Bjarmi - 01.07.2008, Blaðsíða 47
66
99
EN RUGLINGUR TUNGUMALSINS
ER TÆPAST MEGINSTEF
MYNDARINNAR. FREMUR ER
MEGINSTEFIÐ SAMSBANDSLEYSI
FÓLKS OG MISSKILNINGUR,
FÓLKS SEM TALAR SAMA
TUNGUMÁL EKKI SÍÐUR EN
FÓLKS AF ÓLÍKU ÞJÓÐERNI
Nafn myndarinnar vísar að sjálf-
sögðu til Babelssögunnar í Genesis (1.
Mósebók) 11.1-9. Vissulega er hvergi
með beinni tilvísun vitnað í hina
biblíulegu sögu en óbeinar vísanireru
sannarlega til staðar og ætti ekki að
dyljast biblíufróðu fólki.
Við heyrum ólík tungumál í mynd-
inni, arabísku, spænsku, ensku, jap-
önsku og sjáum líka táknmál heyrn-
arlausra.
Megineinkenni myndarinnar er
hvernig sögusviðið flyst milli heims-
álfa, frá Afríku (Marokkó), til Banda-
ríkjanna (San Diegó), til Tókýó og
loks Mexíkó. Dreifing þjóðanna er því
áberandi stef svo og ólíkir menning-
arheimar. Atburðarásin sýnir síðan
hvernig atburður í einum heimshluta
getur haft áhrif á allt öðrum stað á
hnettinum.
En ruglingurtungumálsins ertæp-
ast meginstef myndarinnar. Fremur er
meginstefið samsbandsleysi fólks og
misskilningur, fólks sem talar sama
tungumál ekki síður en fólks af ólíku
þjóðerni. Það kemur berlega í Ijós hjá
hjónunum sem farið hafa í ferð til Afr-
íku til að vinna úr sínum málum, til að
vera ein. Svo ereinnig í sambandi hins
einstæða jaþanska föður og dauf-
dumbrar dóttur hans íTókýó.
Borgarmenningin, einkum í Japan,
stendur í sterkri andstöðu við líf fjár-
hirðanna í Marokkó og fjárhirðarnir
skapaóneitanlegahugrenningatengsl
við Biblíuna.
Skýjakljúfarnir í Tókýó kallast
óneitanlega á við Babelsturninn og
ekki síst turninn sem mest kemur
við sögu í myndinni, þar sem upp-
haflegur eigandi riffilsins átti heima
ásamt daufdumbri dóttur sinni.
Ekkert af fólkinu í myndinni virð-
ist vera vont fólk. Drengurinn sem
skýtur skotinu, sem allri atburðarás-
inni veldur, er sakleysið sjálft. Hann
er sannarlega ekki forhertur hryðju-
verkamaður, rétt farinn að finna fyrir
kynhvötinni og á það sameiginlegt
með unglingsstúlkunni japönsku.
Amelia, barnfóstran mexíkóska,
virðist barngóð og hjartahlý mann-
eskja eins og nafn hennar raunar
(dregið af sögninni „amo" - að elska)
gefur til kynna. „Sofðu með englum,"
segir hún við litla drenginn sem hún
gætir þegar hún leggur hann til
svefns.
Engu að síður er þetta fólk alltaf að
taka rangar og afdrifaríkar ákvarðanir.
Það er í heimi sem er engin paradís.
Hroki mannsins er vissulega einnig
stef í myndinni - ekki sérlega áberandi
þó - og tengist helst einni aðalpers-
ónunni, þ.e. Richard (Brad Pitt). Fram-
koma hans í garð þess fólks sem ekki
er komið eins langt í menningunni
og hann einkennist yfirleitt ekki af
nærgætni eða vinsemd, miklu fremur
af hroka. Það á bæði við um Marokk-
óbúana sem eru að reyna að hjálþa
honum og barnfóstruna mexíkósku
sem vildi vera við brúðkaup sonar
síns.
Þetta er mynd sem fjallar um
samskipti eða kannski fremur skort
á samskiptum. Fólk er að flýta sér og
má ekki vera að því að hlusta hvert á
annað, að reyna að skilja hvert annað.
Við erum minnt á að heimurinn er að
verða eins og heimsþorþ. Slysaskot í
Marokkó getur haft margvísleg áhrif í
öðrum hlutum heimsins.
Ekkert fer á milli mála að verið
að vinna með Babelsöguna í þess-
ari áhugaverðu kvikmynd. Myndin er
hiklaust einkar áhugaverð heimfærsla
á hinni fornu sögu, sannarlega for-
vitnilegt dæmi um áhrifasögu Gamla
testamentisins. Hún lýsir heimi þar
sem fólk skilur hvert annað ekki eða
illa, á erfitt með að setja sig í spor
náunga síns, jafnvel þótt það deili
sömu menningu og tali sama tungu-
mál.
Höfundur er prófessor í gamlatesta-
mentisfræðum við guðfræðideild HÍ.
Hann hefur í háifan annan áratug í
kennsiu sinni, í ræðu og riti, kappkostað
að kynna og vekja athygli á hinu for-
vitnilega en lengst af vanrækta fræða-
sviði; áhrifasögu Biblíunnar og einkum
Gamla testamentisins.
1. Sjá t.d. ritið Guð á hvíta tjaldinu. Trúar- og
biblíustef í kvikmyndum. Ritstjórar: Bjarni
Randver Sigurvinsson, Gunnlaugur A. Jóns-
son og Þorkell Ágúst Óttarsson. Háskóla-
útgáfan 2001.
2. B.W. Anderson, 1988 (4. útg.) The Living
World of the Old Testament. Longman
House, Essex, England.
3. 2. Hermann Gunkel: Genesis. 1997 (ensk
þýðing). Ritið kom upphaflega út á þýsku
árið 1901.
4. Sjá James L. Kugel 2007: How To Read the
Bible. A Guide to Scripture Then and Now.
New York, London, Toronto, Sydney: Free
Press, bls. 81-88.
47
k.