Búnaðarrit - 01.01.1973, Side 124
118
BÚNAÐARRIT
Hér skal sýnt yfirlit yfir , livernig liestverðið skapast
á markaði Efnaliagsbandalagsins:
a. Kaupverð til bónda á íslandi..................... kr.
b. Loftfrakt, kaupakostnaður, flutningar é íslandi
og annar kostn. frá bónda til hafnar erlendis ca. kr.
C. I. F. verð erlendis ca. kr.
c. Tollur á þetta verð 20% ...................... ca. kr.
Yerð úr tolli erlendis kr.
d. Söluskattur á þetta verð 10% .................... kr.
e. Venjuleg álagning innflytjanda. Þar er innifal-
ið: Ferð til íslands; geymsla og fóðrun á sölu-
stað, scm er að meðaltali uin 12 vikur; dýra-
lækniskostnaður; flutningar frá liöfn til sölu-
staðar; áhætta og afföll vegna slasaðra eða of
lélegra hesta, sem glapizt var á að kaupa, og
hagnaður ..................................... ca. kr.
Söluverðið er þá ca. kr.
40.000,00
19.000,00
59.000,00
11.800,00
70.800,00
7.080,00
15.000,00
93.000,00
Með gengi á sl. ári (27,30) gerir þetta í þýzkum mörk-
um ca. DM. 3400,00. Þetta er liátt hestverð í Þýzkalandi
og ýmsum, sem kaupa sér þessa liesta, er örðugt um að
greiða þetta inikla verð, því að margir eru unglingar og
millistéttarfólk. Öðru máli gegnirum einstaka ríka menn,
sem gefa umyrðalaust DM. 5000 eða jafnvel DM. 6000 fyrir
góðan hest. Þessir „góðu hestar“ eru þá keyptir hér fyrir
70 til 80 þúsund krónur.
Mestu töpin fá liestakaupendumir af lélegri hestum,
brokkurum, eða smávöxnum hestum, sem mælast undir
140 cm á bandi, þótt þeir séu töltgengir. Slíka hesta er
örðugt að selja yfir 2400 mörk, og oft eru þeir seldir
hagnaðarlaust til að þurfa ekki að lianga með þá lengi
í fóðri og geymslu. Þeir em keyptir hér eins ódýrt og
unnt er að fá þá til að fylla upp í flugvélarnar, í von
um, að fraktin fáist greidd í verði þeirra. Ég skal þá
sýna hér verðlagsdæmi fyrir slíkan, liæfileikalítinn hest,
sem kaupmenn eru tregir að kaupa og reyna að „prútta
niður verðinu“ við kaupin.