Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.12.1963, Blaðsíða 4

Vesturland - 24.12.1963, Blaðsíða 4
4 VESTURLAND Séra Sigurður Kristjánsson Á Eyri í Skutulsfirði var kirkja helguð Maríu mey og Jóhannesi postula, þeim, sem Kristur ávarpaði á krossinum þessum orðum: Kona, sjá þar er sonur þinn, sjá þar er móðir þín. Ekki er vitað, hvenær kirkja á Eyri var reist og hún varð sóknar- kirkja, en það mun hafa verið snemma á öldum. Þar er fyrst getið í heimildum, svo vitað sé, um prest um eða fyrir 1333. Ekki er ólíklegt, að kirkja hafi þá staðið á Eyri svo öldum skipti enda risu kirkjur víða upp þegar fljót- lega eftir kristnitöku. Og mjög miðsvæðis var kirkjan hér á Eyri og betur í sveit sett innan sóknar en víða á landinu jafnvel allt fram undir vora daga, þar sem til- viljun hefir svo oft ráðið því, hvar kirkjur voru settar niður eða reistar, í flestum tilfellum á setri sveitarhöfð- ingjans, eftir því sem ætla má. Svo hefir t.d. verið um kirkjuna á stað á Snæfjöllum og á Kirkjubóli í Langadal, svo dæmi séu nefnd um þessa hluti. Ekki er því óliíklegt að fjöldi bænhúsa hér á landi eigi að nokkru rót sína að rekja til þess, hversu langt var á aðalkirkjuna, sóknar- kirkjuna, þótt þess megi líka til geta, að bænhúsin hafi að einhverju leyti verið tízku- fyrirbæri síns tíma, enda með ólíkindum bænhúsafjöldinn hér í Eyrarsókn. Bænhús var í Arnardal neðra fram yfir 1710 og á Fossum og í Engi- dal, auk hálfkirkju á Kirkju- bóli. Einnig er talið, að bæn- hús hafi verið á Tungu. Þá f TILEFNI af 100 ára afmæli ísafjarðarkirkju í sumar, kom út bæklingur um sögu kirkjunnar, sem sóknarprestur- inn, sr. Sigurður Kristjánsson prófastur, hafði tekið saman. Er þar rakin ýtarlega saga kirkjunnar og safnaðar- ^ starfsins, og hefur Sr. Sigurður góðfúslega leyft VESTUR- LANDI að birta þennan útdrátt, þar sem rakin eru helztu atriði úr bæklingi hans. og ógleymanleg öllum, sem viðstaddir voru. Þá er komið var úr kirkju bauð sóknar- nefnd, í nafni safnaðarins, hinum útlendu gestum ásamt viðstöddum prestum, bæjar- fógeta og fleirum til vígslu- veizlu. var bænhús í Heimabæ í Tnífsdal, svo ekki skorti guðshúsin í sókninni langt fram eftir öldum. Annars náði Hyrarprestakall, sem gefið /ar nafnið Isafjarðar presta- kall árið 1907, yfir strand- iengjuna frá Arnardal út í Súðavík ytri og var tvær sóknir, Eyrarsókn og Hóls- sókn, en árið 1925 var Hóls- sókn gerð að sérstöku presta- kalli, Bolungarvíkurpresta- kalli, en jafnframt var þáver- andi Isafjarðarsókn skipt í tvær sóknir, ísafjarðar- og Hnífsdalssókn. Svo langt sem maður veit, hefir Eyrarkirkja verið höfuðkirkjan, og á Eyri hafa prestarnir setið svo lengi, sem menn vita. Þar hefir því aðal guðsþjónustu- hald sóknarinnar farið fram im aldaraðir. Núverandi kirkja, sem er 'mburkirkja, var reist á ár- unum 1858—1863 af séra Hálfdáni Einarssyni, presti á Eyri og vígð 11. s.d. eftir þrenningarhátíð, eða 16. ág. 1863, samkv. bréfi hans til biskups 1. sept. þ.