Bjarmi - 01.07.2008, Blaðsíða 35
66
EG TEL AÐ KIRKJUR LANDSINS
ÞURFI MIKIÐ Á FYRIRBÆNUM
AÐ HALDA. í HEIMAHÓPUM OG
BÆNAHÓPUM í KIRKJUNNI GEFAST
GÓÐ TÆKIFÆRI TIL AÐ BIÐJA
FYRIR SAFNAÐARSTARFINU OG
VAKNINGU í KIRKJUM LANDSINS
99
okkur mikill styrkur til að byrja með.
Við höfum svo haldið áfram að halda
námskeiðin nokkuð reglulega í Garði
og Sandgerði til skiptis.
Hvaða máli skiptir trúin?
Sá trúarstyrkur sem Alfanám-
skeiðin gáfu okkur varð til þess að við
höfðum kjark til að vera í forsvari og
öðluðumst vilja til að halda áfram, því
við vildum að fleiri fengju að kynnast
Jesú á sama hátt og við höfðum gert.
Ég hef orðið vitni að því að margir
hafa öðlast trúarvissu, innri frið og
gleði sem skín af andlitum þeirra - og
þetta gefur mér djörfung til að halda
áfram að opna leiðir til að ná til sem
flestra með boðskap Jesú Krists.
Hvað gerðuð þið þegar Alfa-
námskeiðin hættu?
Nú eru tveir heimahópar hér í
Garðinumsemurðutil íframhaldi Alfa-
námskeiða. Á síðasta námskeiðinu nú í
haust var Kjartan Jónsson með nokkra
fyrirlestra. Hann sagði mér að nokkrir
hópar væru að fara af stað í Reykjavík
með að lesa bókina Tilgangsríkt//Teftir
Rick Warren. Ég hafði heyrt af þess-
ari bók og spurði hvort við mættum
vera með í 40 daga átakinu þeirra, ef
heimahóparnir mínir hefðu áhuga.
Kjartan sagði það sjálfsagt og eins og
fyrir kraftaverk voru báðir hóparnir
sammála þessari hugmynd. Ég pant-
aði bækurnar hjá bókaútgáfunni Salti
og við hófum lesturinn um leið og þau
í Reykjavík. Það var mjög dýrmætt að
fá að vera undir verndarvæng Kjart-
ans, hann sendi okkur daglega upp-
örvandi hugleiðingar og við gátum
sótt samkomur hjá Salti kristnu
samfélagi. Við upplifðum þetta átak
svipað og við höfðum áður upplifað
Alfanámskeiðin. Eftir 40 daga átakið
var ákveðið að halda áfram að lesa
bókina saman í heimahópunum og er
mikil ánægja með það fyrirkomulag.
Nú hefur fjölgað aðeins hjá okkur, en
það eru konur sem hafa frétt af bók-
inni og vilja vera með okkur í að lesa
hana, enda er það mjög gefandi að
lesa með öðrum, því þá er hægt að
skiptast á skoðunum og vitnisburðum
sem gefa dýpri skilning á efninu.
Hvaða afleiðingar hafði lestur
þinn á bókinni Tilgangsríku lifí?
í framhaldi lestrar Tiigangsríks lífs
fékk ég mikinn áhuga á að gefa fólki
í söfnuðinum okkar kost á að koma
saman í kirkjunni vikulega til að lesa
orð Guðs og biðja. Ég fann hve mik-
ilvægt það er kirkjunni að beðið sé
fyrir henni, prestinum og safnaðar-
starfinu. Ég tók því að mér að halda
utan um biblíulestra og bænastundir í
Útskálakirkju á miðvikudagskvöldum.
Jóhanna systir mín er með mér og
er það mikill styrkur. Það er von mín
að þessar bænastundir okkar verði
til þess að fleiri og fleiri bætist í hóp-
inn og við biðjum stöðugt fyrir því að
vakning verði í söfnuðinum okkar.
Sjáið þið einhvern árangur
af öllu þessu starfi?
Við erum búin að sjá svo mörg
bænasvör að við vitum í raun að Guð
mun leiða fleiri til okkar, það er líka
undir okkur komið að við gefumst
ekki upp, en höldum ótrauð áfram.
Sr. Björn Sveinn hittir heimahóp-
ana báða saman einu sinni í mánuði
og hafa þær stundir verið okkur dýr-
mætar. Hann skýrir texta úr Biblíunni
og við ræðum þá af einlægni og erum
öll virkilega uppörvuð og fáum dýpri
skilning á orðinu.
Hver er framtíðarsýn þín fyrir
kirkjuna og kristni á íslandi?
Ég tel að kirkjur landsins þurfi mikið
á fyrirbænum að halda. í heimahópum
og bænahópum í kirkjunni gefast góð
tækifæri til að biðja fyrir safnaðar-
starfinu og vakningu í kirkjum lands-
ins. Við verðum hvert og eitt að halda
vörð um safnaðarstarfið, gefa af tíma
okkar og hvetja aðra til að koma með í
starfið. Það hefur sýnt sig að þeir sem
hafa fengið tækifæri á borð við Alfa-
námskeiðin, 40 tilgangsríka daga og
biblíu- og bænastundir í kirkjunum
hafa öðlast innri frið og sannfæringu
um tilgang Guðs með líf sitt. Það er
einmitt þetta sem íslenska þjóðin
þarfnast, þegar hraði, tímaskortur og
peningahyggja eru allsráðandi.
Að lokum, áttu einhver góð hvatn-
ingarorð handa lesendum Bjarma?
Viðerum minntá þaðað viðeigum
að gefa tíma okkar bæði okkar nán-
ustu og öðrum sem á þurfa að halda.
Við eigum að þjóna öðrum og sýna
kærleikann í verki.
( Filippíbréfinu segir: „Lítið ekki
aðeins á eigin hag, heldur einnig ann-
arra." Þetta eru góð hvatningarorð til
okkar allra. Við eigum að vera með
sama hugarfari og Jesús, hann sýndi
okkur að við eigum að sýna öllum
kærleika, þjóna og boða Guðs ríki og
þannig stuðla að því að fleiri öðlist lif-
andi trú.
35