Búnaðarrit - 01.01.1973, Blaðsíða 278
272
BÚNAÐARRIT
að' kýr séu nytliáar þegar að fyrsta og öðrum kálfi. Dóm-
nefndum til liliðsjónar voru veittar sömu leiðbeiningar
um lágmarksafuröir og gerðar voru, er ný sýningarum-
ferð liófst 1967, og vísast til skrifa um nautgripasýningar
á því ári í Búnaðarriti 1969 bls. 255—256. Lágmarks-
einkunnir um stigafjölda í liverjum verðlauuaflokki voru
einnig auknar og dómstigi Hjalta Gestssonar notaður
áfram.
tírslit sýninganna eru birt í töflu I. Að þessu sinni lilutu
199 kýr I. verðlaun af 581 sýndri, eða 34,2%, og er það
84 kúm fleira en á næstu sýningum áður. Þetta er mjög
svipuð niðurstaða, og ber að hafa í liuga, að á þessum sýn-
ingum bættust við' 4 félög í Borgarfirði, sem áður töldust
til Suðurlands sýningarsvæðisins. I þeim félögum blutu 79
kýr 1. verðlaun, og ef sá fjöldi er dreginn frá fjölda I.
verðlauna kúa á öllu sýningarsvæðinu, verður niðurstaö-
an, að 120 kýr hafi blotið' I. verðlaun mið'að' við 115, er
hlutu J)á viðurkenningu á sýningunum 1966, og eru Jietta
sambærilegar niðurstöður að öðru leyti en því, að kröfur
til afurða eru liærri en áður. Af sýnduin kúm hlutu 155
II. verðlaun eða 26,7%, 162 III. verðlaun eða 27,9%, og
65 engin eða 11,2%, og voru flestar í síðasta hópnum kvíg-
ur að’ 1. kálfi, en einnig kýr í nýstofnuðu nautgriparækt-
arfélagi í A.-Barðastrandarsýslu. Flestar kýr voru sýndar
í Stafholtstungum eða 69, á Snæfellsnesi 66, í Reykliolts-
dal 57 og Skutulsfirði 54. Voru I. verðlauna kýrnar einnig
flestar í sömu sveitum nema Snæfellsnesi; Ji. e. 30 í Staf-
holtstungum, 37 í Skutulsfirði og 26 í Reyklioltsdal. Sýnd-
um nautum f jölgað’i, og voru nú 34 á móti 20 áður. Hlutu
7 Jieirra I. verðlaun og 22 II. verðlaun, en af sýndum naut-
um var 21 í eigu Nautastöðvar Búnaðarfélags Islands og
Jiar af öll I. verðlauna nautin.
Litin', önnin- einkenni, útlitsdómur og brjóstummál
í töflu II er sýnt, hvemig litur kúnna, önnur einkenni
og brjóstummál var í hverju félagi. Rauði liturinn er hlut-