Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.12.1963, Blaðsíða 10

Vesturland - 24.12.1963, Blaðsíða 10
10 VESTURLAND Steinn Emilsson sjotngur n.br. og sleðaferðin til skauts- ins er hafin. En þeir félagar hafa ekki árangur sem erfiði, ísinn er erfiður yfirferðar gangandí mönnum og hundum með þungt dráttaræki, og 7. apríl er sú ákvörðun tekin að snúa við, eru þeir þá staddir á 86° 13’ n.br. og voru þá komnir lengra norður, en vitað var til að nokkur maður hefði áður komizt. Um kvöldið þ. 12. apríl verða þeir báðir fyrir því óláni að gleyma að draga upp úrin siín, áður en að þeir skríða í húðfötin, og olli það þeim erfiðleikum með allar staðarákvarðanir eftir það. Heimferðin varð þeim fé- lögum þung í skauti, ísinn alltaf jafn erfiður yfirferðar, og hundarnir týna tölunni þar til að enginn er eftir, og síð- asta hluta leiðarinnar máttu þeir draga iallan sinn farang- ur sjálfir. 24. júM koma þeir svo að landi, sem að þeir þó ekki báru nein kennsl á, en reynd- ist vera Krónprins Rúdolfs land, ein af nyrztu eyjum Franz Jósefs lands eyjaklas- ans, og áfram er haldið allt til 26. ágúst, en þá eru þeir orðnir vissir um iað þeir séu staddir á Franz Jósefs landi. Þá ákveða þeir félagar að fara ekki lengra, en búast til vetursetu, og þama dvöld- ust þeir í jarðhýsi, í tæpa 9 mánuði, og lifðu eingöngu á bjarndýrakjöti, en veiði þarna höfðu þeir nóga, og getur dr. Nansen þess að þeir hafi aldrei getað fengið leið á því, það var fyrir þeim alltaf sama nýmetið. En einnig þama áttu þeir sín jól, sem dr. Nansen lýsir svo í ferðasögunni: 1 kofanum á Franz-Jósefslandi. „Sunnudagur 22. desember 1895. Fór lí gönguferð í kvöld, á meðan Johansen var að undirbúa komu jólanna í kof- ann, en sá undirbúningur var aðallega fólginn í því að þrífa eldstæðið, safna saman bein- um og kjötafgöngum, og bera það allt saman út, og síðan að brjóta upp 'ísinn af kofa- gólfinu, með öllum þeim ó- hreinindum sem í honum voru, og sem var orðinn svo þykkur að lofthæðin í kof- anum, sem ekki var nú of- mikil fyrir, hafði greinilega minnkað." .... „Þriðjdagur 24. des. Kukk- an er tvö eftir hádegi. Frost- ið 24°. í kvöld er aðfanga- dagskvöld jóla. Kuldinn og stormurinn æða úti, og súgur og kuldi er einnig hér inni hjá okkur. Hversu hér er eyðilegt......... Nú er verið að hringja inn jólahátíðina heima. Mér finnst ág heyra óminn frá kirkju- klukkunum, sem berst út í nóttina, hversu dásamlega hann hljómair........ Nú eru ljósin kveikt á jóla- trjánum, börnin fylla stof- urnar, og njóta jólagleðinnar í níkum mæli. Ég verð að halda jólaboð fyrir böm þegar að ég kem heim. Það er hátíð á hverju heimili. En einnig við höldum hátíð, eftir því sem hinar fátæklegu kringumstæður leyfa. Johan- sen hefur snúið við skyrtunni, og valið til þess þá sem hann var í yzt, svo að hún verður nú innst. Ég hef gert það sama, og einnig skipt um nær- buxur, farið lí aðrar sem að ég hafði þvegið upp úr volgu vatni, en áður hafði ég farið í bað, notaði til þess hálfan bolla af vatni, og óhreinu nærbuxurnar komu í góðar þarfir, sem svampur og hand- klæði. Mér finnst ég vera sem nýr maður, fötin límast ekki eins við mig og áður. Til kvölds höfðum við fisk- rétt, búinn til úr fiskimjöli og maísgrjónum, með lýsi í staðinn fyrir smjör, og eftir- maturinn var brauð steikt d lýsi. í fyrramálið snemma, ætl- um við að gæða okkur á brauði og súkkulaði." (vistir úr Fram.) „Miðvikudagur 1. janúar 1896. Frostið er 41,5°. Enn göng- um við inn í nýtt ár, ár gleði og heimkomu. 