Búnaðarrit - 01.01.1973, Page 26
20
BÚNAÐARRIT
flokkar á óábornu landi og ])rír á ábornu, þ. e. lítill,
hóflegur og mikill beitarþungi bœði á óábornu og ábornu
landi.
Á túnum mættu tilraunirnar vera einfaldari. Þar yrði
allt landið áborið og nægjanlegt að hafa tvenns konar
beitarálag, en í staðinn kæmu tilraunahópar, þar sem
athuguð yrðu áhrif steinefna- eða snefilefnagjafar ýmist
á landið eða sem sölt, sein féð hefði aðgang að.
Framkvœmd tilraunanna. Þessar tilraunir er ekki unnt
að gera nema með samvinnu eftirtalinna stofnana: Land-
græðslu ríkisins, Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins,
Búnaðarfélags Islands og búnaðarsambandanna. Land-
búnaðarráðuneytið er Iiinn sjálfsagði tengiliður þessara
stofnana. Yrði að ráða sérstakan framkvæmdarstjóra til
að annast framkvæmd verksins og koma á samvinnu allra
þeirra sérfræðinga, ráðunauta og aðstoðarmanna, sem
gætu lagt bönd á plóginn til þess að framkvæma þessa
umfangsmiklu tilraun, sem ætti að geta orðið landbún-
aðinum til mikils gagns.
Lausleg kostnaðaráætlun var gerð, og þar var farið
fram á framlag úr Þróunarsjóði að fjárhæð rúmlega 30
milljónir króna miðað við núverandi gengi, sem greitt
yrði á 5 árum. Þyrfti þá ísland að leggja fram a. m. k.
tvöfalda þá fjárhæð á móti. Hlutur Islands yrði aö
nokkru leyti lagður fram af því fé, sem framan nefndar
stofnanir fá árlega á fjárlögum, þ. e. margir af starfs-
mönnum þeirra yrðu að einbeita sér að þessu viðfangs-
efni á meðan það stendur yfir og eyddu því minna fé en
ella í aðrar rannsóknir og tilraunir. Þeir sem ég ræddi
við hjá FAO, tóku málaleitan minni vel og leizt vel á
þetta viðfangsefni, en löldu sig þurfa að kanna allar
aðstæður betur. 1 því sambandi kom Mr. Roald A. Peter-
son yfirmaður landnýtingardeildar FAO (Cbief of Crop
and Grassland Production) liingað til lands 17. des. sl.
og dvaldi hér í 2 daga. Ræddi hann við ýmsa af þeim
sérfræðingum og ráðunautum, sem kæmu til með að