Heilbrigðismál - 01.04.1965, Blaðsíða 9

Heilbrigðismál - 01.04.1965, Blaðsíða 9
Lítrýming krabbamems í brjóstum byggist mest á Uonunum sjálfum Einn af hinum mörgu eríiðleikum í bar- áttunni við brjóstakrabbameinið er hve erf- itt reynist að fá konur til að leita læknis, þó að þær hafi orðið ákveðinn grun um að þær séu með sjúkdóminn. Það er hörmuleg stað- reynd að þær draga oft mánuðum saman að koma til rannsóknar, þó Jrær hafi uppgötvað lmút í brjóstunum. Prófessor Hagesen við Columbia-spítal- ann í New York segir að Jrað dragist að með- altali 7 mánuði að konur leiti til sín eftir að Jjær fundu herzli í brjóstinu. Þessi langa bið getur auðveldlega orðið til Jiess, að krabbamein, sem var algerlega staðbundið, og því læknanlegt að fullu, þegar konan varð þess vör, sé búið að mynda meinvörp og þannig festa rætur víðar í líkamanum, og Jrví geti aðeins orðið um stundarlækn- ingu að ræða. Prófessor Hagesen telur að bæði þekk- ingarleysi og hræðsla við sjúkdóminn muni valda. Hann ræðir í Jiessu sambandi um hin- ar stórfelldu ráðstafanir, sem ameríska krabbameinssambandið hafi gert til að fræða konur um þessi efni, og hvetja þær til að koma í tíma. Hann álítur þær ekki hafa borið tilætlaðan árangur. vissu leyti. Það er Jiegar hægt að hindra myndun vissra hvítblæðitegunda, sem ann- ars tekst að framkalla með veirusmitun, á Jrann iiátt að bóiusetja tilraunadýrin, áður en Jrau eru smituð með veirunum. Það bendir til Jiess að ef meinveirnr berast frá manni til tnanns og mynda meinsemdir, væri að líkindum hægt að hindra það með bólusetningu gegn veirutegundinni. FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL Það má vel vera að meðal almennings í Ameríku sé mikið af konum, sem ekki gera sér grein fyrir Jdví hvað mikið veltur á að aðgerð dragist ekki á langinn Jregar um ill- kynjaðar meinsemdir er að ræða. Hér á landi er slíku varla til að dreifa, svo mikla fræðslu hefur fólkið fengið um Jressi efni á undanförnum árum. Hitt fer ekki fram hjá læknunum, að hræðslan við krabba- meinið veldur Jrví Jnáíaldlega, að sjúkling- arnir koma ekki til rannsókna fyrr en sjúk- dómurinn er kominn á Jjað stig að ekki verð- ur að gert. Prófessor Hagesen segir baráttuna við krabbameinshræðsluna vera uppeldismál, sem sé erfitt viðfangs og krefjist gagngerðs undirbúnings og rannsókna bæði af lækn- um og kennurum. Það er mál sem þarf að taka föstum og öruggum tökum, sem aldrei má slaka á. Smátt og smátt á það að mótast í vitund hverrar konu að fylgjast jafnan með brjóstum sínum og að hún læri að Jjekkja þau svo vel, að hún verði Jregar vör við allar sjúklegar breytingar í Jjeim. Með uppeldi og fræðslu af hálfu lækna og kennara telur hann að megi venja flestar konur svo, að þær geti tekið því æðrulaust þó að þær finni eða telji sig finna krabbamein í brjóstinu og líti jafnframt á það sem ótvíræða skvldu sína, sem ekki verði hvikað frá, að leita læknis umsvifalaust, þegar svo ber við. Til Jjess að finna brjóstkrabbamein á byrjunarstigi koma mörg atriði til greina; bezta árangursins er þó að vænta af sjálfs- athugunum þeirra kvenna, sem lært hafa og tileinkað sér hinar réttu aðferðir. Rannsókn á brjóstnnum ætti einnig að vera fastur lið- ur í hverri allsherjarrannsókn hjá læknun- 9

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.