Vesturland - 24.12.1963, Blaðsíða 15
VESTURLAND
15
Jaiiiíarannsóknir á Vestfjorðnm
Við ísfirðingar, og held ég
að slíkt megi lika segja um
flesta þá, sem Vestfjarða-
kjálkann byggja, búum við
óblíða veðráttu snjókomu og
kulda, langa vetur og stutt
sumur, en notum okkur ekki
sem skyldi, þau gæði sem
Bormenn á
Seljalandsmúla.
„móðir jörð“ hefur uppá að
bjóða. Á ég þar aðallega við
þann jarðhita, sem kemur
sem gufa eða sjóðandi vatn
upp á yfirborð jarðar, og
sums staðar sem laugar eða
lækir 30—60 stiga heitir.
Einnig eru ýmsar vísbend-
ingar um að jarðhiti sé fal-
inn í jörðu, t.d. þar sem
volgir lækir koma úr fjalls-
hlíðum og bræða af sér þann
snjó sem yfir þá sezt. Sums
staðar bræðir jörðin sjálf með
velgju sinni 10—30 cm. snjó-
skafla og á einum stað hef
ég séð heilan íshelli, sem
var eins og stór braggi
(skemma) og áleit ég að
þarna gæti verið um falinn
jarðhita í jörðu niðri að ræða.
Á stöku stað eru laugar not-
aðar, en þá aðeins að afar
litlu leyti og víða aðeins til
þvotta og vatnið svo látið
renna óbeizlað til sjávar.
Alltof lítið er um upphitun
húsa frá jarðhita hér á Vest-
fjörðum, og af gömlum vana
kynt með kolum og olíu, sem
sótt er með ærnum kostnaði
suður í lönd og eytt í það
dýrmætum gjaldeyri.
En víða gæti nýtanlegur
jarðhiti verið hér undir fót-
um okkar, en slikt hefur ekki
verið kannað að neinu leyti
ennþá með mælingum og bor-
unum. Það þyrfti að gera
gangskör að því, að slíkt yrði
rannsakað sem allra fyrst og
leggja svo áherzlu á það, að
bæir, kauptún og kaupstaðir
hér á Vestfjörðum fái sem
flestir jarðhita til upphitunar
og annara nota.
Ef Vestfirðingar nýttu eins
vel þann jarðhita, sem í
jörðu þeirra er, eins og þeir
nýta fiskimið sín, þá þyrftu
þeir ekki að bera kvíðboga
fyrir framtíðinni. Við þurfum
að nýta sjálfir fiskimiðin með
útvíkkun landhelgislínunnar,
megnið af þeim jarðhita svo
og þá málma eða önnur efni,
sem einnig eru í jörðu hér.
Við þyrftum að fá sérfróða
menn til þess að kanna allan
þann jarðvarma sem hér er
á Vestfjörðum, og gera á-
ætlun um hvernig bezt verði
að hagnýta hann í framtíð-
inni. En til þess að létta
þeim verkin þá þyrftum við,
hver í sinu héraði, að vera
búnir að safna þeim upplýs-
ingum, sem sérfræðingunum
kæmu að gagni. T.d. hvar í
héraðinu hafi orðið vart við
volga læki eða laugar eða þá
staði, sem áberandi er að
snjór festir ekki á. Einnig
væri gott ef hægt væri að
gefa þeim upplýsingar um
svokallaða ganga, „trölla-
hlöð“ o.fl., því oft er jarð-
hita að finna 1 sambandi við
þá. Ef slíkt væri búið að
vinna af samvizkusemi og
dugnaði, mundi það flýta afar
mikið fyrir verki verkfræð-
inganna. Þá gætu þeir gengið
beint á þessa staði til at-
hugana sinna í stað þess að
að eyða miklum tíma í leit
að slíku. Sérfræðingamir eru
alltof fáir og önnum kafnir
við sín störf til þess að dvelja
lengi í leit að slíkum vegs-
ummerkjum.
Bezt væri svo ef Vestfirð-
ingar tækju höndum saman
og keyptu sér jarðbor, og er
ég viss um að á næstu árum
yrðu næg verkefni hér fyrir
hann, bæði við jarðboranir,
boranir eftir köldu vatni svo
og við kannanir á jarðlögum
til nýtingar á ýmis konar
jarðefnum. Sllkur bor, ef
keyptur yrði mundi vera fljót-
ur að borga sig, einnig mætti
leigja hann til annara lands-
hluta til borunar.
