Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.2008, Blaðsíða 6

Bjarmi - 01.07.2008, Blaðsíða 6
I þau í Khao Lak. Sílas f}ögurra ára og Regitze þriggja ára nutu lífsins í glæsi- legri og öruggri þarnalaug. Flemming kom til Danmerkur tveimur dögum eftir að hann fékk vitneskju um hamfarirnar. Ágengir fjölmiðlar tóku á móti þeim. Flemm- ing hefur verið þingmaður í 15 ár. Hann hefur verið ráðherra í tveimur ríkisstjórnum og leiðtogi Kristilega þjóðarflokksins í Danmörku í meira en áratug. Hann var þjóðkunnur. Blöðin hringdu. Sjónvarpsfréttamenn vildu fá viðtal. Hann birtist á forsíðu eins stærsta dagblaðs Danmerkur sem afinn er óttaðist um afdrif barnabarna sinna. - Fyrst tók ég þátt í þessu vegna þess að ég vissi að því meiri upplýs- ingar sem kæmu fram þeim mun líklegra var að ástvinir okkar fyndust, segir Flemming. Hann var líka hjá CNN og í fréttaþáttum sem náðu til allrar þjóðarinnar. Hann vonaði í lengstu lög að ástvinir hans væru á sjúkrahúsi eða einangraðir frá umheiminum af einhverjum sökum. ÞRJÁR JARÐARFARIR - Hve lengi höfðuð þið von um að þau væru á lífi? - Vonin varð veikari með hverjum degi. Fjölmiðlar fluttu daglega fréttir af fólki sem hafði bjargast eða var fundið en við biðum án árangurs eftir góðum fréttum, segir Flemming. Fjórtán dögum eftir hamfarirnar kom lögreglan til að leita að erfðaefni í húsi ungu fjölskyldunnar. - Þeir báðu okkur um að koma með tannbursta eða leikföng barnanna, segir Flemm- ing og þá kveðst hann hafa áttað sig á að öll von væri úti. Þá varð ekki hjá því komist að skipuleggja minningarstund. - Það var erfitt að ákveða daginn. í því fólst að við höfðum gefið upp alla von, segir Flemming. Minnigarstundin var haldin í þétt- setinni kirkju í febrúar. Hugvekja sem Jacob hafði skrifað um eilífa lífið var lesin upp. Það var áhrifaríkt. FJÓRTÁN DÖGUM EFTIR 66 HAMFARIRNAR KOM LOGREGLAN TIL AÐ LEITA AÐ ERFÐAEFNI í HÚSI UNGU FJÖLSKYLDUNNAR. - ÞEIR BÁÐU OKKUR UM AÐ KOMA MEÐ TANNBURSTA EÐA LEIKFÖNG BARNANNA, SEGIR FLEMMING OG ÞÁ KVEÐST HANN HAFA ÁTTAÐ SIG Á 11 AÐ ÖLL VON VÆRI ÚTI. Síðan hafa verið þrjár jarðarfarir. Öll hafa þau fjögur fundist og kennsl hafa verið borin á þau. Síðast voru borin kennsl á hinn fjögurra ára gamla Sílas. Hann var jarðsettur átta mán- uðum eftirflóðbylgjuna. Öll fjölskyldan liggur í sömu gröf í kirkjugarðinum í Birkerod. Það er kalt þegar við förum til grafarinnar til að taka myndir. Hún er bara nokkur hundruð metra frá heimili Flemmings og Inger Margrethe. Presturinn segist finna huggun í trúnni á að hann muni sjá þau aftur. - í mínum huga er eilífðarvonin jafnframt von um að sjást aftur. TÆKIFÆRI Flemming hélt áfram að fara í viðtöl eftir að öll von var úti. Margir vildu vita hvort presturinn gæti áfram trúað á Guð. - Ég leit á þetta sem tækifæri til að segja frá Guði. Það eina sem veitti mér huggun við þessar aðstæður var hin kristna von, segir Flemming. Hann hafði sérstaklega í huga ákveðið biblíuvers í þessu samhengi: „Verið ætíð reiðubúin að svara hverjum manni sem krefst raka fyrir von- inni sem þið eigið." (I.Pét 3,15) Flemming er með stóra stafla af dag- blaðaúrklippum sem hann getur sýnt. Auk þess hefur hann verið í mörgum útvarpsviðtölum og sjónvarpsþáttum. (apríl kom út bók hans Dauðinn, sorgin og vonin hjá forlaginu Rosinante sem er eitt stærsta bókaforlag Danmerkur. - Ég reyndi að skrifa bókina þannig að hún næði einnig til þeirra sem 6

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.