Bjarmi - 01.07.2008, Blaðsíða 28
þá þegar látið þessi mál sig varða
með ýmsum hætti, svo sem með til-
komu prestsembættis fyrir nýbúa
árið 1996 og málstofum og öðrum
fundahöldum um t.d. fjölhyggju,
þvertrúarleg samskipti og útfararsiði
í öðrum trúarbrögðum. Þá eru einnig
mörg dæmi um að forystumenn þjóð-
kirkjunnar og prestar hennar hafi á
liðnum árum og áratugum tjáð sig
opinberlega um einstök trúarbrögð
eða einstaka trúarhreyfingar, ýmist til
að árétta játningargrundvöll hennar,
vara við gagnrýniverðum kenn-
ingum og starfsháttum eða minna á
mikilvægi þvertrúarlegs samtals og
jákvæðra samskipta.
Eitt helsta tilefnið fyrir myndun
starfshópsins var þó boð sem Bisk-
upsstofu hafði þá nýverið borist um
að senda fulltrúa á samráðsfund
aðildarkirkna Porvoo-sáttmálans í
þvertrúarlegum málefnum í Englandi
síðar á því ári. Aðildarkirkjur Porvoo-
sáttmálans eru anglíkanska kirkjan á
Bretlandseyjum og lúthersku þjóð-
kirkjurnar á flestum Norðurlöndunum
sem gert hafa samkomulag sín á milli
um gagnkvæma viðurkenningu og
samstarf. Ákveðið var að senda und-
irritaðan á fundinn til að kanna með
hvaða hætti systurkirkjurnar höguðu
samskiptum sínum við fólk af öðrum
trúarbrögðum og setja fram tillögur
fyrir (slensku þjóðkirkjuna í samræmi
við það. Ári síðar var svo undirritaður
sendur á annan fund í Noregi.
FYRRI
PORVOOFUNDURINN
í ENGLANDI ÁRIÐ 2002
Markmiðið með samráðsfundinum í
Englandi var einkum að kanna stöðu
þvertrúarlegra mála í löndum aðild-
arkirknanna og koma á upplýsinganeti
milli þeirra sem gæti nýst í samskiptum
þeirra við einstaklinga og trúarhópa
sem ekki eru kristnir. Jafnframt tóku
fulltrúar kirknanna þátt í samráðs-
fundi á þriðja tug ráðgjafa um þver-
trúarleg málefni frá öllum helstu bisk-
upsdæmum anglíkönsku kirkjunnar í
Bretlandi. Á fundinum var kynnt skjal
sem nýlega hafði verið unnið af starfs-
hópi á vegum Sigtunastofnunarinnar í
Svíþjóð og birt í tímaritinu Tro & Tanke
undir heitinu „Samræður milli trúar-
bragða: Tíu guðfræðileg atriði fyrir
söfnuðina til umræðu og tileinkunar".
Þótt fundarmenn teldu margt jákvætt
við skjalið sætti það gagnrýni fyrir
að vera of opið í garð annarra trúar-
bragða á kostnað trúarjátninganna og
var bent á að aldrei myndi nást eining
um það innan safnaða aðildarkirkn-
anna eða annarra samstarfskirkna
þeirra. Meðal þess sem skjalið sætti
hvað mestri gagnrýni fyrir var sú yfir-
lýsing þess að Jesús væri ekki endilega
eini vegurinn til Guðs, þ.e.: „Við getum
sagt að Jesús sé vegurinn til Guðs - en
við getum ekki útilokað möguleikann
á því að Guð hafi aðra vegi líka."
Fundarmenn voru þó sammála
um nauðsyn þess að leggja fram sam-
hæfða tillögu um með hvaða hætti
samskipti aðildarkirknanna gætu
verið við önnur trúarbrögð og hvernig
þær gætu veitt fólki af öðrum trúar-
brögðum stuðning, ekki síst hvað
varðar almenn mannréttindi. Því var
ákveðið að kalla saman annan fund
ári síðar.
SÍÐARI
PORVOOFUNDURINN
í NOREGI ÁRIÐ 2003
Síðari samráðsfundur fulltrúa aðild-
arkirknanna í þvertrúarlegum mál-
efnum var haldinn síðla árs 2003 í Ósló
í Noregi og var áherslan þar á guð-
fræðilega þýðingu kristniboðshug-
taksins (mission) fyrir kristna menn
og samskipti þeirra við fólk af öðrum
trúarbrögðum auk þess sem farið var
í vettvangsferðir um borgina til að
kynnast því þvertrúarlega starfi sem
þar færi fram. Afrakstur fundarins var
skjal sem nefnist „Leiðbeiningar fyrir
kirkjur Porvoosamfélagsins í þver-
trúarlegum samskiþtum".1
Tilgangurinn með skjalinu er að
setja fram nokkur dæmi sem varpi
annars vegar Ijósi á aðstæður krist-
inna manna í fjölmenningarlegum
samfélögum og hins vegar á þá guð-
fræði sem lögð er til grundvallar
samskiptum við fólk af öðrum trúar-
brögðum. Áréttað er að kristnir menn
mæti fólki af öðrum trúarbrögðum
í nafni og styrk þess Guðs sem hafi
opinberað sig sem föður, son og heil-
agan anda og vilji þeir deila fagnaðar-
erindinu með því. Litið er svo á að
Guð sé ekki síður örlátur í frelsuninni
en í sköpuninni og vilji leiða allt til
fullkomnunar og sé það „ekki hlut-
verk okkar að takmarka frelsandi náð
Guðs". Það sé Jesús sem sýni okkur
auglit Guðs og vísi veginn til hans og
þurfi allir að heyra vitnisburðinn um
hann sem fagnaðarerindi. Jafnframt
hljóti heilagur andi að vera að verki
hvar sem ávexti hans sé að finna.
Stór hluti skjalsins varðar með
hvaða hætti kristnir menn eigi að
umgangast fólk af öðrum trúar-
brögðum og er þar m.a. talað um
mikilvægi þess að byggja upp lang-
vinnt traust, ræða saman í hreinskilni
og vinna í þágu allra. Áréttað er að við
séum „kölluð til að miðla trú okkar til
annarra í fullvissu en einnig af nær-
gætni" þar sem við leitumst við „að
hlusta og læra um leið og við tölum".
Tekið er fram að við „getum ekki neytt
trú okkar upp á neinn, en við þurfum
ávallt að vera reiðubúin að vitna um
trú okkar með gjörðum okkar og
orðum" og virða trúfrelsi annarra.
Tekið er fram að meðan ýmsir
kristnir menn fagni þvertrúarlegum
athöfnum í tengslum við t.d. hjóna-
vígslur, útfarir eða bænastundir geti
þær reynstöðrumerfiðarátrúarlegum
forsendum. Áréttað er að hvernig svo
sem slíkar athafnir séu skipulagðar
þurfi tilgangurinn á bak við þær að
vera Ijós og „vandlega sé íhugað hvað
sé við hæfi og tryggt sé að allir sem
viðstaddir eru geti tekið þátt í því sem
skipulagt hefur verið af heilindum og
án vandkvæða". Bent er á í því sam-
bandi að samfélag í þögn geti reynst
mikilvæg leið til að tjá návist manna
saman frammi fyrir Guði.
28