Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.2008, Blaðsíða 46

Bjarmi - 01.07.2008, Blaðsíða 46
66 ÞAÐ VEKUR ATHYGLI AÐ í FLESTUM ÞEIM ÓTAL GREINUM KVIKMYNDAFRÆÐINGA SEM SKRIFAÐAR HAFA VERIÐ UM MYNDINA ER EKKI EÐA A.M.K. MJÖG LÍTIÐ RÆTT UM TENGSL MYNDARINNAR VIÐ SAMNEFNDA SÖGU ÚR GAMLA TESTAMENTINU 99 alla jörðina." Þá steig Drottinn niður til þess að sjá borgina og turninn sem mennirnir höfðu byggt. Og Drottinn sagði:„Nú eru þeir ein þjóð og tala sömu tungu. Þetta eraðeins upphafþess sem þeir munu taka sér fyrir hendur. Hér eftir mun ekkert verða þeim um megn sem þeir ætla sér. Stígum nú niður og ruglum tungumál þeirra svo að enginn skilji annars mál." Og Drottinn tvístr- aði þeim þaðan um alla jörðina og þeir hættu við að byggja borgina. Af þeim sökum heitir hún Babel að þar ruglaði Drottinn tungumál allrar jarðarinnar og þaðan tvístraði hann þeim um alla jörðina. Dreifing þjóðanna, ruglingur tungumálsins, bygging borgar og turns eru meginstefin í hinni biblíu- legu sögu. Auk þess má nefna algeng- ustu túlkun sögunnar á þá leið að hún sýni hroka mannsins sem vilji setja sig í það sæti sem Guði einum ber. Oft er líka talað um hana sem skýr- ingarsögu. Henni hafi upphaflega verið ætlað að útskýra hvers vegna mennirnir eru jafnólíkir og raun ber vitni.2 En sögunni gæti allt eins verið ætlað að svara mörgum spurningum, t.d. um uppruna hinna mörgu tungu- mála eða uppruna nafnsins Babel.3 Því hefur líka verið haldið fram að sagan hafi upprunalega verið hugsuð sem gagnrýni á heimsveldi Babýlóníu- manna.4 En þrepaturnar Babels voru víðfrægir um hinn forna heim. TENGSL BÍÓMYNDAR OG BIBLÍUSÖGU Það vekur athygli að í flestum þeim ótal greinum kvikmyndafræðinga sem skrifaðar hafa verið um myndina er ekki eða a.m.k. mjög lítið rætt um tengsl myndarinnar við samnefnda sögu úr Gamla testamentinu. Tengslin ættu þó að blasa við. Hér á eftir hyggst ég rekja nokkur þessara tengsla eins og þau blasa við mér. 46

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.