Búnaðarrit - 01.01.1973, Side 148
142
BÚNAÐAHRIT
C. Stutt heimsókn til Danmerkur. Á heimleið frá ráð-
stefnunni í París, dvaldi ég 4 daga í Danmörku. Dvaldi
ég einn dag á „Det Landnkonomiske Driftsbureau“, sem
er aðalstöð Biireikningastofaima í Danmörku. Ársskýrsla
stofunnar er í tveimur hlutum, er koma út árlega. 1 fyrri
hlutanum eru birtar meðaltölur frá 1.496 búum árið
1970—1971, sem eiga að gefa rétta mynd af þeim 33.000
búreikningum, sem gerðir eru upp á vegum landbúnaðar-
stofnana. Þessir búreikningar eru einfaldir í sniði og
kostnaði ekki skipt á milli búgreina búsins, (B-bú-
reikningar). Síðari hluti ársskýrslunnar nær liins vegar
yfir A-búreikninga, þar sem gert er upp eftir búgrein-
um og magntölur gefnar upp. Sú skýrsla er enn ekki
komin hingað fyrir árið 1970—1971, en árið 1969—1970
voru þeir alls 449, en 300 voru teknir til úrvinnslu.
Meðalbústærð, samkvæmt búreikningunum, reyndist
21,8 ba. Þegar vextir em reiknaðir 7% (190.800) af
eign, eru fjölskyldulaun (23.196 d. kr.) kr. 292.965, en
launagreiðslugeta (29.038 d. kr.) kr. 366.750. Meðalgengi
dönsku krónunnar 1972, 1 dönsk króna = 12,63 kr.
í ritinu „Landokonomisk Oversigt 1971“ er einnig að
finna fróðlegar upplýsingar um landbúnaðinn. Þar kemur
fram, að í Danmörku eru talin 140.197 býli, stærri en
0,55 liektarar.
Flest eru búin af stærðinni 15—30 lia eða 31,2%, en
10,4% eru á bilinu 0,55—5 ha og 4% eru yfir 60 ba að
stærð. Að meðaltali er aðeins 27% af landinu undir gras-
rækt og grænfóðri.
íbúafjöldi Danmerkur var árið 1970 tæplega 5 milljón-
ir, þar af 435 þúsund á bújörðum eða 9%. Ársmenn í
landbúnaði voru taldir 161.300, eða 8% af vinnuafli
landsins. Af framangreindum 140.197 býlum eru 74%
með nautgripi, 69% með kýr, 86% með svín, 3,4% með
sauðfé og 49% með liænsni.
Fjöldi kúa er að meðaltali 12,0 á þeim búum, sem
bafa kýr. Um 44,4% af búunum Iiafa 10—20 kýr. Meðal-