Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.12.1963, Blaðsíða 14

Vesturland - 24.12.1963, Blaðsíða 14
14 VESTURLAND um einn fingur mér og fylgdi sú skýring að nú myndi hætta að blæða. Fleiri úr hópnum tíndust nú að og fengu sér lúr innan um farangurinn. Aðrir fóru að skoða borgina og enn aðrir leituðu uppr baðströnd, en það var sameiginlegt með öllum þennan dag að þrá að kom- ast í gott bað. Um kvöld- matarleytið komumst við svo um borð í skipið, sem flutti okkur yfir hafið. Það ágæta skip heitir m/s Appia eign ítalsks- grísks skipafélags. Hafði það farþegarými fyrir 835 farþega og gat tekið á bilaþilfar um 125 sex manna bila. Ferðin með skipinu verður eitt af því ógleymanlega, þarna gat maður baðað sig eins og mann lysti. Þama var útisundlaug, bar, gott svefn- pláss loftkæld setustofa og fl. og fl. Við kvöldverðinn höfð- um við 27 átta þjóna 'i kring- um okkur, borðuðum alls konar gras og grænmeti, að ógleymdum sniglunum. og þarna rann kalt vatnið og svaladrykkir í okkur eins og í botnlausar tunnur. Við komum til Patras í Grikklandi seinni hluta dags 29. júlí og ókum svo þaðan í bíl til Aþenu. Sú keyrsla tók milli 6 og 7 tíma. Aksturinn þessa leið verður mér lengi minnisstæður og þá einkum seinni hlutinn, því að þá ókökumaðurinn sem vit- laus væri. Leið okkar lá utan í brattri hlíð, þar sem vegur- inn var víða sprengdur inn í hlíðina en fyrir neðan var brattinn beint í sjó. Á eftir okkur fór stór vöru- flutningabifreið, stjórnandi hennar marg-flautaði og gaf ljósmerki um að hann vildi komast fram fyrir okkar bif- reið, en bílstjórinn okkar vildi hvergi láta sig. Gerði hann sér oftlega leik að því að beygja í veg fyrir flutn- ingabifreiðina þegar hinn reyndi að fara fram úr, en hann varð þó að láta sig þegar kom á beinni og breið- ari veg. Við komum til Aþenu kl. 1 aðfaranótt þess 30. júlí og tóku grískir skátar þar á móti okkur og komu okkur fyrir til gistingar í fimleika- húsi, sem gríski herinn á. Þar sváfum við nánast undir berum himni því önnur hlið hússins var aðeins nokkrar súlur. Við fórum svo á fætur árla morguns, fórum í bað og löguðum útlitið á sjálfum okkur eftir föngum, en síðan var farið á matsölustað til þess að borða og því næst í banka til að skipta pening- um. Rétt fyrir klukkan ellefu fórum við svo af stað síðasta spölinn til mótssvæðisins. Ferðin frá Aþenu til Mara- þonvalla tók um eina klukku- stund, og er þar var komið, var fljótlega tekið til við að koma sér fyrir. Okkur var bent á afmarkað svæði, sem okkur var sagt að girða af og síðan notfæra okkur eftir beztu getu. Við fengum að láni frá gríska hemum 11 tjöld. Við áttum í nokkrum erfiðleikum við að tjalda vegna þess að jarðvegurinn var eins og steypa, gróður var harla lítill, aðeins mjög gróft og harðgert gras. Það kom sér því vissulega vel að flestir höfðu vindsængur undir svefnpokana. Það þurfti ekki að grafa neinar vatns- gryfjur í kringum tjöldin eins og vant er í fastatjald- búð á íslandi, ekki þurfti að óttast rigningu, hins vegar var æskilegra að tjöldin sneru þannig, að þau opnuðust á móti vindáttinni svo að mað- ur gæti notað svalann þegar heitast var. Hitinn var alltaf að angra okkur enda var hann oftast á milli 35 og 42 gráður á Celsíus, en það sem hjálpaði, var að við komumst hvenær sem við vildum annað- hvort í bað eða sjóinn og svo var allan tímann vindblástur úr sömu áttinni.. Það þótti okkur verst, að ekki var neins staðar að fá kalt drykkjarvatn. Það, sem við höfðum af dykkjarvatni, var flutt um óraveg í flösk- um og því alltaf ylvolgt. Mótið var sett 1. ágúst með hátíðlegri athöfn af Konstantín ríkisarfa Grikkja. Mótið sóttu 14000 skátar frá yfir 80 þjóðum, mótsvæðinu var skipt niður í tólf hluta, sem