Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.12.1963, Blaðsíða 8

Vesturland - 24.12.1963, Blaðsíða 8
8 VESTURLAND Fagnað jólum í hinni myrku þögn heiniskaufsnæíurinnar DANÍEL SIGMUNDSSON byggingafulltrúi á Isafirði er mikill áhugamaður um fiásagnir af heimskautaferðum og og landafundum og víðlesinn í þeim efnum. Hann hefur tekið saman þessa frásögn af jólahaldinu hjá Friðþjófi Nansen og félögum hans um borð í Fram, og var hún flutt á fundi Lionsklúbbs Isafjarðar fyrir jólin í fyrra. FRAM í ísnum. Hinn 24. dag júnímánaðar árið 1893 lagði norska íshafs- farið Fram ur höfn í Noregi, í ferðalag norður í höf, með 13 manna áhöfn, undir for- ystuvísindamannsins og mannvinarins dr. Friðþjófs Nansen, hafði skipið verið smíðað sérstaklega til þess- arar ferðar, sem gert var ráð íyrir tað myndi vara í 3—4 ár, og var tilgangur farar- innar að kanna hin óþekktu svæði norður-hjarans, og helzt að komast á sjálft norður- skautið. 1 stórum dráttum var ferða- áætlunin á þá leið, að siglt skyldi norður með landi, alla leið til Varðeyjar, og þaðan eins langt um auðan sjó, og komizt yrði norður, og þegar ekki yrði komizt lengra, festa skipið í ísnum, gefa það á vald veðurs og hafstrauma, og láta skeika að sköpuðu, hvort höfn yrði aftur náð. Ég skal til gamans geta þess, að 5 árum áður en dr. Nansen fór í þessa för á Fram, fór hann við sjötta mann á skíðum þvert yfir Grænlandsjökul, 600 km. leið, og lagði hann upp í þá för héðan frá Isafirði. Var það 4. júní árið 1888, sem norski selveiðarinn ,,Jason,“ kom hingað til þess að sækja þá félaga, og sem síðan flutti þá að ísröndinni, og eins langt inn á ísinn, og komizt varð, þar sem að þeir voru settir á „land“ ásamt öllum sínum farangri, sem var m.a. tveir bátar er þeir ferð- uðust á í gegnum ísinn, eða arógu yfir hann eftir ástæð- um, á leiðinni til lands, ásamt öllum útbúnaði þeirra öðrum, en þar í voru tveir sleðar, sem þeir drógu allan farang- ur sinn á í ferðalaginu. Það lætur að líkum, að á þessum ferðum sínum hélt dr. Nansen nákvæma diagbók yfir daglegt líf þeirra félaga, vinnu og tómstundagaman, og í ferðasögu þeirra félaga, sem hann skrifaði eftir heimkom- una með Fram sem hann nefndi Fram over Polhavet og er í tveim bindum, sam- tals 550 bls. tekur hann upp úr dagbókinni það, sem hann hafði skrifað um jólahald þeirra og nýársfagnað, fyrstu jólin í ísnum, og þar sem svo skammt er til jóla, ætla ég að lesa ykkur þessa „jóla- sögu“ eins og ég skildi hana úr norskunni: „Laugardagur 23. des. 1893. Litlu jólin. — Ég fór árla iaf stað um morguninn, í langa gönguferð vestur yfir ísinn, og kom seint heim. Alls staðar gaf að líta upp- skrúfaðan ís, með flötum ís- hellum á milli. Lengst burtu varð fyrir mér ný vök, sem að ég vogaði mér ekki yfir, vegna þess hve ísinn á henni var þunnur. Seinni hluta dagsins skut- um við jólin inn, er við í til- raunaskyni sprengdum 4 hleðslur af bómullar sprengi- efni. Með einum af hinum stóru járnborum, sem hafðir voru með í því skyni, var boruð hola niður úr ísnum, síðan var hleðslunni, eftir að hún hafði verið tengd við raf- magnsleiðsluna, sökkt