Bjarmi - 01.07.2008, Blaðsíða 22
© Maxim Filipchuk | Dreamstime.com
Sundra þeim, Drottinn, rugla mál þeirra
því að ég sé kúgun og deilur í þorginni.
Nótt sem dag ganga þær á múrnum
umhverfís hana
en ranglæti og armæða eru þar inni
fyrir.
Glötun er inni í henni,
ofbeldi og svik víkja eigi burt frá torgi
hennar
Kúgun og deilum er líkt við per-
sónur, líklega varðmenn, sem ganga
stöðugt á borgarmúrunum. Og ekki
er ástandið betra innan borgarveggj-
anna því að ofbeldi og svik reynast
fastagestir á torgi borgarinnar.
Hér er ekki ætlunin að ritskýra þá
sálma sem dæmi verða tekin úr en
þess skal þó getið að 55. sálmur er
yfirleitt flokkaður sem harmsálmur
einstaklings. Sú tengund sálma er
fyrirferðarmest innan sálmasafnsins,
samkvæmt flokkunarkerfi því sem
á rætur sínar að rekja til Þjóðverjans
Hermanns Gunkel (1862-1932) og
hefur verið ráðandi innan gamlatesta-
mentisfræðanna allt frá hans dögum.
Megineinkenni þessara sálma er að
þeir hafa að geyma ákall til Guðs.
Harmi, neyð eða angist er lýst og þar
koma óvinir oft við sögu. Oftar en
ekki enda þessir sálmar á fullvissu um
bænheyrslu og í sumum tilfellum lof-
gjörð til Guðs vegna sannfæringar um
að hjálp hans sé á næsta leiti.
Raunar hef ég í öðru samhengi
leitt líkur að því að höfundur 55. sálms
kunni að hafa verið kona sem þolað
hafi niðurlægingu og ofbeldi af hendi
manns sem áður var ástvinur hennar.4
Um þennan fyrrum ástvin sinn hefur
sálmaskáldið þetta að segja (v. 22):
Hálli en smjör er tunga hans
en ófriður í hjarta,
mýkri en olía eru orð hans
og þó sem brugðin sverð.
Hér er tungu vinarins sem breytt-
ist í óvin líkt við smjör og orðum hans
líkt við brugðið sverð.
LJÓS OG TRÚFESTI
í HLUTVERKI
LEIÐSÖGUMANNA
AnnaðeruppiáteningnumíSl43, sem
þó er einnig harmsálmur einstaklings.
Þar biður sálmaskáldið Guð um hjálp
með þessum orðum:
Send Ijós þitt og trúfesti þína,
þau skulu leiða mig,
þau skulu fara með mig til fjallsins þíns
helga,
til bústaðar þíns,
Ljós Guðs og trúfesti eru sem
leiðsögumenn sem fylgja skulu Ijóð-
mælandanum til Guðs helga fjalls og
bústaðar hans. Þar er vafalítið verið
að vísa til musterisins á Síonarhæð en
sálmaskáldið sem talar í Sl 42-43 (sem
er einn sálmur þrátt fyrir tvö númer)
er sýnilega í útlegð fjarri Jerúsalem
en virðist áður hafa gegnt mikilvægu
hlutverki við musterið. Harmurinn
sem birtist í sálminum er ekki síst í
því fólginn að skáldið finnur sig fjarri
musterinu og þar með Guði en þráir
22