Búnaðarrit - 01.01.1973, Side 238
232
BÚNAÐARRIT
ingar á liáhitasvæðinn og uppleystra efna og gastegunda,
sem háhitavatni og gufu fylgja, að undanteknum jarðliita
á yfirborði, eins og nú er, vill Búnaðarþing láta undrun
sína í ljós yfir því, að slíkt frumvarp skuli liafa verið lagt
frarn.
Með frumvarpi þessu, ef að lögum verður, er umráða-
og liagnýtingarréttur tiltekinna landsgæða tekinn af land-
eigendum bótalaust og lagður til annars aðila. Yrði hér
um gerbreytingu að ræða frá því, sem til þessa liafa
verið talin gildandi lög í landinu. Ef unnt er að gera slíkt
með einfaldri lagasetningu, að því er tekur til umræddra
landsgæða, virðist Búnaðarþingi, að síðar hljóti að vera
auðvelt að taka umráða- og liagnýtingarrétt annarra gæða,
svo sem hlunninda og jafnvel jarðargróða, án bóta, og
leggja undir ríkið. Meðan einkaeignarréttur er virtur í
stjórnlögum landsins, er það að dómi Búnaðarþings óliæfa,
að Alþingi beiti valdi sínu á þaim liátt, sem frumvarpið
gerir ráð fyrir. Með eignarnámi að lögum eða leigunámi
er unnt að tryggja nýtingu liinna umræddu gæða í al-
mannaþágu, en þá kæmi fyrir eðlilegt verð, sem er viður-
kenning eignarréttarins.
Búnaðarþing telur, að hér sé um viðurhlutamikið mál
að ræða og að samþykkt þess geti orðið mjög afdrifarík
fyrir sveitarfélög og alla aðra landeigendur. Fyrir því
vill Búnaðarþing eindregið mæla gegn samþykkt frum-
varps um breyting á orkulögum, eins og það liggur nú
fyrir Alþingi.
Á 19. þingfundi, 2. marz, sem var síðasti fundur Búnaðar-
þings, fóru fram eftirfarandi kosningar:
7. Kosnir tveir menn til eins árs í útvarpsfrœðslunefnd
Búnaðarfélags tslands og Stéttarsambands bænda.
Kosningu lilutu:
Agnar Guðnason, ráðunautur,
Jóhannes Eiríksson, ráðunautur.