Bjarmi - 01.07.2008, Blaðsíða 31
RÉTTTRÚNAÐARKIRKJAN OG RÚSSNESKA RÍKIÐ BUÐU TIL
FUNDAR HELSTU TRÚARLEIÐTOGA HEIMS í MOSKVU 2006
stilla trúboði og samræðum upp sem
andstæðum.
Öll trúarbrögð eiga það sameig-
inlegt að boða trú með einhverjum
hætti og má halda því fram að á þver-
trúarlegum vettvangi séu allir boð-
endur sinnar trúar. Boðun trúar er
órjúfanlegur hluti þess að vera kristinn
enda ber sérhverjum kristnum manni
að vera vitnisburður í orði og verki
um þá náð sem hann hefur fengið að
reyna í samfélagi sínu við Guð fyrir líf,
dauða og upprisu Jesú Krists. Sjálfur
bauð Jesús Kristur lærisveinum sínum
og þar með öllum kristnum mönnum
að afla lærisveina af öllum þjóðum,
skíra þá og kenna þeim. (Mt 28:19.)
Þetta þýðir hins vegar ekki að neyða
beri nokkurn mann til að gerast krist-
inn því að það gerast menn aðeins af
fúsum og frjálsum vilja. Guð neyðir
engan til samfélags við sig og að
lútherskum skilningi er öllum frjálst
að hafna honum. Boðun kristinnar
trúar getur samt verið margvísleg
eftir aðstæðum og felur ekki aðeins
í sér útskýringar á grunnkjarna krist-
indómsins heldur einnig kærleiksríkri,
umburðarlyndri og þolinmóðri sam-
vist. Hollenski biblíusmyglarinn Bróðir
Andrés segir t.d. frá því með áhrifa-
miklum hætti í sögu sinni Smyglari
Guðs hvemig Guð sýndi honum fram
á að við vissar aðstæður gæti árang-
ursrík boðun trúarinnar allt eins fal-
ist í þögn um hana. Um var að ræða
manneskju sem vissi hver hann var og
fyrir hvað hann stóð og ætlaði sér alls
ekki að hlusta á það sem hann hefði
að segja en vegna þess hversu tillits-
amur hann var og umburðarlyndur í
samskiptum sínum við hana án þess
að þröngva trúarskoðunum sínum
upp á hana breyttist neikvæð afstaða
hennar til hans og tók að auðsýna trú
hans áhuga.2
Sömuleiðis skiptir máli á hvaða
forsendum efnt er til samræðna eða
samskipta við fólk af öðrum trúar-
brögðum. Ef sá sem boðar öðrum
fagnaðarerindið er ekki tilbúinn til
að hlusta á það sem viðmælendurnir
hafa að segja og virða sjálfsákvörð-
unarrétt þeirra og aðra afstöðu í trú-
arefnum er boðunin ekki grundvölluð
á kærleika heldur tillitsleysi. Boðun
trúar ( þvertrúarlegu samhengi hlýtur
að felast í því að vitna fyrir öðrum um
hvað maður hefur sjálfur fengið að
reyna og útskýra út á hvað trúin ganþi
og hvað öllum standi til boða um leið
og afstaða allra er virt. Forsenda þver-
trúarlegra samræðna og samskipta
út frá kristnum sjónarhóli hlýtur því
að fela í sér grundvallarþekkingu á
eigin trú og þakgrunni hennar því að
sá sem ekki hefur hana nægilega vel
er líklegastur allra til að gerast sjálfur
trúskiptingur. Þó svo að trúarbrögð
eigi vissulega ýmislegt sameiginlegt
mun sá sem tekur þátt í þvertrúar-
legum samræðum fyrst og fremst til
að finna sameiginlegan kjarna allra
trúarþragða í því skyni að sameina
þau aðeins enda uppi með ný trúar-
brögð því að öll trúarbrögð hafa sín
sérkenni sem aðgreina þau í grund-
vallaratriðum. Tilraunir til að sameina
einstök trúarbrögð hafa aðeins leitt til
tilkomu nýrra trúarbragða.
Kristnir menn boða trú sína vegna
þess að þeir vilja færa öðrum það besta
sem þeir hafa sjálfir eignast. Boðun
kristinnar trúar er vitnisburður um
það sem maður hefur fengið að reyna
í samfélaginu við Guð fyrir Jesúm
Krist og útskýring á því út á hvað
trúin gangi og hvað öllum stendur til
boða. En það breytir því hins vegar
ekki að kristnir menn eiga margt eftir
ólært í ýmsum efnum, þeir geta notið
margs góðs af nánari kynnum af fólki
af öðrum trúarþrögðum og þeim ber
að starfa með því í þágu alls heimsins.
Það sem skiptir þó mestu máli er að
allt sé gert á forsendum kærleikans
sem virðir alla menn og mætir þeim á
jafnréttisgrundvelli í þeim aðstæðum
sem þeir eru í. Þetta eru helstu for-
sendur þjóðkirkjunnar í þvertrúar-
legum málefnum.
Höfundur er formaður starfshóps
þjóðkirkjunnar um samskipti við önnur
trúarbrögð og einn afþremur fulltrúum
hennar á samráðsvettvangi trúfélaga.
1. „Stefna kirkna Porvoosamfélagsins í þver-
trúarlegum samskiptum." Trúarbrögð. Vefur:
www.kirkjan.is/annall/truarbrogd/2004-10-
20/10.30.29.
2. Bróðir Andrew, John Sherill & Elizabeth
Sherrill: Smyglari Guðs. Þýðing: Sigurlaug
Árnadóttir. Örn & Örlygur. Reykjavík. 1973. Bls.
53-54.
31