Bjarmi - 01.07.2008, Blaðsíða 34
okkur kærleika sinn, bæði í orði og
verki.
Afi minn og amma bjuggu í næsta
nágrenni og voru útvegsbændur.
Rekin var útgerð og fiskvinnsla hjá
þeim í Vörum og einnig var þar stund-
aður búskapur. Við börnin fengum að
taka til hendinni, bæði í fiskvinnu og
heyskap. Þarna unnum við með full-
orðna fólkinu og lærðum réttu vinnu-
brögðin. Við systkinabörnin frá Vörum
vorum mörg og oft var glatt á hjalla. í
minni mínu var þetta eilíf sæla og það
er alltaf gaman að rifja upp æskuárin
þegar við hittumst, sem er nokkuð oft.
Við systkinadæturnar hittumst árlega
og njótum þess vel. Ég er afar þakklát
fyrir að hafa fengið að alast upp við
svo mikið öryggi og kærleika.
Hvernig var skólagöngu
þinni háttað?
Ég var í Gerðaskóla í Garði frá 7 til
14 ára aldurs og hafði alltaf gaman að
því að læra. Mamma var mjög áhuga-
söm um að okkur gengi vel í náminu.
Pabbi var á sjónum svo hún sá um að
halda okkur við efnið og hafði hvetj-
andi áhrif á okkur öll. Ég lauk prófi frá
Gagnfræðaskóla verknáms í Reykjavík
og bjó hjá móðursystur minni þá
tvo vetur sem námið tók. Þetta var
virkilega góður skóli og kennararnir
allir sem einn alveg frábærir. Námið
var mjög hagnýtt og hélt ég að þetta
væri nú bara alveg nóg fyrir mig. En
annað kom á daginn, því að eftir að
hafa unnið á dagheimilinu Hagaborg
í þrjú ár ákvað ég að fara í Fóstruskóla
Sumargjafar og lauk þaðan námi 26
ára. Þá fannst mér ég vera svo gömul
að þetta væri nú örugglega síðasti
skólinn sem ég færi í, en viti menn,
ég átti eftir að fara í einn skólann enn,
því þegar ég var 48 ára lauk ég námi
frá Kennaraháskóla íslands. Við hjónin
fluttum í Garðinn eftir að hafa búið í
Reykjavík og á Seltjarnarnesi frá því
við giftum okkur 1968. Jóhannes vildi
fara í land eftir tuttugu ár á sjónum
og fékk vinnu hjá hernum á Keflavík-
urflugvelli. Fljótlega eftir að við
komum í Garðinn fæddist eldri dóttir
okkar og sú yngri rúmu ári síðar. Ég
var fljótlega beðin um að taka að mér
að verða forstöðumaður nýstofnaðs
leikfangasafns Þroskahjálpar, þá var
ég einnig fengin til að vera forstöðu-
maður leikskólans í Garðinum og jafn-
framt kenndi ég nokkrum drengjum
í Gerðaskóla að lesa. Þetta voru allt
hlutastörf sem ég hefði ekki getað
stundað ef maðurinn minn hefði ekki
verið í vaktavinnu og mamma komið
til aðstoðar þegar hann var ekki við.
Fljótlega varð kennslan í Gerðaskóla
aðalstarfið og í framhaldi af því fór ég
í fjarnám í KHÍ og eru nú 17 ár síðan
ég lauk því námi og hef ég alla tíð haft
mjög mikla ánægju af því að kenna.
Hefurtrú þín áhrif á kennsluna?
Ég hef alltaf haft þaðfyrirvenju að
biðja með nemendum mínum í byrjun
dags og fundið að börnin vilja ekki
missa af þeim tíma sem við verjum
til þess að biðja. Þau koma oft með
bænarefni sem liggja þeim á hjarta
og við biðjum með þeim. Það hefur
verið auðvelt fyrir mig að halda þessu
áfram, því ég þekki vel til barnanna og
veit að þau eru skírð til kristinnar trúar
og foreldrar samþykkja þetta.
Hvað varð til þess að þú
tengdist starfi kirkjunnar?
Fyrir um 22 árum kom ungur
prestur, sr. Hjörtur Magni Jóhanns-
son, til starfa í Útskálakirkju. Hann var
með mjög líflegan sunnudagaskóla
og fór ég strax að mæta reglulega
með dætur mínar. Þær höfðu gaman
af því sem þær lærðu hjá Hirti Magna,
en ég hafði einnig mikið gagn og
ekki síður gaman af því sem fram fór.
Fljótlega fékk ég það hlutverk að líma
miða í bækurnar hjá börnunum og
var smávegis til aðstoðar prestinum.
Þegar auglýst var leiðtoganámskeið í
Skálholti hvatti Hjörtur mig til að fara
og eftir það var ekki aftur snúið. Ég
tók að mér að vera með níu til tólf ára
börnin í kirkjustarfi og hef séð um það
síðan og alltaf notið þess að vera með
börnunum. Við höfum farið árlega á
vormót TTT í Vatnaskógi og hefur það
verið skemmtileg og trúarstyrkjandi
reynsla. Einnig hef ég verið ásamt
fleira fólki með kirkjuskóla Útskála-
kirkju. Ég hef farið árlega á leiðtog-
anámskeið fræðsludeildar kirkjunnar
og hefur það haldið mér við efnið,
enda eru þau sem sjá um námskeiðin
góðir fræðarar og námsefnið hennar
Elínar Jóhannsdóttur er frábært og
auðvelt að kenna með svo gott efni í
höndunum.
Segðu okkurfrá Alfanámskeiðum
í Keflavík og Garðinum.
Þegar Alfanámskeið hófust í
Keflavík skráði ég mig fljótlega og
hélt áfram að mæta meðan Ragnar
Snær og Sigfús Baldvin Yngvason sáu
um þau ásamt eiginkonum sínum
Málfríði Jóhannsdóttur og Laufeyju
Gísladóttur. Maðurinn minn kom með
mér á nokkur námskeið, við höfum
alltaf verið samstíga í trúnni og er ég
þakklát fyrir það. Ég er ekki frá því að
sjómenn séu yfirleitt trúaðri en aðrar
stéttir, enda eru þeir svo oft í návígi
við náttúruöflin og finna að þeir
þurfa styrka hönd Guðs til að stýra
farinu heilu í höfn. Jóhanna systir mín
kom fljótlega með mér á Alfa og við
höfum stutt hvor aðra á trúargöng-
unni. Við vorum mörg sem héldum
alltafáfram og nutum þess að fræðast
hjá þessu góða fólki. Við kunnum að
meta fræðsluna, lofgjörðarsöngvana,
borðhaldið, bænastundirnar og kær-
leiksríka vináttu sem myndaðist. Síð-
ast en ekki síst voru helgarnar okkur
mikils virði, en þá var fjallað um Heil-
agan anda og við urðum flest fyrir
sérstakri trúarreynslu. Þau, Ragnar,
Sigfús og konurnar þeirra komu af
stað heimahópum, þátttakan var góð
og við lærðum mikið af þeim.
Svo kom að því að þau hættu
með námskeiðin í Keflavík, en þá
tók sr. Björn Sveinn Björnsson, sem
tekið hafði við Útskálaprestakalli, að
sér að halda utan um Alfanámskeið
í Garðinum. María Hauksdóttir var
34