Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.2008, Blaðsíða 17

Bjarmi - 01.07.2008, Blaðsíða 17
66 ÓTRÚLEGUSTU MEIN OG SJÚKDÓMAR LÆKNAST OG VITAÐ ER UM 20 MANNS SEM HAFA VERIÐ ÚRSKURÐAÐIR LÁTNIR EN HAFA VAKNAÐ TIL LÍFSINS Á NÝ ÞEGAR BEÐIÐ VAR FYRIR ÞEIM 99 FOLK ALLS STAÐAR AÐ Lakeland er orðinn áfangastaður and- legrar ferðamennsku. Fólk kemur úr öllum heimshornum til að verða vitni að vakningunni og upplifa lækningu á eigin líkama. Eitt kvöldið var fólk frá öðrum þjóðum kallað upp á pall og beðið fyrir því. Svo virtist sem um vel á annað hundrað manns væri að ræða, jafnvel meira. Flestirvorufrá Englandi, Hollandi og Þýskalandi en einnig var þarna fólk frá Norðurlöndum, aust- urhluta Evrópu, Afríku- og Asíuríkjum auk Ástralíu og Nýja Sjálands. Að þessu leyti minnir þetta á Tóronto- blessunina og Pensekólavakninguna á síðasta áratug. Einar Ekerhovd frá OASE í Noregi hefur tvisvar heimsótt Lakeland og nokkrir íslendingar hafa látið sjá sig á samkomunum í Lake- land. Todd Bentley hvetur fólk til að koma og „get some", þ.e. að fá eld- inn með sér heim. í Flórída eru fínar strendur og Disneyland. Síðan má stunda samkomurnar á kvöldin og taka þátt í annarri dagskrá á daginn ef fólk vill. Þá er einnig fræðsla á morgn- ana og þjálfun sjálfboðaliða sem fara út á göturnar eftir hádegi til þess að vitna og biðja fyrirfólki. GUÐFRÆÐI OG ÁHERSLUR TODDS Starf Todds, Fresh Fire Ministries í Kan- ada, er ekki bundið neinni kirkjudeild. En á heimasíðu þeirra eru kjarnagildin sett fram og samkvæmt því sem þar birtist er hann á hinum karismatíska væng eða nálægt hvítasunnugeira kirkjunnar. Hið sama á sjálfsagt við um starfsaðferðir og stíl. Todd er hins vegar í samstarfi við fólk úr mörgum kirkjudeildum og vill ekki fá á sig of mikinn stimpil. Sjálfur talar hann um þessa vakningu sem nafnlausa og vill frekar tengja hana Florida og Lake- land en eigin nafni. Væntingar eru um að hún nái um víða veröld og alls staðar muni hennar gæta, fólk frelsast og læknast. Fyrir áhorfendur og þátt- takendur er hvatningin mikilvæg og framtíðarsýnin um vakningu sem breiðast mun út um heiminn. Todd leggur mikla áherslu á guðs- ríkið. Að því leyti er áhersla hans mjög svipuð og bandaríska lækningapré- dikarans Bob Johnson en hann varð sjálfur fyrir miklum áhrifum frá John Wimber á sínum tíma. Að mörgu leyti var bók Wimbers Power Evangelism tímamótaverksem ruddi þeirri hugsun braut að Guð er hinn sami í dag og hann var á ritunartíma Biblíunnar. Ein leið til að benda á Jesú Krist er að fólk sjái kraftaverkin og í framhaldi sé þeim bent á hinn krossfesta og upp- risna Drottin eins og mörg dæmi eru um í Postulasögunni. Með því að boða Guðs ríki er boðað allt Guðs ráð. Þegar Jesús tók til starfa „prédikaði (hann) fagnaðarerindið um ríkið og læknaði hvers kyns sjúkdóm og veikindi meðal lýðsins" (Mt 4.23). Guðs ríki er hið sama í dag og hlutverk okkar er að boða fagnaðareindið um ríkið og lækna sjúkdóma. Jesús Kristur er upprisinn og nálægur frelsari sem er annt um okkur mennina. Todd kemur ekki með ákveðna uppskrift að lækningu. Segir hann Guð nota mismunandi leiðir. Hann veit ekki af hverju sumir læknast og aðrir ekki. En hann hvetur fólk til þess að biðja áfram, halda í vonina, leita áframhaldandifyrirbænarannaðhvort á samkomunum eða í heimasöfnuði sínum. Guð vitjar þjóðanna og hann er ekki háður Lakeland. Todd gerir sér grein fyrir því að þessi hugsun er róttæk. Talað er um vakninguna sem úthellingu í Flórída (Florida Outpouring) og oft vísað í úthellingu Andans á hvítasunnudag. Hann talar um að skírast í Andanum og skírast með eldi. Því djarfari sem bænin er þeim mun harðari verði viðbrögð þeirra sem tortryggnir eru. Hann segir að það hafi einkennt kirkjuna of mikið að „þið fáið ekki af því að þið biðjið ekki." Við erum alin upp við að hafa allt á hreinu og viljum ekki of miklar óvæntar uppákomur. En Guð vill gera mikla hluti. í NAFNI JESÚ Þó svo að vakningin sé eða eigi að vera nafnlaus er eitt nafn öðrum æðra sem oft er á vörum Todds og þeirra sem standa fyrir samkomunum í Lakeland en það er nafnið Jesús. Todd biður um lækningu í Jesú nafni, rekur illt afl og anda burtu í Jesú nafni og vill að Jesús fái dýrðina þegar lækn- ing verður. Hann er aðeins verkfæri sem Guð hefur kosið að nota núna. Hann segist ekki vita hvers vegna þetta gerist núna, hvers vegna það gerist hjá honum eða af hverju það hafi orðið í Lakeland. En meðan vakn- ingin heldur áfram mun hann búa í Lakeland en hann hefur nú flutt konu, börn og hundinn sinn þangað. Hann hefur þurft að afboða sig á alls kyns ráðstefnur og samkomuherferðir á liðnum vikum. Hann hefur einnig 17

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.