Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.2008, Blaðsíða 24

Bjarmi - 01.07.2008, Blaðsíða 24
og myndhverfinga á vafalaust sinn þátt í miklum vinsældum sálmsins. Tvær myndir eru notaðar til að lýsa Guði í sálminum. Annars vegar er það myndin af hirðinum (v. 1-4) en hins vegar er það myndin af hinum raunsarlega gestgjafa (v. 5-6). í síðari hlutanum eru hugtökin gæfa (tóv) og náð (hesed) persónugerð. Þessi hug- tök breytast í verndandi engla Guðs sem munu verða fylgdarmenn sálma- skáldsins svo lengi sem hann lifir.: Gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína Raunar er hebreska sögnin radap sem þarna er þýdd með að „fylgja" oft- ast notuð í neikvæðri merkingu yfir að elta einhvern eða veita eftirför í fjand- samlegum tilgangi.'2 En hér allt annað uppi á teningnum. Það eru ekki óvinir sem veita eftirför heldur sendiboðar Guðs sem veita vernd og leiðsögn. í Sálmi 49 er það dauðinn sem kominn er í hlutverk hirðisins þar sem dómur er kveðinn yfir hroka mann- anna sem treysta sjálfum sér (v. 15): Þeirstefna til heljarsem sauðahjörð, dauðinn heldur þeim á beit. Fleiri dæmi hefur Gamla testa- mentið að geyma sem sýna að dauðinn hefur verið persónugerður á stundum. Þannig segir Jeremía spámaður: Dauðinn steig upp í glugga vorn, hann kom inn í hallir vorar, hann þrífur börnin afgötunni, unglingana aftorgunum. (Jer9:20). Og Jesaja gagnrýnir skrumara sem drottna yfir fólkinu í Jerúsalem fyrir að hafa sagt: „Vér höfum gert sátt- mála við Dauðann og samninga við Hel" (Jes 28:15). íslenskar fornsögur hafa að geyma svipað orðalag um dauðraríkið: „mun Hel, húsfreyja þín, leggja þig sér í faðm."13 KENNSLUHLUTVERK DAGS OG NÆTUR í 19. sálmi sjáum (v. 3) við hvernig dagur og nótt fara með hlutverk kennara, einn dagur kennir öðrum og ein nótt miðlar þekkingu (hebr. da'at) til annarrar. í sama sálmi er röðlinum © Hurry | Dreamstime.com líkt við brúðguma sem gengur sæll og glaður út úr herbergi sínu (Sl 19:6) og rennur svo skeið sitt sem stríðshetja. Áður hafði því verið lýst að Guð hafði búið röðlinum tjald til að dvelja í yfir nóttina. Sálmur 19 er afar athygliverður og er því oft haldið fram að hann sé samsettur úr tveimur upphaflega óskyldum sálmum. Það er þó óþörf niðurstaða. Líta má á fyrri hlutann (v. 1-7) sem lofsöng til opinberunar Guðs í náttúrunni en síðari hlutann (v. 8-15) sem opinberun Guðs í orði sínu, lög- málinu. Þar er raunar ekki fjarri lagi að lögmálið taki á sig mynd persónu. A.m.k. reynist það þess megnugt að „hressa sálina", „gera hinn fávísa vísan", „gleðja hjartað" og „hýrga augun" (v. 8-9). SKÖPUNARVERKIÐ LOFAR DROTTIN Stórbrotnust er notkun persónu- gervinga þegar kemur að því að lof- syngja Drottni. í Sl 89:6 segir að himn- arnir lofsyngi dásemdarverk Drottins og í Sl 19:2 segja himnarnir frá dýrð Guðs og „festingin kunngjörir verkin hans handa." Nokkrir síðustu sálmar 24

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.