1 glaða tunglskini kvaddi árið 1895, og í hinu sama mánaskini heilsaði árið 1896. En hræðilega kalt er það, þetta er sá mesti kuldi sem að við ennþá höfum fengið að reyna. Ég fékk að vita af því í gær er mig kól á öllum fingrum. Svona átti þá gamla árið að enda fyrir mér........ 19. maí leggja þeir félagar upp úr vetrarbústaðnum, og er ferðinni heitið til Spits- bergen, en réttum mánuði seinna eða 18. júní hitta þeir fyrstu mannveruna frá því að þeir fóru að heiman, var það brezkur maður dr. Jack- on að nafni, var hann foringi fyrir brezkum vísindaleið- angri, sem haft hafði vetur- setu á Franz Jósefs landi þennan sama vetur, og á rannsóknarferðum sínum um veturinn höfðu þeir farið svo langt norður, að þeir áttu ó- Framhald af bls. 6 Steini hafi ekki gefist tóm til þess um langt árabil, vegna annara starfa, að sinna vísindaiðkunum að neinu ráði, sem hugur hans hefði þó staðið til, þá hefur hann samt haldið tryggð við jarðfræðina og aldrei lagt þau vísindi al- veg á hilluna. Ég tel víst að það hafi verið mikill skaði, að Steinn Emilsson hélt ekki áfram á þeirri braut vísinda og rann- sókna, er hann lagði inn á ungur að aldri. Efalaust hefði hann orðið þar mikill og góð- ur liðsmaður. En um það skal ekki sakazt. örlög hans urðu þau, að flytjast vestur á land og stað- festast í Bolungarvík. Þegar öllu er á botninn hvolft hefur það einnig orðið happadrjúgt, að svo skyldi æxlast. Því hér vann Steinn brautryðjenda- starf, sem borið hefur ávöxt langt umfram það, sem marg- ir gera sér grein fyrir. Steinn var brautryðjandi í skóla- og menningarmálum Bolvíkinga. Var hann skólastjóri ungl- ingaskólans um langa hríð og í mörg ár kennari, eftir að hann lét af skólastjóm. Er á orði haft hvílíkur afbragðs uppfræðari Steinn hafi verið og er víst að fjölmargir nem- enda hans hafa frá honum farnar aðeins 35 kvartmílur í vetrarbústað þeirra tvímenn- inganna, en hvorugur vissi um hinn. Það segir sig sjálft, að í bækistöð hinna brezku vís- indamanna var þeim dr. Nan- sen og Johansen tekið með opnum örmum, og svo heppn- ir voru þeir, að leiðangurs- skip dr. Jackson var ókomið, en væntanlegt á hverjum degi, og skyldi það á heim- leiðinni flytja þá félaga til Noregs, og 13. ágúst stigu þeir á land í Varðey, rúm- um þremur árum eftir að þeir létu þar úr höfn á Fram. 20. ágúst að morgni kom svo Fram til Skarfeyjar, en sigldi þaðan samdægurs til Tromsö, þar sem áhöfnin við mikla fagnaðarfundi samein- aðist á nýjan leik, er þeir dr. Nansen og Johansen stigu á skipsfjöl, til þess að taka þátt ií síðasta áfanga ferðar- innar, siglingunni suður með strönd fósturjarðarinnar, er lauk með komunni til Oslóar 9. september 1896. hlotið það vegarnesti, — þá menntun og menningu, sem dugað hefur þeim bezt í lífinu. Gamlir nemendur Steins Em- ilssonar vita þetta bezt sjálf- ir og viðurkenna. Og skyldi það ekki vera, þegar allt kemur til alls, að Steinn Emilsson geti nú horft með ánægju um öxl og glaðst yfir því hlutskipti, sem hon- um var ætlað, þótt e.t.v. hafi það orðið annað en hann ætl- aði sér sjálfur, er hann