Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.2008, Blaðsíða 9

Bjarmi - 01.07.2008, Blaðsíða 9
RAGNAR SCHRAM Uppskeran er mikil, en verkamenn fáir. Biðjið því herra uppskerunnar að senda verkamenn til uppskeru sinnar. -Lk 10.2 KIRKJAN OG INNFLYTJENDURNIR Á UNDANFÖRNUM ÁRUM HAFA ÞÚSUNDIR ÚTLENDINGA FLUTT BÚFERLUM TIL ÍSLANDS. SUMIR ÞEIRRA ERU KRISTNIR, AÐRIR EKKI. ÞEIR SEM KRISTNIR ERU SÆKJA SUMIR HVERJIR EKKI KIRKJU HÉR Á LANDI. HVERNIG EIGA KIRKJUR Á ÍSLANDI AÐ BREGÐAST VIÐ ÞESSARI STÖÐU? EIGA ÞÆR AÐ LÍTA Á INNFLYTJENDUR SEM ÍSLENDINGAR VÆRU EÐA EIGA ÞÆR AÐ REYNA AÐ NÁ SÉRSTAKLEGA TIL ÞESSA HÓPS MEÐ KÆRLEIKSÞJÓNUSTU OG BOÐUN? Kristnir menn hafa mismunandi skoð- anir á þessu máli. Einn kann að vilja bjóða upp á vakningarsamkomur í samkomutjaldi fyrir útlendinga, annar vill kannski höfða til þessa hóps með prédikun í sjónvarpi og enn annar kann að vilja vinna innflytjendur til trúar með náungakærleikann einan að vopni. Aðferðirnar eru margar. En í Ijósi þess að Kristur sagði okkur að boða trúna meðal allra þjóða (og þá væntanlega líka þeirra sem flytja til okkar) ákvað Bjarmi að fara á stúfana og kanna hvað kirkjan á íslandi gerir til að ná til þessa fólks. Innflytjendur á íslandi eru ekki fáir, heldur 21.434 samkvæmt nýjustu tölum frá Hag- stofu íslands. ÞJÓÐKIRKJAN SÝNIR FRUMKVÆÐI Þjóðkirkjan hefur um árabil gert sér grein fyrir þörfinni á starfi meðal inn- flytjenda og setti á fót stöðu prests innflytjenda (nýbúa1) árið 1996 þó erlendir rikisborgarar2 hér á landi væru þá aðeins um fimm þúsund. Til starfans var ráðinn Toshiki Toma og hefur hann sinnt starfi þessu allt til dagsins í dag. Toshiki telur að þjóðkirkjan eigi ekki að hafa frumkvæði að beinni boðun á meðal innflytjenda sérstak- lega og á við að prestur innflytjenda eigi ekki að vera trúboði sem starfi aðallega til að snúa fólki til kristinnar trúar. Þeir séu hins vegar velkomnir í kirkjur landsins og eigi þar að fá sömu þjónustu og aðrir. Ekki eru allir þjóðkirkjumenn sam- mála þessu viðhorfi og telja það hlut- verk kirkjunnar að reyna að höfða sérstaklega til innflytjenda með fagn- aðarerindinu. Þó verður að hafa í huga að stór hluti erlendra ríkisborgara á íslandi er rómversk-kaþólskur og ku samstarf kirkjudeildanna tveggja vera með miklum ágætum. Auk þess væri það varla sæmandi ef hin evangelíska lútherska kirkja færi að bera víurnar í rómversk-kaþólsk systkini sín með sínar lúthersku áherslur. Myndir af alþjóðahópi Fíladelfíu: Kristín Jóna Kristjónsdóttir 9

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.