Búnaðarrit - 01.01.1973, Page 67
SKÝKSLUR STARFSMANNA
61
fundunum sýndi ég og skuggamyndir og svaraði marg-
víslegum fyrirspurnum, bæði varðandi matjurtarækt og
skrúðgarðarækt. Þátttaka var mjög misjöfn eins og geng-
ur og gerist, en alls munu rösklega 700 manns liafa sótt
fundina.
Utanlandsferð
Þann 5. ágúst liélt ég til Hollands, en þar tók ég þátt
í alþjóðlegu námskeiði í grænmetisrækt, sem stóð yfir
frá 8. ágúst og fram að 10. nóvember. Námskeið þetta
var lialdið í hinni nýju landbúnaðarmenntastofnun (Inter-
national Agricultural Center) Hollendinga í bænum
Wageningen. 1 Wageningen befur búnaðarháskóli lands-
ins jafnframt aðsetur sitt svo og á fjórða tug sér-
rannsóknarstofnana á vettvangi landbúnaðar. 1 þessari
háborg liollenzks landbiinaðar, en bærinn telur aðeins
rösklega 25 þúsund íbúa, er því saman kominn fjöldinn
allur af færustu sérfræðingum landsins á landbúnaðar-
sviðinu.
Umrætt námskeið í grænmetisrækt, sem er annað í
röðinni, sem Hollendingar standa að, er ætlað starfandi
ráðunautum og tilraunafólki, og er opið öllum hvaðan-
æfa að, sem uppfylla vissar menntunarkröfur. Námskeið-
ið er sniðið með tillili til að endurhæfa og endurmennta
á sviði grænmetisræklunar og ýmsum greinum, sem að
benni lúta.
Með hinni nýju landbúnaðarmenntastofnun Iiafa IIol-
lendingar skapað sér aðstöðu, sem mun vera einstæð í
sinni röð. Umrædd bygging, sem tekin var í notkun í
febrúar 1972, getur býst og fætt 150 manns. Kennslurými
er þar með afbrigðum gott, og sama gildir um aðstöðu
lil ráðstefnuhalda, enda er þessi glæsilega bygging fyrst
og fremst reist og rekin í þeim lilgangi að annast nám-
skeið og ráðstefnur. Sérbver sá landbúnaðarsérfræðing-
ur, sem þarf að reka erindi í Wageningen, á þó kost á
að búa í IAC á meöan á dvöl lians stendur, enda er lítið