svo var aftur skipt í 25 svæði hverjum hluta. Næsta svæði við okkur var autt allan tímann, að öðru leyti en því, að þar stóð fána- stöng og blakti á henni fáni Filippseyinga í hálfa stöng. Flestir Filippseyingamir, sem ætluðu á mótið fórust í flugslysi skammt frá Bom- bay á Indlandi. Timinn á mótinu leið fljótt því nóg var að gera bæði við leik og störf. Margir kynntust í ýmis konar gagnkvæmum boðum, sem voru á milli tjaldbúða. Sunnudaginn 11. ágúst var mótinu svo slitið eftir það var fljóLlega gengið í að taka saman farangurinn og ferð- búnir vorum við árla morguns 12. ágúst og var nú haldið til Aþenu aftur. Þar vorum við í þrjá daga og skoðuðum við borgina og verzluðum lítils háttar. 1 Aþenu er ótal margt, sem augu ferðamannsins sjá, bæði gamalt og nýtt. Meðal annars skoðuðum við þar Akrópólis, sem er einn stærsti og minnisstæðasti varði um gríska fornmenn- ingu, en ég treysti mér ekki til að greina neitt frá sögu hennar vegna þess að það er viðfangsefni eitt út af fyrir sig. Frá Aþenu fórum við svo um Píræus aftur til baka á- leiðis norður. Farkosturinn, sem við fór- um með frá Píræus til Brin disi, með viðkomu í Iþöku og Korfu, var tæplega þess verður að á hann sé minnzt 60 ára gamall kláfur ættaður frá Ameríku. Þarna um borð áttum við, að ég tel, verstu stundirnar í allri ferðinni, ekki sízt fyrir það, að við höfðum svefn- pláss undir sjólínu, niðri á tíM'l'Íjr C dekki loftræsting var sama og engin og var líkast því sem maður væH í gufubaði. Við vorum aftur komnir til Brindisi á ítalíu að morgni þess 16. ágúst og var haldið samdægurs til Napólí með lest og komið þangað um kvöldið. Þann 17. ágúst skoðuðum við meðal annars Vesúvíus, sem flestum þótti fátt til um og einnig Pompei og verður hún lengi hugstæð. Um kvöldið var svo farið til Rómar og tók ferðin þangað um 2y2 tíma. í Róm var svo dvalið 18. og 19. ágúst og framá miðjan dag þann 20. Þar skoðuðum við ýmsa merkisstaði. Óteljandi gamlar byggingar, rústir, minnis- varða og gosbrunna, Colos- seum, Katakombur, Lista- safnið í Páfagarði og að ó gleymdri Péturskirkjunni, þessu stórkostlega listaverki hvar sem á hana er litið. Péturskirkjan gleymist seint og listaverkin þar. Maður var bókstaflega orðlaus af undrun og hafði þó búizt við ýmsu. Til London var svo flogið 20. ágúst og var farkostur- inn Comet-þota frá B.E.A. Hún skilaði okkur til London á 2 y2 tíma og fannst flestum koman þangað vera líkust því, sem við værum komnir heim. Á ég þar við að þá kom- umst við aftur í snertingu við það umhverfi sem okkur er öllum tamast ekki sízt loftslagið og svo matarræðið. 1 London skiptist nú hóp- urinn. Um helmingur fór heim morguninn eftir, en aðrir urðu eftir til 25. ágúst. Þeir, sem eftir urðu notuðu tímann einkum til að fara í verzlanir og að skoða staði sem fýsilegir voru ferðalöng- um. Sem fyrr segir var flogið til Reykjavíkur með Viscount- vél frá F.l 25. ágúst og komum við Isfirðingarnir svo hingað til ísafjarðar fljótlega eftir það. Ég kom heim 28. ágúst þá var lokið dásamlegri ferð með mjög góðum og samhentum drengjum, ferð sem yljar endurminningunum um ókomin ár og æsir upp þá hvöt að komast aftur á Jamboree. Hver veit nema aftur verði lagt upp 1967 og þá á Jam- boree í Bandaríkjunum. Við vonum og biðjum þann, sem öllur ræður, að hann veiti okkur slíkt tækifæri. Ég vil svo að lokum þakka ferðafé- lögunum skemmtilega ferð og sérstaklega fararstjóranum góða stjórn í ferðinni. Garðar S. Einarsson. ★ Gáta Rann ég frá raupi, ( = Hóli, þ. e. í Bolungarvík) rataði síðan á tólf íiska, (= Eyri, þ.e. í Seyðisfirði) þar eftir íékk ég þungan móð (= Ögur) (Björn Guðmundsson í Ögri) Hjá Akropolis Séð yfir Pompei

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.