á. Hinn 14. júní 1872 fór fram afhending á kirkjunni og á- höldum hennar úr höndum séra Árna Böðvarssonar, en þá hafði Isafjarðarkaupstaður keypt stað og kirkju, en til þessa dags hafði kirkjan verið lénskirkja, sem kallað var, en að öllum líkindum í upp- hafi vega sinna verið bænda- kirkja. Var kirkjan afhent bæjarstjórn Isafjarðarkaup- staðar. Árið 1912 kom erindi frá bæjarstjórn ísafjarðarkaup- staðar þar sem skorað er á söfnuðinn að leita eftir því með atkvæðagreiðslu, hvort hann vilji taka að sér kirkj- una. Þá kom einnig áskorun frá biskupi um hið sama. Og árið 1913, hinn 8. júní var svo samþykkt á fundi með 24 atkvæðum gegn 4 að söfnuð- urinn tæki að sér kirkjuna. Tók söfnuðurinn formlega við henni hinn 8. júní 1915. Hefir hún verið safnaðar- kirkja síðan. Við afhendingu kirkjunnar til safnaðarins var orna- mentum og instrumentum kirkjunnar þessi: 1. Messuskrúði, góður 2. altarisbúningur, góður 3. kaleikur með patinu 4. skírnarfontur með fæti 5. bakstursdósir og vín- kanna 6. tveir altarisstjakar 7. fjórar ljósakrónur 8. átta minni stjakar og fjórir veggstjakar 9. harmoníum 10. sálmabækur nægar 11. tvær söngtöflur. Þess má geta hér, að hinn 27. ágúst 1925 fór fram prestsvígsla á Isafirði. Var vígður hér grænlenzkur prest- ur, Abel Lars Seier Abelsen að nafni, en frásögn um þann atburð er lýst í samtíðar- heimild á þessa leið: Vígslan var fimmtudaginn 27. ágúst kl. 10 árdegis. Framkvæmdi hana danskur prófastur, Schulz Lorentsen. Fór athöfnin fram á þessa leið: Sóknarpresturinn, séra Sigurgeir Sigurðsson lýsti vígslunni og flutti að því búnu bæn. Gekk þá prófastur fyrir altari og hóf vígsluna. Fór hún fram á líkan hátt og venja er til um vígslu presta hér á landi, nema að því leyti, að allt var flutt á græn- lenzkri tungu. Sungu Græn- lendingar sjálfir sálma sína, en organisti kirkjunnar lék undir á hljóðfærið. Að af- lokinni vígslunni tók sóknar- presturinn prófast, hinn ný- vígða prest og alla viðstadda presta til altaris, en þeir voru, auk sóknarprestsins, séra Páll Stephensen í Holti í Önundarfirði, séra Böðvar Bjarnason Hrafnseyri, séra Sigtryggur Guðlaugsson, Núpi, séra Óli Ketilsson, prestur í Ögurþingum, séra Jónmundur Halldórsson, Stað í Grunnvík og séra Magnús Jónsson, Stað í Aðalvik. Söng- sveit kirkjunnar söng við al- tarisgönguna. Lauk athöfn- inni með því, að sunginn var sálmur Matthíasar, Faðir and- anna. Innst í kirkjunni sátu Grænlendingarnir, 60 að tölu. Athöfnin var mjög hátíðleg Voru Grænlendingar þeir, sem hér um ræðir, á leið til Scoresbysund, sem liggur á 70. br. gr., þar sem á- íormað var að búa þeim safna stað og stofna nýlendu, og tækifærið notað, að koma hér við til vígslunnar, en hínn danski prófastur sendur hing- að frá Danmörku að fram- kvæma vígslu hins græn- lenzka kandidats, sem gerðist prestur hinnar fyrirhuguðu nýlendu. Má með sanni segja, að þetta sé einn hinn merkasti atburður, sem skeð hefir í Isafjarðarkirkju og móttökur allar orðið ísfirðingum til mikils sóma og borið þeim gott vitni. Barst síðar um haustið þakkarbréf frá Sjá- landsbiskupi fyrir veitta að- stoð og greiða við þessa sér- stæðu athöfn. Það næsta og mikilvægasta, sem gerðist í kirkjumálum var það, að árið 1934 var hafið máls á því að kaupa hið gamla Dómkirkjuorgel hingað, sem var pípuorgel, sem þá var til sölu vegna orgelskipta þar. Ákveðið var að kaupa orgelið og byggja við kirkjuna orgel- og söng- stúku út úr norðurhlið henn- Isafjarðarkirkja.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.