Búnaðarrit - 01.01.1973, Page 61
SKÝRSLUK STARFSMANNA
55
voru út reitir og sáð fræi á 6 stöSum í Vestfjarðakjör-
dæmi. Á tveim stöðum var svo til engin spretta, Hnjóti
í Rauðasandshreppi og Bæ í Snæfjallalireppi. Mjög góð
spretta var á Grund í Kirkjubólshreppi, Skálavík í
Reykjarfjarðarlireppi og Fremri Gufudal í Gufudalssveit.
Mjög léleg spretta var á reitunum í Bæ í Árneshreppi. Af
byggafbrigðum reyndist Edda bezt, en samanburður var
gerður á 4 afbrigðum, Edda, Dönnes, Ingrid og Pallas.
Samanburður var gerður á tveim afbrigðum af liöfrum,
Sol II og Astor. Mjög lítill uppskerumunur var á þeim.
Af rýgresi reyndist Tewera uppskerumest, en lítill mun-
ur á Tetila og danska stofninum Dasas EF 486. Af
fóðurkáli var sáð 5 tegundum. Spruttu allar illa, nema
helzt sumarrepja, sem gaf sæmilega uppskeru á Grund
og í Skálavík. Auk þessara staða, sem að framan er getið,
sendi ég fræ til Mattliíasar Eggertssonar á Hólum í Hjalta-
dal, er liann sáði í tilraunareit á tveim stöðum í Skaga-
firði, og til búnaðarsambands Eyjafjarðar og búnaðar-
sambands Suðurlands. Niðurstöður grænfóðurtilraunanna
í Skagafiröi eru birtar í Handbók bænda 1973.
Tilgangur með þessum atliugunum var fyrst og fremst
sá, að kynna fyrir bændum þær grænfóðurtegundir, sem
völ er á hér á landi.
Nýlyf
Nokkur ný illgresiseyðingarlyf hafa komið á markað
erlendis á undanfömum árum, sem mælt hefur verið með
gegn illgresi í kartöflugörðum. Á síðastliðnu vori reyndi
ég tvö þeirra, en til samanburðar hafði ég Afalon. Lyfin
voru Igran og Arisin Combi. Auk þess sendi ég skammta
af lyfjunum til tilraunastöðvanna. I stuttu máli virtust
þessi lyf ekki vera betri en Afalon. Igran reyndist eins
vel, drap illgresið, án þess að saka kartöflurnar. Lyfin
voru reynd á tveim stöðum í Þykkvabæ og tveim stöðum í
nágrenni Reykjavíkur. Ástæða væri til að gera ítarlegri
samanburð á Igran og Afalon, mismunandi skömmtum í