Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.2008, Blaðsíða 21

Bjarmi - 01.07.2008, Blaðsíða 21
GUNNLAUGUR A. JONSSON RÉTTLÆTI OG FRIÐUR KYSSAST FÁEIN ORÐ UM NOTKUN PERSÓNUGERVINGA í SALTARANUM EITTHVERT MIKILVÆGASTA FORMSEINKENNI UÓÐAGERÐAR ER NOTKUN MYNDMÁLS. TALAÐ HEFUR VERIÐ UM MYNDIR UÓÐANNA SEM SJÁLFA DÝRÐINA í KVEÐSKAPNUM.' ÞAÐ Á SANNARLEGA EINNIG VIÐ UM FORNHEBRESKA UÓÐAGERÐ EINS OG HÚN BIRTIST ( GAMLA TESTAMENTINU. í ÞESSARI STUTTU GREIN VERÐUR ATHYGLINNI BEINT AÐ ÞEIRRI TEGUND MYNDMÁLS SEM VIÐ KÖLLUM PERSÓNUGERVINGA OG ATHYGLINNI EINKUM BEINT AÐ DAVÍÐSSÁLMUM (SALTARANUM). Persónugervingar byggjast á því að óhlutstæð fyrirbæri, hvort heldur eru óeiginleg hugtök eða náttúru- fyrirbæri, eru persónugerð, þeim er m.ö.o. lýst á mannlegan hátt. Þetta stílbragð reynist oft vel til þess fallið að skerpa á hugmyndum, gera þær myndrænni og minnisstæðari. Per- sónugervingar eru talsvert áberandi í Davíðssálmum og mun fleiri en svo að þeim verði öllum gerð skil hér. Þetta stílþragð Biblíunnar hefur haft umtalsverð áhrif á síðari tíma bók- menntir, þ.á.m. íslenskar. Það er enda mjög til þess fallið að gæða textann nýju lífi og ekki þarf að koma á óvart að persónugervingar koma víða fyrir í barnabókmenntum. Þar má finna dæmi um tré sem gráta og jafnvel sorgmædda strætisvagna.2 Innan Biblíunnar kveður mest að þessu stílbragði í spekiritunum3 þar sem spekinni (hokma) er á fjölbreyti- legan og lifandi hátt líkt við konu (sjá einkum Ok 8 og Sír 24). En hér verða sem sé dæmi einkum tekin úr Sálm- unum þó einstaka dæmi úr annarri átt fljóti með til samanburðar. KÚGUN OG DEILUR GANGA Á BORGARMÚRUM í 55. sálmi sýnir sálmaskáldið hæfi- leika til að ímynda sér sig sem dúfu. Ástæðan er ógnir sem að skáldinu steðja og viljinn til að komast í burtu (v. 7-9): Ó, að ég hefði vængi eins og dúfan, þá mundi ég fljúga burt og fmna hvíld- arstað, mundi svífa langt burt, vera um kyrrt í eyðimörkinni. (Sela) Ég mundi fiýta mér að fmna hæli fyrir þjótandi vindum og veðri. Það þarf ekki að koma á óvart að sálmaskáld sem setur fram ósk sína með þessum myndræna hætti skuli skömmu síðar lýsa aðstæðum með notkun persónugervinga: © Crystalcraig | Dreamstime.com 21

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.