Búnaðarrit - 01.01.1973, Blaðsíða 150
144
BÚNA»ARJílT
birgðauppgjör 20. marz, til hægðarauka við útfyllingu
skattskýrslu. Sú nýbreytni var tekin upp að sækja um
framtalsfrest, fyrir þá sem færa búreikninga, til 30. marz,
og var sá frestur veittur og bráðabirgðauppgjör sent út
20. marz. Höfðu þá flestir bændur sent síðustu viðskipta-
reikninga og því auðvelt að nota bráðabirgðauppgjörið
við útfyllingu skattskýrslu.
Guðrún Gunnarsdóttir starfaði eins og áður sem full-
trúi fyrir Múlasýslnr, Skaftafellssýslur, Rangárvallasýslu,
Árnessýslu, Borgarfjörð og Snæfellsnes. Jóbann Ólafsson
starfaði sem fulltrúi fyrir Dalasýslu, Vestfirði, Húnavatns-
sýslur, Skagafjörð, Eyjafjörð og Þingeyjarsýslur.
Starf fulltrúa er að miklu leyti í því fólgið að sjá um
táknritun á sjóðreikningi, viðskiptareikningi, vinnuskýrsl-
um og efnaliagsreikningi til undirbúnings fyrir tölvu-
ritun. Jafnframt sér livor fulltrúi um leiðbeiningar við
færslu búreikninga bændum til handa á viðkomandi starfs-
svæði, bæði bréflega og með heimsóknum. Ferðalög
Guðrúnar um sitt svæði féllu hins vegar niður þetta ár,
en liún hefur, ásamt Þorbjörgu Á. Oddgeirsdóttur, annast
alla vélritun fyrir búreikningastofuna og liagfræðiráðu-
naut.
Árið 1971 er fimmta árið, sem búreikningar eru gerðir
upp í tölvu I. B. M. 360, model 20. Fengin reynsla er
undantekningalítið mjiig jákvæð, og í rauninni má segja,
að útilokað væri að framkvæma uppgjör á búreikningum
á búreikningastofu, án þess að nota þá liókhaldstækni,
sem tölvur liafa yfir að ráða. Notkun tölvu við uppgjör
á búreikningum liefur leitt til þess, að uppgjör á einum
búreikningi er mjög fjölþætt og fullkomnara en almennt
gerist í nágrannalöndum okkar.
Uppgjöri á búreikningum fyrir árið 1971 lauk 8. júní,
og er það fyrr en nokkurn tíma áður. Þakka ég starfs-
fólki stofunnar sérstaklega fyrir það.
Samanburðarskýrsla fyrír „framlegtS á árskú og vetrar-
fóSraSa kind“ var gerð með sama sniði og árið 1970.