Nú í haust voru boraðar
tvær borholur við Isafjarðar-
kaupstað önnur uppá Selja-
landsmúla, en hin niðri í
Tungudal. Fyrri borholan var
aðaliega boruð í rannsóknar-
skyni til könnunar á berg-
lögunum og hitastigi í vissri
dýpt. Jarðhitadeild Raforku-
málaskrifstofunnar kostaði
þessa borun að hálfu á móti
ísafjarðarkaupstað enda á-
kvað Jarðhitadeild staðsetn-
ingu borholunnar og sá um
framkvæmd verksins. Þarna
fékkst um 10 stiga hiti í
120 metra dýpt við botn bor-
holunnar. Hitinn var um 2,5
stig á hverja 30 metra. Venju-
legt er að hitinn hækki um
1 stig við hverja 35 metra
sem niður í jörðina er borað.
Síðari borholan var boruð
niður í 90 metra dýpt og
reyndist hitinn þar vera 17
stig eða 5,6 stig á hverja
30 metra. í þeirri borholu
voru töluvert öðruvísi jarð-
lög en í efri borholunni, þarna
var um mjög breytileg jarð-
lög að ræða, mikið rauðleitan
leir, dökkan sandstein, ösku-
lög, en aftur á móti minna
um fast berg eins og var að
mestu í efri borholunni.
Eftir er að rannsaka vatnið
úr borholunum og kjarnann,
sem upp kom, en honum var
safnað í borkjarnakassa og
merkt við í hvaða dýpt hvert
lag er. Mun slíkt verða fróð-
legt til athugana fyrir sér-
fræðinga. Báðar voru holurn-
ar næstum fullar af vatni.
Borholuna í Tungudal tók
Bæjarstjórn Isafjarðar á-
kvörðun um að láta bora og
var ætlunin að hún yrði 160
metra djúp. En sökum snjó-
komu og frosta var frestað
að bora dýpra í haust en
þessa 90 metra, en ákveðið
að hefja borun aftur næsta
vor. Bæjarsjóður Isafjarðar
kostar þessa borun að öllu
leyti.
Nú myndi einhver spyrja
sem svo „hvers vegna var
borað þarna, er nokkurn jarð-
hitavott að finna nálægt ísa-
f jarðarkaupstað ?“
Þarna neðarlega í Selja-
landsmúlanum eru lækir sem
koma þama út og eru frá
5—9 stiga heitir allt árið um
kring. Einnig liggja 5—6
gangar þarna þvert á Tungu-
dalinn og Dagverðardalinn og
hafa allir stefnuna SV til
NA.
Innan 5 km. fjarlægðar frá
ísafjarðarkaupstað hefur ekki
fundizt neinn verulegur vott-
ur þess, að um jarðhita gæti
hér verið um að ræða og hafa
menn almennt ekki haft trú
á að jarðhiti fyndist hér í
nágrenninu, en í um 17 km.
frá Isafirði er ofanjarðar
jarðhiti, sem er um 40 stiga
Ishellir 17 km. frá lsafirði
heitur, einnig er um veruleg-
an jarðhita að ræða ca. 50—
70 km. frá kaupstaðnum. Það
væri því engin goðgá að halda
því fram, að með borunum
hér í nágrenninu mundi vera
hægt að finna einhverja
sprungu sem jarðhiti væri í
og væri í tengslum við hin
jarðhitasvæðin bæði í austri
og vestri frá okkur.
Láta mun nærri að ísfirð-
ingar greiði um 5—6 miljónir
króna árlega fyrir olíu til
upphitunar húsa sinna svo á
þessu má sjá að til einhvei’s
er að vinna.
Læt ég svo þessu lokið að
sinni en vil aðeins minna á,
að Islands forni fjandi, haf-
ísinn, liggur hér úti fyrir
mikinn hluta ársins og gæti
hann einn góðan veðurdag
(eða vondan) lokað Isafjarð-
ardjúpinu og fjörðunum hér
fyrir vestan svo að bátum
og skipum verði hvorki siglt
Við 90 m. borholu í Tungudal.