niður um holuna, og um eitt fet niður fyrir neðri brún ís- hellunnar. Eftir að allir höfðu fært sig á öruggan stað, var þrýst á hnappinn, það heyrð- ist þungur dynkur, og vatn og ís þeyttist í allar áttir. Enda þótt skútan væri í 40 m. fjarlægð frá staðnum, nötraði hún stafna á milli, og ísinn úr reiðanum þyrlaðist yfir hana. — En við höfðum ekki árangur sem erfiði. Það myndaðist gat í gegnum ís- helluna, sem þarna reyndist vera fjögur fet á þykkt, önnur vegsummerki sáust ekki nema smásprungur út frá því í allar áttir.“ „Sunnudagur 24. des. Að- fangadagskvöld jóla. Úti er 37° frost. Glaða tunglskin, og hin endalausa þögn heim- skautsnæturinnar. Reika einsamall um ísinn. Fyrsta jólakvöldið í fjarlægð. . . . mig grípur heimþrá. Staðarákvörðun 79°11’. Ekkert rek, tveim mínútum sunnar en fyrir sex dögum. (1 mín. í br. = 1 sjóm. 1852 m.) Dagbókin greinir ekki frá öðru, um þetta kvöld, en nú þegar ég lít til baka í hug- anum, er mér það í fersku minni. Um borð ríkti einhver þögul kyrrð sem við áttum ekki að venjast okkar í milli. Hugur hvers eins leitaði í þögn, til þeirra, sem biðu heima, en það var nokkuð sem félagarnir reyndu að fela hvor fyrir öðrum, en á yfir- borðinu reyndu menn að gera að gamni sínu, og hlógu meira en nokkru sinni. Allir þeir lampar og ljós, sem að við áttum í skútunni, voru kveikt, svo að hvorki í salnum né káetunni bar á nokkurn skugga. Undirbúningur að borðhaldi þennan dag, var auðvitað meiri og betri en venjulega, — maturinn var nú einu sinni það mikilverðasta, sem við höfðum til þess að gera okkur öagamun með. Hádegisverður- inn var fyrsta flokks, kvöld- maturinn einnig, á eftir komu svo heilir hlaðar af alls kyns jólakökum, sem Juell hafði staðið í að baka undanfarnar vikur. Og að síðustu toddý og vindill, — en í dag var auðvitað leyfilegt að reykja í salnum. En hámark kvöldsins var, þegar tveir kassar með jóla- gjöfum voru bornir inn, annar var frá móður Scott- Hansen, en hinn frá unnustu hans fröken Fougner. Það snerti viðkvæman streng, að sjá með hvílíkri barnslegri gleði, hver og einn tók við jólagjöfinni sinni, hvort heldur það var nú reykjarpípa, vasahmífur, eða leikfang, í vitund allra fólst í því boðskapur að heiman. Svo upphófust ræðuhöld, og „Framsjá,“ kom út ásamt aukablaði, sem innihélt m.a. teikningar eftir hinn fræga heimskauts teiknana „Hutt- etu.“ ........ Eftir að blaðið hafði verið iesið upp, var tekið til við söng og hljóðfæraleik, og fyrst er langt var liðið á nótt gengu menn til náða. „Mánudagur 25. des. Jóla- dagur. 38° frost. Ég fór í gönguferð suður yfir ísinn í tunglskini frá fullu tungli. Við alveg nýja ísskrúfu gekk ég niður úr nýísnum með annan fótinn, og gegnblotnaði, en það er ekki svo alvarlegt í svona miklum kulda, vatnið frýs á augnabliki, og að lít- illi stundu finnst manni mað- ur vera orðinn þurr aftur. Þau heima hugsia sjálfsagt mikið til okkar núna, full samúðar yfir þeim erfiðleik- um, sem hin kalda og óhugn- anlega auðn íssins hlýtur að búa okkur. En ef þau gætu Fridtjof Nansen.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.