar um
atvinnumál og stjórnmál og
var ómyrkur í máli um það,
er honum þótti miður fara.
Má þar glöggt sjá, að Steini
hefur á þessum árum verið
fátt mannlegt óviðkomandi,
og eins bera greinar hans í
Stefnunni augljóst vitni um
framfarahug hans og fram-
sýni. Af Stefnunni komu
aðeins út 4 hefti, sem nú eru
fáséð og eftirsótt af blaða-
söfnurum.
Á sumrin ferðaðist Steinn
víða um Island og rannsakaði
náttúru þess. Var hann ó-
þreytandi á þeim ferðalögum
og lagði oft hart að sér.
Fékkst hann einkum við jarð-
vegs- og steinarannsóknir, og
oft mun hann hafa borið
þungar byrðar til byggða úr
þessum leiðangrum sínum. Á
hann ennþá dýrmætt safn
náttúrugripa, sem hann m.a.
viðaði að sér í þessum ferð-
um. En sjálfur telur Steinn
að til íslenzkra öræfa hafi
hann einnig sótt annað, sem
er öllum steinum og stein-
gervingum dýrmætara, — en
það er hreysti líkamans. Sá,
sem sér Stein í dag, með sjö
tugi ára á bakinu, stæltan og
beinan í baki, hvikan á fæti
og léttan í lund, gæti ímynd-
að lífið hafi farið um hann
mjúkum höndum og hlíft
honum við erfiði og átökum,
sem beygja bök svo margra,
— en sannleikurinn er sá, að
því fer víðsfjarri að Steinn
Emilsson hafi ekki fengið
sinn skerf af erfiðri lífsbar-
áttu. Ungur að árum hóf hann
göngu sína út í lífið og þurfti
að berjast fyrir tilveru sinni,
oft einn og óstuddur og oft
við krappari kjör en þeir, sem
nú alast upp, komast nokkum
tíma í kynni við, ef að líkum
lætur. En seiglan og þrjóskan
var Steini í blóð borin og
hann komst klakklaust út úr
öllm þrengingum, — og
seinna telur hann sig hafa
stælzt og endumærzt í ferð-
um sínum um íslenzk fjöll
og firnindi, í stormum og
stórviðri, sól og regni, — svo
að dugað hafi sér allt fram
á þennan dag.
Þótt Steini Emilssyni auðn-
aðist ekki að vinna ævistai’f
sitt á sviði þeirrar vísinda-
greinar, sem átti hug hans og
hjarta, náttúruvísindanna og
þá einkum jarðfræðinnar, þá
vannst honum þó tími til að
gera þar margar og merkar
athuganir, sem í annála hafa
verið færðar og halda munu
lengi nafni hans á lofti. Er
athugana hans og vísinda-
starfa víða getið í ritum jarð-
fræðinga og annarra náttúru-
vísindamanna, bæði íslenzkra
og erlendra, — en sjálfur
hefur Steinn ritað merkar rit-
gerðir í fræðigrein sinni, í
íslenzk og erlend rit. Og þótt
Framhald á bls. 10