Búnaðarrit - 01.01.1973, Blaðsíða 138
132
BÚNAÐARRIT
1 hópi bænda eru stöðugt til þeir, sem setja á vetur
meiri bústofn en þeir geta framfleitt á fengnu fóðri.
Hefur komið fyrir við þær kringumstæður, að verðir
laga í héraði liafi lilotið að grípa til ráðstafana í lag-
anna nafni, til þess að tryggja, eftir því sem unnt er,
að ekki verði um vanfóðrun að ræða, sem aftur leiðir
til afurðatjóns eða jafnvel borfellis, sé allt látið afskipta-
laust.
Ástæðurnar í forðamálum liafa á árinu 1972 verið allt
aðrar og langt um betri almennt, en verið hefur um
margra ára skeið, eða allt til ársins 1971, en þá snerist
viðliorfið allt til betri vegar en verið bafði að undan-
fömu. Veturinn 1971—1972 var einmunagóður og
snemma voraði svo að fyrningar urðu óvenju miklar
vorið 1972. Þar við bættist svo, að grasvöxtur var með
ágætum um allt land að sumrinu og heyfengur mikill,
en vegna slæmra nýtingarskilyrða um landið sminan- og
vestanvert, og að nokkru um liluta af Norðurlandi, verð-
ur naumast talið að fóðurgildi heyfengs bafi orðið yfir
meðallagi á síðasta liausti. Um austanvert landið varð
magn og gæði lieyfengs yfirleitt með ágætum, og langt
fram yfir það, er verið liefur um langt skeið og líklega
meira á liaustnóttum, en nokkm sinni áður í sögu íslenzks
búskapar. Þegar þessi skýrsla er skráð, eru tölur ekki all-
ar komnar til Forðagæzlunnar, en af þeim, sem þegar
liafa verið endurskoðaðar virðist augljóst, að öryggi í
forðamáluin er meira en áður, enda þótt bústofn liafi
aukizt nokkuð.
Að venju tilkynnir Forðagæzlan sveitarstjómum nöfn
þeirra aðilja, sem sett hafa svo djarft á fóður sitt, að
meira en 25% vantar til að viðunandi sé. Að þessu sinni
em það mjög fáir oddvitar, sem Forðagæzlan liefur þurft
að tjá nefndan vanda. Hitt er algengt, að bændur eigi
heimafengið fóður lil eðlilegrar fóðmnar í iy2 vetur og
til em einstaklingar, sem gætu fóðrað núverandi bústofn
sinn 2 vetur eða lengur á fyrirliggjandi heyforða.