brauzt ungur til mennta í þeim fræð- um, er hugur hans stóð eink- um til. Alla vega verður það að teljast ærið göfugt við- fangsefni að rækta sálir og fegra og bæta mannlífið, — hvað sem líður mold og stein- um. Og eitt er víst, að Bol- víkingar mega vera þakklátir fyrir að fá notið starfskrafta Steins Emilssonar öll hans beztu manndómsár. Auk kennslustarfanna og forystu í skóla- og menning- armálum vann Steinn hér merkilegt starf um margra ára skeið sem sparisjóðsstjóri, og hefur í sambandi við það starf verið drjúgvirkur þátt- takandi í stórstígri uppbygg- ingu Bolungarvíkur og þróun þessa byggðarlags. Þá hafa honum og verið falin ýmis önnur trúnaðarstörf, m.a. sat hann mörg ár í hreppsnefnd og í skattanefnd Hólshrepps átti hann sæti um langt ára- bil. Ritstjóri Vesturlands var Steinn um skeið og bjó þá á ísafirði. Steinn Emilsson kvæntist árið 1931 Guðrúnu Hjálmars- dóttur, Guðmundssonar fyrr- um bónda í Meiri-Hlíð, ágætis konu, og eiga þau 4 börn, Rún, gifta í Bandaríkjunum, Steingerði og Vélaugu, giftar í Reykjavík og Magna, stúd- ent, sem stundar nám í Há- skóla íslands, öll bráðvel gef- in og hið mesta mannkosta- fólk, eins og þau eiga kyn til. Steinn Emilsson nýtur al- mennra vinsælda í Bolungar- vík, og hygg ég að þau 35 ár, sem hann hefur dvalizt þar að mestu, hafi hann eng- an óvildarmann eignazt. Er Steinn þó ekki þannig skapi farinn, að hann sé hvers manns viðhlæjandi. Hann fer í mörgu sínar eigin götur, hef- ur ákveðnar skoðanir á mönn- um og málefnum og talar engri tæpitungu, þegar því er að skipta. En þeir, sem kynn- ast Steini, komast fljótt að raun um hver mannkostamað- ur hann er, og því er það, að hann hefur notið vináttu margra en óvildar fárra. Ég, sem þessar línur rita, hef haft persónuleg kynni af Steini í sl. 10 ár, og er þakk- látur fyrir að hafa átt þess kost að kynnast honum og eignast vináttu hans. Með þessu fátæklegu línum vil ég flytja honum ámaðar- óskir mínar og fjölskyldu minnar í tilefni af sjötugsaf- mælinu, og um leið þakka honum tíu ára tryggð og vin- áttu, sem ég vona að megi haldast lengi enn. Veit ég að allir Bolvíkingar og aðrir vinir Steins taka af heilum hug undir þá ósk, að hann megi lengi lifa, og að hann og fjölskylda hans megi allra heilla njóta. F. Th. J. 1. 2. = 3. Tilkpning Öllum, sem laun hafa greitt á árinu 1963. í Vest- | fjarðaumdæmi er skylt að skila launamiðum til | skrifstofu minnar á ísafirði, eða til umboðsmanna | í hreppnum (hreppstjóranna) fyrir 20. þ.m. | Launamiðana ber að fylla út í tvíriti, eins og | formið segir til um, og er alveg sérstaklega minnt | á, að allir launamiðar verða að bera með sér | greinileg heimilisföng og vinnutímabil launþega. | Engan frest er unnt að veita í sambandi við skil | á launamiðum og tryggingarskýrslum. | Söluskattsgreiðendum ber að skila söluskatts- | skýrslum vegna fjórða ársfjórðungs 1963 fyrir | 15. þ.m. | Allir söluskattsgreiðendur í Vestfjarðaumdæmi | þurfa að senda nú þegar söluskattsskírteini sín | til skattstofunnar á Isafirði til áritunar um að = þau gildi árið 1964. Að öðrum kosti eru skírteinin | ógild. | ísafirði, 6. jan. 1964. | Skattstjórinn í Vestfjarðaumdæmi. § iliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiniiiii*

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.